Með of mikil völd Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. mars 2024 09:00 Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað er um skoðanakönnunina í norska dagblaðinu Nationen. Þar kemur enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla telji Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama eigi við um alla aldursflokka og landshluta. Þá sé meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Til að mynda er þannig meirihluti stuðningsmanna tveggja stærstu flokka Noregs, Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, og Hægriflokksins, systurflokks Sjálfstæðisflokksins, á því að of mikil völd hafi verið framseld til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hið sama á jafnvel við um meirihluta stuðningsmanna Venstre, systurflokks Viðreisnar. Evrópusambandið alls staðar við stjórnvölinn Hönnun EES-samningsins er með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem samningurinn nær til, það er innri markaði sambandsins, sem er sífellt að dýpka samhliða meiri samruna og þenjast út til fleiri málaflokka. Evrópusambandið er þar alls staðar við stýrið. Það setur reglurnar, ákveður hverjar þeirra eigi við um innri markaðinn og hvort undanþágur verði veittar. Samrunaþróunin innan Evrópusambandsins felur í sér kröfur um vaxandi framsal valds frá ríkjum þess til sambandsins og þar með meiri miðstýringu þess. Þar sem EES-samningurinn snýst um það að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að ásamt ríkjum Evrópusambandsins, nær samrunaþróunin á innri markaðinum einnig til ríkjanna þriggja. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins hefur EES-samningurinn í reynd aldrei verið hugsaður einfaldlega sem viðskiptasamningur. Samningurinn er enda ekki skilgreindur sem slíkur af hálfu sambandsins heldur sem svonefndur „association agreement“ en slíkir samningar snúast fyrst og fremst um að tryggja pólitísk og efnahagsleg áhrif þess í viðkomandi löndum. Viðskiptahlutinn er einungis liður í því. Vilja fríverzlunarsamning í staðinn fyrir EES Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti í annarri skoðanakönnun Sentio fyrir Nei til EU á dögunum voru hlynntir því að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið. Kannanir í Noregi hafa einnig sýnt meirihluta fyrir því að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hvorki kjósendur í Noregi né hér á landi voru inntir álits á aðildinni að EES-samningnum í þjóðaratkvæði þegar hún stóð fyrir dyrum fyrir 30 árum síðan. Skoðanakannanir hér á landi á þeim tíma bentu til þess að samningnum yrði mögulega hafnað. Safnað var yfir 34 þúsund undirskriftum með gamla laginu, á pappír, þar sem skorað var á stjórnvöld og síðan forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæði en við því var ekki orðið. Til stóð að EFTA-ríkið Sviss gerðist einnig aðili að EES-samningnum en svissneskir kjósendur höfnuðu því hins vegar í þjóðaratkvæði. Fyrir vikið sömdu þarlend stjórnvöld um tvíhliða samninga við Evrópusambandið um viðskipti og önnur tengsl. Bretar höfnuðu einnig áframhaldandi aðild að EES-samningnum þegar þeir yfirgáfu Evrópusambandið og sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið. Þegar skipt EES út fyrir fríverzlunarsamning Mjög langur vegur er frá því að ríki bíði í röðum eftir því að gera samninga við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Ráðamenn sambandsins reyndu ítrekað að fá bæði Sviss og Bretland til þess en án árangurs. Þvert á móti kjósa ríki heimsins allajafna víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Þar á meðal og ekki hvað sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Við Íslendingar erum í öllum meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum vegna aðildar Íslands að samningnum í gegnum sífellt meira íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu. Tímabært er að skipta honum úr fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning. Þá annað hvort sjálfstætt eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum ásamt Norðmönnum þegar látið reyna á það að semja um víðtækan fríverzlunarsamning í stað EES-samningsins. Við Bretland, annað stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum og stærsta viðskiptaland Noregs, án þess að neitt færi á hliðina og án þess að ríkin tvö hafi þurft að framselja vald yfir eigin málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað er um skoðanakönnunina í norska dagblaðinu Nationen. Þar kemur enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla telji Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama eigi við um alla aldursflokka og landshluta. Þá sé meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Til að mynda er þannig meirihluti stuðningsmanna tveggja stærstu flokka Noregs, Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, og Hægriflokksins, systurflokks Sjálfstæðisflokksins, á því að of mikil völd hafi verið framseld til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hið sama á jafnvel við um meirihluta stuðningsmanna Venstre, systurflokks Viðreisnar. Evrópusambandið alls staðar við stjórnvölinn Hönnun EES-samningsins er með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem samningurinn nær til, það er innri markaði sambandsins, sem er sífellt að dýpka samhliða meiri samruna og þenjast út til fleiri málaflokka. Evrópusambandið er þar alls staðar við stýrið. Það setur reglurnar, ákveður hverjar þeirra eigi við um innri markaðinn og hvort undanþágur verði veittar. Samrunaþróunin innan Evrópusambandsins felur í sér kröfur um vaxandi framsal valds frá ríkjum þess til sambandsins og þar með meiri miðstýringu þess. Þar sem EES-samningurinn snýst um það að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að ásamt ríkjum Evrópusambandsins, nær samrunaþróunin á innri markaðinum einnig til ríkjanna þriggja. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins hefur EES-samningurinn í reynd aldrei verið hugsaður einfaldlega sem viðskiptasamningur. Samningurinn er enda ekki skilgreindur sem slíkur af hálfu sambandsins heldur sem svonefndur „association agreement“ en slíkir samningar snúast fyrst og fremst um að tryggja pólitísk og efnahagsleg áhrif þess í viðkomandi löndum. Viðskiptahlutinn er einungis liður í því. Vilja fríverzlunarsamning í staðinn fyrir EES Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti í annarri skoðanakönnun Sentio fyrir Nei til EU á dögunum voru hlynntir því að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið. Kannanir í Noregi hafa einnig sýnt meirihluta fyrir því að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hvorki kjósendur í Noregi né hér á landi voru inntir álits á aðildinni að EES-samningnum í þjóðaratkvæði þegar hún stóð fyrir dyrum fyrir 30 árum síðan. Skoðanakannanir hér á landi á þeim tíma bentu til þess að samningnum yrði mögulega hafnað. Safnað var yfir 34 þúsund undirskriftum með gamla laginu, á pappír, þar sem skorað var á stjórnvöld og síðan forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæði en við því var ekki orðið. Til stóð að EFTA-ríkið Sviss gerðist einnig aðili að EES-samningnum en svissneskir kjósendur höfnuðu því hins vegar í þjóðaratkvæði. Fyrir vikið sömdu þarlend stjórnvöld um tvíhliða samninga við Evrópusambandið um viðskipti og önnur tengsl. Bretar höfnuðu einnig áframhaldandi aðild að EES-samningnum þegar þeir yfirgáfu Evrópusambandið og sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið. Þegar skipt EES út fyrir fríverzlunarsamning Mjög langur vegur er frá því að ríki bíði í röðum eftir því að gera samninga við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Ráðamenn sambandsins reyndu ítrekað að fá bæði Sviss og Bretland til þess en án árangurs. Þvert á móti kjósa ríki heimsins allajafna víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Þar á meðal og ekki hvað sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Við Íslendingar erum í öllum meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum vegna aðildar Íslands að samningnum í gegnum sífellt meira íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu. Tímabært er að skipta honum úr fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning. Þá annað hvort sjálfstætt eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum ásamt Norðmönnum þegar látið reyna á það að semja um víðtækan fríverzlunarsamning í stað EES-samningsins. Við Bretland, annað stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum og stærsta viðskiptaland Noregs, án þess að neitt færi á hliðina og án þess að ríkin tvö hafi þurft að framselja vald yfir eigin málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun