Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 27. mars 2024 11:01 Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. Það er greinilegt að mörgum spurningum er ósvarað en sú mikilvægasta er samt sú sem engin talar um og það er hver það var sem gaf bankaráði Landsbankans skipun um að kaupa TM. Þetta er lykilatriði því sú skipun getur bara hafa komið frá æðstu stöðum, þeim sem fara með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum. Hafi sú skipun ekki komið fram eru þau sem sitja í bankaráðinu persónulega ábyrg fyrir skaða ríkisins. Nokkrar staðreyndir málsins Viðskiptafléttur eru flóknar og þegar að hver „sérfræðingurinn“ á fætur öðrum birtist og viðrar skoðanir sínar og vangaveltur, sem oft gera ekkert annað en að þyrla upp ryki og þæfa málið, er oft erfitt að halda fókus og átta sig á kjarna málsins. Ég er kannski ekki betri í því en allir aðrir en hef þó tekið saman nokkrar staðreyndir sem blasa við þegar grannt er skoðað, en margar þeirra hafa samt týnst í umræðunni. TM er keypt á yfirverði, um 3 ma. hærra en bókfært verð hjá Kvikubanka Næsta tilboð var um 8 ma. lægra en tilboð Landsbankans Rekstur Kvikubanka var ekki góður á síðasta ári Með því að selja TM verður hagnaður Kviku banka um 3 ma. Á síðasta hluthafafundi Kviku var samþykkt að nota fjármunina til að greiða hluthöfum arð en ekki til að laga reksturinn Ef næsta boð hefði verið hæsta boð væri tap á rekstri Kviku á bilinu 5 - 7 ma. Bankaráðið leitaði ekki leyfis fyrir kaupunum og fékk það því ekki Formaður og varaformaður bankaráðsins hættu í ráðinu rétt áður en tilkynnt var um kaupin Tryggingar bankastjóra og bankaráðsmanna ná ekki yfir tjón nema farið hafi verið að lögum og reglum Þeir einu sem hagnast á þessum kaupum eru hluthafar Kvikubanka. Svona viðskipti eiga sér ekki stað í einhverju tómi og ef við viljum átta okkur á „hvernig kaupin gerast á eyrinni“ þarf að skoða þessa hluti í samhengi. Ég leitast við að gera það í þessari grein. Vandi Kvikubanka og kaup á yfirverði fyrir almannafé Kvikubanki er í vanda. Á því leikur engin vafi og þegar að sameining hans við Íslandsbanka gekk ekki eftir, þurfti bankinn að leita nýrra leiða og bjarga hluthöfum sínum svo leitað var til Landsbankans. Það var svo tilkynnt í síðustu viku að Landsbankinn hefði gert bindandi til boð í öll hlutabréf TM trygginga sem er í eigu Kviku. Kaupverðið er 28,8 milljarða króna, eða um 3 milljörðum hærra en bókfært verð þess í reikningi Kvikubanka. Miðað við Hagnað síðasta árs, er V/H gildið (virði félags/hagnaður) um 20 ma. sem er hér um bil 100% hærra en V/H gildi Sjóvá sem er skráð á markað. (sjá nánar á Keldunni). Tilboð Landsbankans er því alveg ótrúlega hátt, alveg sama við hvað er miðað og samkvæmt mínum heimildum var næsta tilboð sennilega um 8 milljörðum lægra en þetta tilboð Landsbankans. Sú tala er samt eitthvað á reiki en ég hef heyrt tölur upp í 10 ma. Landsbankinn er í eigu ríkisins og er því að höndla með almannafé. Hagnaður bankans á undanförnum árum hefur verið mikill, ekki hvað síst á síðustu tveimur árum þar sem fé almennings hefur verið fært til hans í bílförmum vegna glórulausra vaxtahækkana. Þetta er því fé heimilanna í landinu sem bankaráð Landsbankans hefur tekið ákvörðun um að nota til að bjarga hluthöfum Kvikubanka. Fé, sem hefði í raun átt að endurgreiða heimilum landsins eða að minnsta kosti renna í ríkissjóð til (vonandi) góðra verka. Bankaráð Landsbankans tók þessa ákvörðun óstutt af eigendum sínum. Bankaráðið taldi að þetta væri góð leið til að stækka bankann og þau gerðu þetta án nokkurra fyrirvara þrátt fyrir að um stórpólitíska ákvörðun sé að ræða. Stórpólitísk ákvörðun þvert gegn eigendastefnu Landsbankans Þessi ákvörðun bankaráðs Landsbankans er algjörlega út úr öllu korti, hvort sem litið er til fyrri verka ráðsins eða eigendastefnu ríkisins. Ef við eigum að trúa fregnum tók bankaráðsfólk þessa ákvörðun eitt og óstutt, án þess að tala við kóng eða prest. Það sendi reyndar bréf til Bankasýslunnar um að þeir ætluðu að gera tilboð og hún virðist ekki hafa gert athugasemd (enda virðist sú furðulega „sýsla“ ekki geta gert nokkurn skapaðan hlut rétt). Bankaráðið taldi að þessi kaup væru góð leið til að stækka bankann og „þjónaði langtímahagsmunum bankans og hluthafa“. Hvort sem það sé rétt mat hjá bankaráðinu eða ekki, er ekki fram hjá því litið að þessi ákvörðun er stór pólitísk og það að upplýsa ekki sinn eina hluthafa um þessa risa stóru ákvörðun, er algjörlega óafsakanlegt. Þjóðin stendur núna frammi fyrir gríðarlega stórum áskorunum vegna t.d. náttúrhamfara, skorti á húsnæði og uppbyggingu þess og gríðarlega hás vaxtastigs sem er að sliga heimili landsins. Að auki má nefna að Alþingi var að samþykkja opnun á lánalínu upp á 30 ma. króna sem er næstum sama upphæð og Landsbankinn hafði greinilega á lausu, en kaus að afhenta Kvikubanka. Það er hæpið að í þessari stöðu sé hægt að réttlæta að bjarga fjárfestum og hluthöfum Kvikubanka úr vanda sem þau hafa sjálf komið sér í, svo þau geti greitt sér út (svika)arð. Kvikubanki í mínus kaupi Landsbankinn ekki TM á yfirverði Það er staðreynd að rekstur Kvikubanka á síðasta ári var ekki góður. Félagið skilaði vissulega hagnaði, en veltufé til rekstar er 828 milljónir króna. Það þýðir á mannamáli að hagnaður hefur verið búin til með því að endurmeta eignir og að með því hafi markaðsvirði eigna bankans hækkað. Það hlýtur samt að vekja ákveðnar spurningar að á meðan eignaverð í heiminum lækkaði, hækkaði það hjá Kvikubanka. Með því að selja TM verður til hagnaður uppá 3 milljarða en sé tilboði Landsbankans sleppt þá er tap á rekstrinum á bilinu 5 - 7 milljarðar og TM ofmetið í bókum Kviku sem því nemur. Samkvæmt samþykkt síðasta aðalfundar Kviku stendur til að nota fjármunina sem fást fyrir söluna, fjármuni þjóðarinnar, til að greiða arð til hluthafana í stað þess að laga reksturinn. Flótti úr bankaráðinu þrátt fyrir snilldina Rétt áður en tilkynnt var um kaup Landbankans á TM tilkynntu þær Helga Björk Eiríksdóttir og Berglind Svavarsdóttir, formaður og varaformaður bankaráðs sem verið hafa í bankaráði Landsbankans í meira en 10 ár, að þær væru hættar. Það er í sjálfu sér ekkert að því að hætta eftir tíu ára starf, en tímasetningin vekur athygli. Það að hætta rétt áður en tilkynnt er um (sennilega) stærstu kaup Landsbankans í þeirra stjórnartíð, er óneitanlega nokkuð sérstakt. Maður skyldi ætla að formaður og varaformaður bankaráðsins vildu fylgja á eftir hugmyndum sínum um hvernig bankinn á að þróast í kjölfarið á þessum kaupum, en í staðinn er stokkið frá borði. Spurningin er, hvers vegna? Einhver gaf skipun um að kaupin Ég hef enga trú á að bankaráð Landsbankans hafi skrifað undir tilboðið án vitundar Bankasýslunnar eða ríkisstjórnarinnar. Með undirskriftum sínum eru þau að skuldbinda bankann umfram það sem eigendur hafa gefið leyfi fyrir og það að senda bankasýslunni bréf um að þau vilja kaupa TM er ekki það sama og að fá leyfi. Það er alveg skýrt að ríkisstjórnin á að leggja línurnar og Bankasýslan á að koma skilaboðum hennar áfram til bankaráðsins. Bankaráðsmenn og bankastjóri Landsbankans virðast hafa gert bindandi kauptilboð í TM án vitundar eigenda sinna, án heimildar þeirra og á allt of háu verði. Í bankaráði Landsbankans situr hámenntað fólk sem er engir nýgræðingar í viðskiptum og á að baki fjölbreyttan og langan feril í viðskiptalífinu. Þetta fólk veit vel að þau geta ekki unnið sem umboðsmenn eigenda sinna án þess að hafa skýra skipun um framkvæmd í nafni þeirra, og það hlýtur að eiga sérstaklega við þegar um jafn stór viðskipti er að ræða og í þessu tilfelli. Engu að síður hafa bæði fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherrar þvertekið fyrir að hafa vitað af kaupunum, og að þó að Bankasýslunni hafi borist bréf um kaupin, gaf hún ekki formlegt leyfi fyrir þeim. Engin þessara aðila vill viðurkenna að hafa gefið bankaráðinu leyfi til að kaupa TM á yfirverði. Á meðan svo er, situr bankaráðið í súpunni og er persónulega ábyrgt fyrir skaðanum sem þau hafa valdið. Hver gaf skipunina? Allir geta gert mistök og því eru bæði bankaráðsmenn og bankastjórinn tryggð þannig að þau séu ekki gerð persónulega ábyrg fyrir mistökum sem geta óneitanlega átt sér stað, þó unnið sé í góðri trú. Það á hins vegar ekki við í þessu tilfelli. Þvert á móti má segja að brotaviljinn hafi verið einbeittur og tryggingarnar ná ekki yfir það þegar bankaráðsmenn og bankastjóri framkvæma hluti gegn betri vitund. Þetta hlýtur öllum bankaráðsmönnum að vera vel ljóst. Það er því auðvelt að draga þá ályktun að bankaráði Landsbankans hafi verið skipað að kaupa TM. Spurningin er bara, hver gaf skipunina? Á ensku er sagt „Follow the money“ og ef slóð peninganna er skoðuð er augljóst að þeir einu sem hagnast á þessum kaupum eru hluthafar Kviku, en ekki hluthafar Landsbankans. Eftir stendur þá enn spurningin um hverjum er svona áfram um að bjarga hluthöfum Kvikubanka og hafði völdin til að krefjast kaupanna? Riftum kaupunum og sækjum skaðabæturnar Ég hvet fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Bankasýslu ríkisins til að boða til aðalfundar Landsbankans og rifta kauptilboði bankans í TM. Ef skaðabótaskylda myndast gagnvart Kviku vegna riftunar þessara viðskipta gæti Landsbankinn sótt skaðabætur persónulega á bankastjóra og bankaráðsmenn Landsbankans. En líklegra er þó, að þegar þetta fólk stendur frammi fyrir því að missa persónulegar eigur sínar muni koma fram hver skipaði þeim að skrifa undir fyrir hönd Landsbankans. Lendi skaðabótaskylda á herðum ríkisins verður hún samt alltaf mun lægri en upphæðin öll, 28,8 ma. Hún gæti í mesta lagi numið muninum á tilboði Landsbankans og því næsta fyrir neðan. Vonum bara að það muni ekki alveg 10 ma. eins og sumar heimildir herma, en þó skaðabótaskyldan væri svo há, væri ríkið samt að ná til baka a.m.k. 18 ma. af almannafé með því að rifta kaupunum. Það hlýtur að vera einnar messu virði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Kaup Landsbankans á TM Flokkur fólksins Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. Það er greinilegt að mörgum spurningum er ósvarað en sú mikilvægasta er samt sú sem engin talar um og það er hver það var sem gaf bankaráði Landsbankans skipun um að kaupa TM. Þetta er lykilatriði því sú skipun getur bara hafa komið frá æðstu stöðum, þeim sem fara með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum. Hafi sú skipun ekki komið fram eru þau sem sitja í bankaráðinu persónulega ábyrg fyrir skaða ríkisins. Nokkrar staðreyndir málsins Viðskiptafléttur eru flóknar og þegar að hver „sérfræðingurinn“ á fætur öðrum birtist og viðrar skoðanir sínar og vangaveltur, sem oft gera ekkert annað en að þyrla upp ryki og þæfa málið, er oft erfitt að halda fókus og átta sig á kjarna málsins. Ég er kannski ekki betri í því en allir aðrir en hef þó tekið saman nokkrar staðreyndir sem blasa við þegar grannt er skoðað, en margar þeirra hafa samt týnst í umræðunni. TM er keypt á yfirverði, um 3 ma. hærra en bókfært verð hjá Kvikubanka Næsta tilboð var um 8 ma. lægra en tilboð Landsbankans Rekstur Kvikubanka var ekki góður á síðasta ári Með því að selja TM verður hagnaður Kviku banka um 3 ma. Á síðasta hluthafafundi Kviku var samþykkt að nota fjármunina til að greiða hluthöfum arð en ekki til að laga reksturinn Ef næsta boð hefði verið hæsta boð væri tap á rekstri Kviku á bilinu 5 - 7 ma. Bankaráðið leitaði ekki leyfis fyrir kaupunum og fékk það því ekki Formaður og varaformaður bankaráðsins hættu í ráðinu rétt áður en tilkynnt var um kaupin Tryggingar bankastjóra og bankaráðsmanna ná ekki yfir tjón nema farið hafi verið að lögum og reglum Þeir einu sem hagnast á þessum kaupum eru hluthafar Kvikubanka. Svona viðskipti eiga sér ekki stað í einhverju tómi og ef við viljum átta okkur á „hvernig kaupin gerast á eyrinni“ þarf að skoða þessa hluti í samhengi. Ég leitast við að gera það í þessari grein. Vandi Kvikubanka og kaup á yfirverði fyrir almannafé Kvikubanki er í vanda. Á því leikur engin vafi og þegar að sameining hans við Íslandsbanka gekk ekki eftir, þurfti bankinn að leita nýrra leiða og bjarga hluthöfum sínum svo leitað var til Landsbankans. Það var svo tilkynnt í síðustu viku að Landsbankinn hefði gert bindandi til boð í öll hlutabréf TM trygginga sem er í eigu Kviku. Kaupverðið er 28,8 milljarða króna, eða um 3 milljörðum hærra en bókfært verð þess í reikningi Kvikubanka. Miðað við Hagnað síðasta árs, er V/H gildið (virði félags/hagnaður) um 20 ma. sem er hér um bil 100% hærra en V/H gildi Sjóvá sem er skráð á markað. (sjá nánar á Keldunni). Tilboð Landsbankans er því alveg ótrúlega hátt, alveg sama við hvað er miðað og samkvæmt mínum heimildum var næsta tilboð sennilega um 8 milljörðum lægra en þetta tilboð Landsbankans. Sú tala er samt eitthvað á reiki en ég hef heyrt tölur upp í 10 ma. Landsbankinn er í eigu ríkisins og er því að höndla með almannafé. Hagnaður bankans á undanförnum árum hefur verið mikill, ekki hvað síst á síðustu tveimur árum þar sem fé almennings hefur verið fært til hans í bílförmum vegna glórulausra vaxtahækkana. Þetta er því fé heimilanna í landinu sem bankaráð Landsbankans hefur tekið ákvörðun um að nota til að bjarga hluthöfum Kvikubanka. Fé, sem hefði í raun átt að endurgreiða heimilum landsins eða að minnsta kosti renna í ríkissjóð til (vonandi) góðra verka. Bankaráð Landsbankans tók þessa ákvörðun óstutt af eigendum sínum. Bankaráðið taldi að þetta væri góð leið til að stækka bankann og þau gerðu þetta án nokkurra fyrirvara þrátt fyrir að um stórpólitíska ákvörðun sé að ræða. Stórpólitísk ákvörðun þvert gegn eigendastefnu Landsbankans Þessi ákvörðun bankaráðs Landsbankans er algjörlega út úr öllu korti, hvort sem litið er til fyrri verka ráðsins eða eigendastefnu ríkisins. Ef við eigum að trúa fregnum tók bankaráðsfólk þessa ákvörðun eitt og óstutt, án þess að tala við kóng eða prest. Það sendi reyndar bréf til Bankasýslunnar um að þeir ætluðu að gera tilboð og hún virðist ekki hafa gert athugasemd (enda virðist sú furðulega „sýsla“ ekki geta gert nokkurn skapaðan hlut rétt). Bankaráðið taldi að þessi kaup væru góð leið til að stækka bankann og „þjónaði langtímahagsmunum bankans og hluthafa“. Hvort sem það sé rétt mat hjá bankaráðinu eða ekki, er ekki fram hjá því litið að þessi ákvörðun er stór pólitísk og það að upplýsa ekki sinn eina hluthafa um þessa risa stóru ákvörðun, er algjörlega óafsakanlegt. Þjóðin stendur núna frammi fyrir gríðarlega stórum áskorunum vegna t.d. náttúrhamfara, skorti á húsnæði og uppbyggingu þess og gríðarlega hás vaxtastigs sem er að sliga heimili landsins. Að auki má nefna að Alþingi var að samþykkja opnun á lánalínu upp á 30 ma. króna sem er næstum sama upphæð og Landsbankinn hafði greinilega á lausu, en kaus að afhenta Kvikubanka. Það er hæpið að í þessari stöðu sé hægt að réttlæta að bjarga fjárfestum og hluthöfum Kvikubanka úr vanda sem þau hafa sjálf komið sér í, svo þau geti greitt sér út (svika)arð. Kvikubanki í mínus kaupi Landsbankinn ekki TM á yfirverði Það er staðreynd að rekstur Kvikubanka á síðasta ári var ekki góður. Félagið skilaði vissulega hagnaði, en veltufé til rekstar er 828 milljónir króna. Það þýðir á mannamáli að hagnaður hefur verið búin til með því að endurmeta eignir og að með því hafi markaðsvirði eigna bankans hækkað. Það hlýtur samt að vekja ákveðnar spurningar að á meðan eignaverð í heiminum lækkaði, hækkaði það hjá Kvikubanka. Með því að selja TM verður til hagnaður uppá 3 milljarða en sé tilboði Landsbankans sleppt þá er tap á rekstrinum á bilinu 5 - 7 milljarðar og TM ofmetið í bókum Kviku sem því nemur. Samkvæmt samþykkt síðasta aðalfundar Kviku stendur til að nota fjármunina sem fást fyrir söluna, fjármuni þjóðarinnar, til að greiða arð til hluthafana í stað þess að laga reksturinn. Flótti úr bankaráðinu þrátt fyrir snilldina Rétt áður en tilkynnt var um kaup Landbankans á TM tilkynntu þær Helga Björk Eiríksdóttir og Berglind Svavarsdóttir, formaður og varaformaður bankaráðs sem verið hafa í bankaráði Landsbankans í meira en 10 ár, að þær væru hættar. Það er í sjálfu sér ekkert að því að hætta eftir tíu ára starf, en tímasetningin vekur athygli. Það að hætta rétt áður en tilkynnt er um (sennilega) stærstu kaup Landsbankans í þeirra stjórnartíð, er óneitanlega nokkuð sérstakt. Maður skyldi ætla að formaður og varaformaður bankaráðsins vildu fylgja á eftir hugmyndum sínum um hvernig bankinn á að þróast í kjölfarið á þessum kaupum, en í staðinn er stokkið frá borði. Spurningin er, hvers vegna? Einhver gaf skipun um að kaupin Ég hef enga trú á að bankaráð Landsbankans hafi skrifað undir tilboðið án vitundar Bankasýslunnar eða ríkisstjórnarinnar. Með undirskriftum sínum eru þau að skuldbinda bankann umfram það sem eigendur hafa gefið leyfi fyrir og það að senda bankasýslunni bréf um að þau vilja kaupa TM er ekki það sama og að fá leyfi. Það er alveg skýrt að ríkisstjórnin á að leggja línurnar og Bankasýslan á að koma skilaboðum hennar áfram til bankaráðsins. Bankaráðsmenn og bankastjóri Landsbankans virðast hafa gert bindandi kauptilboð í TM án vitundar eigenda sinna, án heimildar þeirra og á allt of háu verði. Í bankaráði Landsbankans situr hámenntað fólk sem er engir nýgræðingar í viðskiptum og á að baki fjölbreyttan og langan feril í viðskiptalífinu. Þetta fólk veit vel að þau geta ekki unnið sem umboðsmenn eigenda sinna án þess að hafa skýra skipun um framkvæmd í nafni þeirra, og það hlýtur að eiga sérstaklega við þegar um jafn stór viðskipti er að ræða og í þessu tilfelli. Engu að síður hafa bæði fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherrar þvertekið fyrir að hafa vitað af kaupunum, og að þó að Bankasýslunni hafi borist bréf um kaupin, gaf hún ekki formlegt leyfi fyrir þeim. Engin þessara aðila vill viðurkenna að hafa gefið bankaráðinu leyfi til að kaupa TM á yfirverði. Á meðan svo er, situr bankaráðið í súpunni og er persónulega ábyrgt fyrir skaðanum sem þau hafa valdið. Hver gaf skipunina? Allir geta gert mistök og því eru bæði bankaráðsmenn og bankastjórinn tryggð þannig að þau séu ekki gerð persónulega ábyrg fyrir mistökum sem geta óneitanlega átt sér stað, þó unnið sé í góðri trú. Það á hins vegar ekki við í þessu tilfelli. Þvert á móti má segja að brotaviljinn hafi verið einbeittur og tryggingarnar ná ekki yfir það þegar bankaráðsmenn og bankastjóri framkvæma hluti gegn betri vitund. Þetta hlýtur öllum bankaráðsmönnum að vera vel ljóst. Það er því auðvelt að draga þá ályktun að bankaráði Landsbankans hafi verið skipað að kaupa TM. Spurningin er bara, hver gaf skipunina? Á ensku er sagt „Follow the money“ og ef slóð peninganna er skoðuð er augljóst að þeir einu sem hagnast á þessum kaupum eru hluthafar Kviku, en ekki hluthafar Landsbankans. Eftir stendur þá enn spurningin um hverjum er svona áfram um að bjarga hluthöfum Kvikubanka og hafði völdin til að krefjast kaupanna? Riftum kaupunum og sækjum skaðabæturnar Ég hvet fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Bankasýslu ríkisins til að boða til aðalfundar Landsbankans og rifta kauptilboði bankans í TM. Ef skaðabótaskylda myndast gagnvart Kviku vegna riftunar þessara viðskipta gæti Landsbankinn sótt skaðabætur persónulega á bankastjóra og bankaráðsmenn Landsbankans. En líklegra er þó, að þegar þetta fólk stendur frammi fyrir því að missa persónulegar eigur sínar muni koma fram hver skipaði þeim að skrifa undir fyrir hönd Landsbankans. Lendi skaðabótaskylda á herðum ríkisins verður hún samt alltaf mun lægri en upphæðin öll, 28,8 ma. Hún gæti í mesta lagi numið muninum á tilboði Landsbankans og því næsta fyrir neðan. Vonum bara að það muni ekki alveg 10 ma. eins og sumar heimildir herma, en þó skaðabótaskyldan væri svo há, væri ríkið samt að ná til baka a.m.k. 18 ma. af almannafé með því að rifta kaupunum. Það hlýtur að vera einnar messu virði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun