Tímamót hjá fötluðu fólki á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2024 16:55 Guðmundur Ingi fagnar tímamótunum. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í dag fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks hér á landi. Áætlunin felur í sér 60 aðgerðir til að koma í framkvæmd ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins hér á landi. „Ísland er nú í fyrsta sinn með heildstæða stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Dagurinn í dag markar þannig tímamót. Ég er ákaflega stoltur af landsáætluninni sjálfri, sem og gerð hennar. Landsáætlunin var unnin í breiðu og einstöku samráði fatlaðs fólks, hagsmunasamtaka, stjórnvalda og almennings,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Allt um landsáætlunina hér. „Landsáætlunin felur í sér skýra framtíðarsýn, kortlagningu, greiningu og mat á kostum til að stuðla að farsælli innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Leiðarljósið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.“ Aðgerðirnar í landsáætluninni eru fjölbreyttar og snerta fjölmörg málefnasvið, stofnanir, sveitarfélög og aðra hagaðila. Þær eru á ábyrgð tíu ráðuneyta að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fjölmennur hópur fólks vann að gerð áætlunarinnar en alls störfuðu 11 vinnuhópar með verkefnisstjórn. Fulltrúi samtaka fatlaðs fólks stýrði hverjum og einum vinnuhópi en í hópunum sátu fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks; Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka, fulltrúar sveitarfélaga og fulltrúar Stjórnarráðsins, þ.e. starfsmenn ráðuneyta eða stofnana þeirra. 33 ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var skipt upp á milli vinnuhópanna og á grundvelli greiningar á stöðu hvers ákvæðis hér á landi mótuðu vinnuhóparnir tillögur að aðgerðum til að nálgast markmið samningsins. Heildstæð stefnumótun Landsáætlunin var lögð fram sem tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027. Það var sú þingsályktunartillaga sem samþykkt var í dag. Alþingi hefur áður samþykkt tvær framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks, fyrir árin 2017-2021 og 2012-2014, en landsáætlun er á hinn bóginn hluti af heildstæðri stefnumótun í þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Henni er ætlað að ná til allra þeirra málefnasviða sem undir samninginn heyra. Aðgerðirnar í áætluninni falla undir sex þætti: Vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, þróun þjónustu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Opnir fundir út um landið Samhliða vinnslu landsáætlunarinnar stóð Guðmundur Ingi fyrir opnum samráðsfundum um landið. Þar gafst fólki tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólk hér á landi. Samráðsfundirnir voru vel sóttir að því er fram kemur í tilkynningunni og gagnlegar umræður sköpuðust. Í febrúar 2023 sóttu auk þess um 300 manns samráðsþing í Hörpu um landsáætlunina, auk þess sem fjöldi fólks fylgdist með í streymi. Að þinginu stóðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt forsætisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ réttindasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Geðhjálp. Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
„Ísland er nú í fyrsta sinn með heildstæða stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Dagurinn í dag markar þannig tímamót. Ég er ákaflega stoltur af landsáætluninni sjálfri, sem og gerð hennar. Landsáætlunin var unnin í breiðu og einstöku samráði fatlaðs fólks, hagsmunasamtaka, stjórnvalda og almennings,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Allt um landsáætlunina hér. „Landsáætlunin felur í sér skýra framtíðarsýn, kortlagningu, greiningu og mat á kostum til að stuðla að farsælli innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Leiðarljósið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.“ Aðgerðirnar í landsáætluninni eru fjölbreyttar og snerta fjölmörg málefnasvið, stofnanir, sveitarfélög og aðra hagaðila. Þær eru á ábyrgð tíu ráðuneyta að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fjölmennur hópur fólks vann að gerð áætlunarinnar en alls störfuðu 11 vinnuhópar með verkefnisstjórn. Fulltrúi samtaka fatlaðs fólks stýrði hverjum og einum vinnuhópi en í hópunum sátu fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðs fólks; Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka, fulltrúar sveitarfélaga og fulltrúar Stjórnarráðsins, þ.e. starfsmenn ráðuneyta eða stofnana þeirra. 33 ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var skipt upp á milli vinnuhópanna og á grundvelli greiningar á stöðu hvers ákvæðis hér á landi mótuðu vinnuhóparnir tillögur að aðgerðum til að nálgast markmið samningsins. Heildstæð stefnumótun Landsáætlunin var lögð fram sem tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027. Það var sú þingsályktunartillaga sem samþykkt var í dag. Alþingi hefur áður samþykkt tvær framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks, fyrir árin 2017-2021 og 2012-2014, en landsáætlun er á hinn bóginn hluti af heildstæðri stefnumótun í þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Henni er ætlað að ná til allra þeirra málefnasviða sem undir samninginn heyra. Aðgerðirnar í áætluninni falla undir sex þætti: Vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, þróun þjónustu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Opnir fundir út um landið Samhliða vinnslu landsáætlunarinnar stóð Guðmundur Ingi fyrir opnum samráðsfundum um landið. Þar gafst fólki tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólk hér á landi. Samráðsfundirnir voru vel sóttir að því er fram kemur í tilkynningunni og gagnlegar umræður sköpuðust. Í febrúar 2023 sóttu auk þess um 300 manns samráðsþing í Hörpu um landsáætlunina, auk þess sem fjöldi fólks fylgdist með í streymi. Að þinginu stóðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt forsætisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ réttindasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Geðhjálp.
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira