Innlent

Besta spá í Blá­fjöllum í tíu ár

Vésteinn Örn Pétursson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Einar Bjarnason rekstrarstjóri segir páskaspána þá bestu í langan tíma.
Einar Bjarnason rekstrarstjóri segir páskaspána þá bestu í langan tíma. Vísir/Steingrímur Dúi

Fjölmargir nýta páskafríið til að skíða hvort sem það er í austurrísku Ölpunum eða Bláfjöllum. Einar Bjarnason, rekstarstjóri Bláfjalla, segir veðurspána fyrir páskana þá bestu sem hann hefur séð í áratug.

„Þetta er besta spá sem ég hef séð örugglega hátt í tíu ár. Við reiknum með að það verði opið hérna alla daga og gjörsamlega pakkfullt af fólki því það er loksins kominn vetur. Nú er kominn snjór hérna alls staðar í fjallið bakvið mig. Það er rosalega góð sýn,“ segir Einar.

Í dag nýttu sér um 2200 manns veðurblíðuna til að skíða en Einar segir þann fjölda samsvara þægilegum degi. Yfir páskana verði gestir allmikið fleiri.

„Þessi dagur kom okkur á óvart því það er svo mikið um fermingar. Þannig þetta var bara frábær dagur,“ segir hann.

Er starfsfólkið klárt til að taka á móti þessum fjölda sem þið búist við á næstu dögum?

„Allir klárir í þetta. Svo bara höldum við stórt partí eftir þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×