Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til landsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 10:49 Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Vísir/Vilhelm Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Um er að ræða breska skipið Ambition. 258 skipakomur eru áætlaðar í ár sem er örlítil fækkun frá því á síðasta ár þegar metfjöldi farþegaskipa kom til landsins. Markaðsstjóri segir nú frekar horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur af ferðamönnum frekar en að fjölga þeim. Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Í fréttatilkynningu frá Faxaflóahöfn segir að farþegar þess vilji upplifa norðurljós og feta í fótspor víkinga sem sigldu gjarnan þessa leið forðum daga. Á síðasta ári komu 262 skemmtiferðaskip til landsins sem var metfjöldi. Í ár verða þau 258 talsins samkvæmt bókunarstöðu þann 1. mars. Komur skemmtiferðaskipa til landsins síðastliðin 11 ár. Faxaflóahafnir Heildarfarþegar eru um 308 þúsund, en þar af eru 52 prósent skiptifarþegar. Sigurður Jökull Ólafsson, ,markaðstjóri Faxaflóahafna, segir gleðileg tíðindi að takist hafi að auka hlutdeild skiptifarþega þar sem tekjur af þeim séu ríflega þrisvar sinnum hærri heldur en af almennum skipafarþegum. „Rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF) sumarið 2023 leiddi í ljós aðalmennir farþegar skemmtiferðaskipa eyddu að meðaltali tæplega 28 þúsund á höfuðborgarsvæðinu – meðan skiptifarþegar eyddu tæplega 98 þúsund með gistingu á hótelum, mat, drykk, minjagripi, bílaleigu og annarri neyslu í landi. Þá var ekki talið með flugfargjald til eða frá landinu í sambandi við siglingu til eða frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sigurður Jökull segir ákveðnum toppi hafa verið náð á síðasta ári í fjölda skipa og nú sé horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur per ferðamenn frekar en vöxt í magni. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.Faxaflóahafnir Á morgun verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri farþegamiðstöð sem áætluð er að verði tilbúin árið 2026. Sigurður segir um að ræða fyrstu stóru farþegamiðstöðina í mjög langan tíma. „Ég sem markaðsstjóri er mjög glaður, því það sem maður vill gera er að auka framlegð og tryggja að við fáum meira út úr þessu. Það má ekki gleyma því að höfnin er miðlun, eins og flugstöð, Leifstöð til dæmis. Við erum eyja, það eru bara tvær gáttir inn i landið, skip eða flug. Okkar hlutverk er að vera skilvirk svo við getum haft öflugt atvinnulíf í landinu.“ Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Ambition kom til Íslands frá Bretlandi með viðkomu á Orkneyjum og Færeyjum. 987 farþegar eru um borð. Í fréttatilkynningu frá Faxaflóahöfn segir að farþegar þess vilji upplifa norðurljós og feta í fótspor víkinga sem sigldu gjarnan þessa leið forðum daga. Á síðasta ári komu 262 skemmtiferðaskip til landsins sem var metfjöldi. Í ár verða þau 258 talsins samkvæmt bókunarstöðu þann 1. mars. Komur skemmtiferðaskipa til landsins síðastliðin 11 ár. Faxaflóahafnir Heildarfarþegar eru um 308 þúsund, en þar af eru 52 prósent skiptifarþegar. Sigurður Jökull Ólafsson, ,markaðstjóri Faxaflóahafna, segir gleðileg tíðindi að takist hafi að auka hlutdeild skiptifarþega þar sem tekjur af þeim séu ríflega þrisvar sinnum hærri heldur en af almennum skipafarþegum. „Rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF) sumarið 2023 leiddi í ljós aðalmennir farþegar skemmtiferðaskipa eyddu að meðaltali tæplega 28 þúsund á höfuðborgarsvæðinu – meðan skiptifarþegar eyddu tæplega 98 þúsund með gistingu á hótelum, mat, drykk, minjagripi, bílaleigu og annarri neyslu í landi. Þá var ekki talið með flugfargjald til eða frá landinu í sambandi við siglingu til eða frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Sigurður Jökull segir ákveðnum toppi hafa verið náð á síðasta ári í fjölda skipa og nú sé horft til þess hvernig hægt sé að auka tekjur per ferðamenn frekar en vöxt í magni. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.Faxaflóahafnir Á morgun verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri farþegamiðstöð sem áætluð er að verði tilbúin árið 2026. Sigurður segir um að ræða fyrstu stóru farþegamiðstöðina í mjög langan tíma. „Ég sem markaðsstjóri er mjög glaður, því það sem maður vill gera er að auka framlegð og tryggja að við fáum meira út úr þessu. Það má ekki gleyma því að höfnin er miðlun, eins og flugstöð, Leifstöð til dæmis. Við erum eyja, það eru bara tvær gáttir inn i landið, skip eða flug. Okkar hlutverk er að vera skilvirk svo við getum haft öflugt atvinnulíf í landinu.“
Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. 19. mars 2024 16:01
Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. 19. september 2023 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent