Tímamót hjá fötluðu fólki á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2024 16:55 Guðmundur Ingi fagnar tímamótunum. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í dag fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks hér á landi. Áætlunin felur í sér 60 aðgerðir til að koma í framkvæmd ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins hér á landi. „Ísland er nú í fyrsta sinn með heildstæða stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Dagurinn í dag markar þannig tímamót. Ég er ákaflega stoltur af landsáætluninni sjálfri, sem og gerð hennar. Landsáætlunin var unnin í breiðu og einstöku samráði fatlaðs fólks, hagsmunasamtaka, stjórnvalda og almennings,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Allt um landsáætlunina hér. „Landsáætlunin felur í sér skýra framtíðarsýn, kortlagningu, greiningu og mat á kostum til að stuðla að farsælli innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Leiðarljósið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.“ Aðgerðirnar í landsáætluninni eru fjölbreyttar og snerta fjölmörg málefnasvið, stofnanir, sveitarfélög og aðra hagaðila. Þær eru á ábyrgð tíu ráðuneyta að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fjölmennur hópur fólks vann að gerð áætlunarinnar en alls störfuðu 11 vinnuhópar með verkefnisstjórn. Fulltrúi samtaka fatlaðs fólks stýrði hverjum og einum vinnuhópi en í hópunum sátu fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks; Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka, fulltrúar sveitarfélaga og fulltrúar Stjórnarráðsins, þ.e. starfsmenn ráðuneyta eða stofnana þeirra. 33 ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var skipt upp á milli vinnuhópanna og á grundvelli greiningar á stöðu hvers ákvæðis hér á landi mótuðu vinnuhóparnir tillögur að aðgerðum til að nálgast markmið samningsins. Heildstæð stefnumótun Landsáætlunin var lögð fram sem tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027. Það var sú þingsályktunartillaga sem samþykkt var í dag. Alþingi hefur áður samþykkt tvær framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks, fyrir árin 2017-2021 og 2012-2014, en landsáætlun er á hinn bóginn hluti af heildstæðri stefnumótun í þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Henni er ætlað að ná til allra þeirra málefnasviða sem undir samninginn heyra. Aðgerðirnar í áætluninni falla undir sex þætti: Vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, þróun þjónustu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Opnir fundir út um landið Samhliða vinnslu landsáætlunarinnar stóð Guðmundur Ingi fyrir opnum samráðsfundum um landið. Þar gafst fólki tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólk hér á landi. Samráðsfundirnir voru vel sóttir að því er fram kemur í tilkynningunni og gagnlegar umræður sköpuðust. Í febrúar 2023 sóttu auk þess um 300 manns samráðsþing í Hörpu um landsáætlunina, auk þess sem fjöldi fólks fylgdist með í streymi. Að þinginu stóðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt forsætisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ réttindasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Geðhjálp. Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ísland er nú í fyrsta sinn með heildstæða stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Dagurinn í dag markar þannig tímamót. Ég er ákaflega stoltur af landsáætluninni sjálfri, sem og gerð hennar. Landsáætlunin var unnin í breiðu og einstöku samráði fatlaðs fólks, hagsmunasamtaka, stjórnvalda og almennings,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Allt um landsáætlunina hér. „Landsáætlunin felur í sér skýra framtíðarsýn, kortlagningu, greiningu og mat á kostum til að stuðla að farsælli innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Leiðarljósið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.“ Aðgerðirnar í landsáætluninni eru fjölbreyttar og snerta fjölmörg málefnasvið, stofnanir, sveitarfélög og aðra hagaðila. Þær eru á ábyrgð tíu ráðuneyta að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fjölmennur hópur fólks vann að gerð áætlunarinnar en alls störfuðu 11 vinnuhópar með verkefnisstjórn. Fulltrúi samtaka fatlaðs fólks stýrði hverjum og einum vinnuhópi en í hópunum sátu fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks; Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka, fulltrúar sveitarfélaga og fulltrúar Stjórnarráðsins, þ.e. starfsmenn ráðuneyta eða stofnana þeirra. 33 ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var skipt upp á milli vinnuhópanna og á grundvelli greiningar á stöðu hvers ákvæðis hér á landi mótuðu vinnuhóparnir tillögur að aðgerðum til að nálgast markmið samningsins. Heildstæð stefnumótun Landsáætlunin var lögð fram sem tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027. Það var sú þingsályktunartillaga sem samþykkt var í dag. Alþingi hefur áður samþykkt tvær framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks, fyrir árin 2017-2021 og 2012-2014, en landsáætlun er á hinn bóginn hluti af heildstæðri stefnumótun í þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Henni er ætlað að ná til allra þeirra málefnasviða sem undir samninginn heyra. Aðgerðirnar í áætluninni falla undir sex þætti: Vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, þróun þjónustu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Opnir fundir út um landið Samhliða vinnslu landsáætlunarinnar stóð Guðmundur Ingi fyrir opnum samráðsfundum um landið. Þar gafst fólki tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólk hér á landi. Samráðsfundirnir voru vel sóttir að því er fram kemur í tilkynningunni og gagnlegar umræður sköpuðust. Í febrúar 2023 sóttu auk þess um 300 manns samráðsþing í Hörpu um landsáætlunina, auk þess sem fjöldi fólks fylgdist með í streymi. Að þinginu stóðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt forsætisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ réttindasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Geðhjálp.
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira