Læknafélagið mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 16:09 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, segir að til standi að ræða málið innan félagsins og kanna hug félagsmanna. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands er mótfallið frumvarpi um dánaraðstoð sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Félagið hefur ekki skilað inn umsögn um frumvarpið né heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélagið hefur hins vegar sent inn umsögn og segist styðja frumvarpið. Steinunn gagnrýndi samráðsleysi við samningu og framlagningu frumvarpsins, ekki síst þar sem þar væri kveðið á um aðkomu lækna að því að aðstoða fólk við að deyja. „Þarna er bara nákvæm verklýsing á því að aðstoða einstakling eða jafnvel deyða einstakling og það hefur ekkert verið talað við okkur í aðdraganda þess að þetta er lagt fram, sem mér finnst áhugavert. Vegna þess að þessu er beint sérstaklega að okkar stétt, “ sagði Steinunn. Skoðanakannanir sýna að stuðningur meðal lækna hefur aukist en Steinunn bendir á að þátttaka í könnunum hafi verið lítil og segir að mögulega séu þeir að svara sem hafa hugsað málið og tekið afstöðu með dánaraðstoð. Hún segir skýran mun á líknandi- og lífslokameðferð og dánaraðstoð og að með því að skikka lækna til að sinna síðarnefnda sé verið að fara yfir ákveðið strik. „Okkar hlutverk er að bera virðingu fyrir lífi,“ segir hún. „Það er ein af okkar grunn siðareglum; að virða líf. Við þurfum ekki að lengja líf sama hvað það kostar, við auðvitað virðum sjálfsákvörðunarrétt fólks sem er á lokametrum lífsins; er með ólæknandi sjúkdóm og vill ekki alla meðferð. Og það er náttúrlega eitthvað sem við förum yfir með fólki; viltu gjörgæslumeðferð, öndunarvél, viltu vökva, sýklalyf? Það er hægt að halda að sér höndum auðvitað ef fólk vill ekki lengja lífið. En við styttum ekki líf, það er ekki eitt af okkar markmiðum.“ Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, sagðist fagna því að frumvarpið hefði verið lagt fram en félagið gerir ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sagði það opna spurningu hvort fólk ætti rétt á að ákveða að deyja en að réttindum fylgdu skyldur og því væri ósvarað hvort það væri forsvaranlegt að leggja umrædda skyldu á lækna. Öll voru sammála um að frekari umræðu um dánaraðstoð væri þörf. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Félagið hefur ekki skilað inn umsögn um frumvarpið né heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélagið hefur hins vegar sent inn umsögn og segist styðja frumvarpið. Steinunn gagnrýndi samráðsleysi við samningu og framlagningu frumvarpsins, ekki síst þar sem þar væri kveðið á um aðkomu lækna að því að aðstoða fólk við að deyja. „Þarna er bara nákvæm verklýsing á því að aðstoða einstakling eða jafnvel deyða einstakling og það hefur ekkert verið talað við okkur í aðdraganda þess að þetta er lagt fram, sem mér finnst áhugavert. Vegna þess að þessu er beint sérstaklega að okkar stétt, “ sagði Steinunn. Skoðanakannanir sýna að stuðningur meðal lækna hefur aukist en Steinunn bendir á að þátttaka í könnunum hafi verið lítil og segir að mögulega séu þeir að svara sem hafa hugsað málið og tekið afstöðu með dánaraðstoð. Hún segir skýran mun á líknandi- og lífslokameðferð og dánaraðstoð og að með því að skikka lækna til að sinna síðarnefnda sé verið að fara yfir ákveðið strik. „Okkar hlutverk er að bera virðingu fyrir lífi,“ segir hún. „Það er ein af okkar grunn siðareglum; að virða líf. Við þurfum ekki að lengja líf sama hvað það kostar, við auðvitað virðum sjálfsákvörðunarrétt fólks sem er á lokametrum lífsins; er með ólæknandi sjúkdóm og vill ekki alla meðferð. Og það er náttúrlega eitthvað sem við förum yfir með fólki; viltu gjörgæslumeðferð, öndunarvél, viltu vökva, sýklalyf? Það er hægt að halda að sér höndum auðvitað ef fólk vill ekki lengja lífið. En við styttum ekki líf, það er ekki eitt af okkar markmiðum.“ Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, sagðist fagna því að frumvarpið hefði verið lagt fram en félagið gerir ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sagði það opna spurningu hvort fólk ætti rétt á að ákveða að deyja en að réttindum fylgdu skyldur og því væri ósvarað hvort það væri forsvaranlegt að leggja umrædda skyldu á lækna. Öll voru sammála um að frekari umræðu um dánaraðstoð væri þörf.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58