„Eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. mars 2024 17:59 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA Vísir/Vilhelm Breiðablik tryggði sig í úrslit Lengjubikars kvenna eftir 6-3 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag en heimakonur leiddu 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttir og Blikar fengu auðveld mörk á silfurfati. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var að mörgu leyti ánægður með spilamennsku liðsins en hundfúll með hversu auðvelt var fyrir Breiðablik að skora mörk. „Við bara gefum eftir og förum mjög illa að ráði okkar, köstum þessu og í rauninni afhendum þeim leikinn, ég held að eina sem var eftir hjá okkur var að skora fyrir þær.“ Þór/KA var betri aðilinn til að byrja með og komst í forystu um miðjan hálfleik og Blikar jafna strax í kjölfarið og bæta sinn leik verulega. Hvað gerist hjá Þór/KA eftir þessi fyrstu mörk? „Það sem gerist er að þær jafna úr horni, það var í annað eða þriðja skipti sem þær fara yfir miðju í fyrri hálfleik og við komum okkur inn í það aftur eftir smá rothögg við það jöfnunarmark og erum með yfirhöndina eftir 45 mínútur og erum með leikinn í höndum okkar. Ég hef mætt Breiðabliki margoft, mér hefur aldrei liðið jafn vel að spila á móti Breiðabliki í 90 mínútur.“ „Það er ótrúlegt að segja það en bara í hvert einasta skipti sem þær nálguðust markið þá lak boltinn inn og þegar svoleiðis er þá er erfitt að vera ánægður með það að spila vel og við brugðumst okkur í dag með því að gera barnaleg mistök og verja ekki markið okkar og þá er voðalega erfitt að gleðjast yfir því sem maður sá framfarir í á öðrum sviðum leiksins sem við teljum okkur vera að sjá. Eftir að hafa tapað 6-3 hefur maður í raun og veru ekki efni á að vera tala mikið jákvætt um eigið lið en þannig er það bara.“ Tæpur mánuður er í að Besta deild kvenna rúlli af stað. Hvað getur Jóhann tekið frá undirbúningstímabilinu og inn í Bestu deildina? „Við erum að fá fullt af svörum, það eru leikmenn sem eru að svara jákvætt og leikmenn sem eru að svara mjög neikvætt líka. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum gert vel og eins og ég sagði, ég er búinn að vera með mörg lið í gegnum tíðina hjá Þór/KA og við höfum mætt Blikum sem hafa hreinlega verið með stórskotahríð á okkur í 90 mínútur.“ „Þetta lið andaði varla að markinu fyrr en í seinni hálfleik þegar við gáfum eftir og hættum en þetta lið er fullt af góðum einstaklingum og þar liggur munurinn. Þær eru með mjög góða leikmenn sem þurfa lítið og þær taka sénsinn þegar við afhendum hann, bara uppdúkað og fallega lagt á borð fyrir þær, það er það neikvæða, við getum tekið úr því að við höfum margt að vinna í“, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Lengjubikar kvenna Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira