Trump græddi milljarða dala í dag Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2024 18:52 Donald Trump, fyrrverandi forseti, virðist hafa átt góðan dag í dag. AP Photo/Yuki Iwamura Auður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, jókst um allt að tvo milljarða dala í dag. Það er í kjölfar þess að fyrirtæki hans, Trump Media & Technology Group, var skráð á markað og hefur virði þess aukist verulega í dag. Fyrirtækið heldur utan um rekstur samfélagsmiðilsins Truth Social. Mjög fljótt eftir að fyrirtækið var skráð jókst virði þess um fjörutíu prósent. Síðan þá hefur það aukist enn meira en þegar þetta er skrifað hefur virði hlutabréfanna aukist um tæp fimmtíu prósent. Fyrr í dag, þegar hækkunin var um fjörutíu prósent, sagði New York Times að virði hlutabréfa Trumps í félaginu væri um það bil fjórir milljarðar dala. Í heildina var virði fyrirtækisins meira en sex milljarðar dala. Trump á um sextíu prósent í fyrirtækinu. Verðmæti hlutabréfanna þykir frekar mikið, þar sem það er rúmlega þúsundfaldar áætlaðar árstekjur fyrirtækisins í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs voru tekjur þess einungis 3,3 milljónir dala, allar komnar til vegna auglýsinasölu. Á tímabilinu tapaði fyrirtækið 49 milljónum dala. Virði hlutabréfa Reddit er um tíu sinnum meira en árstekjur þess, hlutfallið hjá META er um sjö og Snap um sex. Trump stofnaði Truth Social snemma árs 2022, eftir að hann var bannaður á stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna eins og Facebook og Twitter, eins og það hét þá, í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Trump hefur nú verið hleypt aftur inn bæði Facebook og X, eins og miðillinn heitir í dag, en hann hefur þó enn sem komið er að mestu haldið sig við Truth Social. Þar hefur hann dælt út færslum um skoðanir sínar á hinum ýmsu málefnum eins og hann gerði á Twitter á árum áður. Í dag gagnrýndi hann til að mynda saksóknara og dómara í dómsmálum gegn honum og lýsti því yfir að hann elskaði Truth Social og sannleikann. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Truth Social ekki náð mikilli dreifingu vestanhafs hjá öðrum en íhaldssömum stuðningsmönnum Trumps. Sérfræðingar segja mikla hægri slagsíðu á umræðunni á samfélagsmiðlinum og þar sé einnig mikið af hatursorðræðu og öfgum, þar sem ritstjórn er lítil sem engin. Virkir notendur Truth Social eru um fimm milljónir á mánuði, samkvæmt greinendum sem blaðamenn AP vísa í. Um þrír milljarðar nota Facebook, um tveir nota TikTok og um fimm hundruð milljónir Reddit. Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lækka trygginguna meðan Trump áfrýjar Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum. 25. mars 2024 18:06 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Mjög fljótt eftir að fyrirtækið var skráð jókst virði þess um fjörutíu prósent. Síðan þá hefur það aukist enn meira en þegar þetta er skrifað hefur virði hlutabréfanna aukist um tæp fimmtíu prósent. Fyrr í dag, þegar hækkunin var um fjörutíu prósent, sagði New York Times að virði hlutabréfa Trumps í félaginu væri um það bil fjórir milljarðar dala. Í heildina var virði fyrirtækisins meira en sex milljarðar dala. Trump á um sextíu prósent í fyrirtækinu. Verðmæti hlutabréfanna þykir frekar mikið, þar sem það er rúmlega þúsundfaldar áætlaðar árstekjur fyrirtækisins í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs voru tekjur þess einungis 3,3 milljónir dala, allar komnar til vegna auglýsinasölu. Á tímabilinu tapaði fyrirtækið 49 milljónum dala. Virði hlutabréfa Reddit er um tíu sinnum meira en árstekjur þess, hlutfallið hjá META er um sjö og Snap um sex. Trump stofnaði Truth Social snemma árs 2022, eftir að hann var bannaður á stærstu samfélagsmiðlum Bandaríkjanna eins og Facebook og Twitter, eins og það hét þá, í kjölfar árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Trump hefur nú verið hleypt aftur inn bæði Facebook og X, eins og miðillinn heitir í dag, en hann hefur þó enn sem komið er að mestu haldið sig við Truth Social. Þar hefur hann dælt út færslum um skoðanir sínar á hinum ýmsu málefnum eins og hann gerði á Twitter á árum áður. Í dag gagnrýndi hann til að mynda saksóknara og dómara í dómsmálum gegn honum og lýsti því yfir að hann elskaði Truth Social og sannleikann. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Truth Social ekki náð mikilli dreifingu vestanhafs hjá öðrum en íhaldssömum stuðningsmönnum Trumps. Sérfræðingar segja mikla hægri slagsíðu á umræðunni á samfélagsmiðlinum og þar sé einnig mikið af hatursorðræðu og öfgum, þar sem ritstjórn er lítil sem engin. Virkir notendur Truth Social eru um fimm milljónir á mánuði, samkvæmt greinendum sem blaðamenn AP vísa í. Um þrír milljarðar nota Facebook, um tveir nota TikTok og um fimm hundruð milljónir Reddit.
Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lækka trygginguna meðan Trump áfrýjar Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum. 25. mars 2024 18:06 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Lækka trygginguna meðan Trump áfrýjar Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum. 25. mars 2024 18:06
Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03
Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44