Grindvíkingar leggja niður yngri flokka Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 17:05 Knattspyrnudeild Grindavíkur sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem greint er frá því að ekki verði unnt að starfrækja starf yngri flokka hjá félaginu í ljósi stöðunnar í bænum. „Það er með mikilli sorg sem við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5., og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí nk.“ segir í yfirlýsingunni. Rýming Grindavíkurbæjar sökum eldgoss skýri niðurstöðuna. Frá áramótum hafi æfingasókn dalað allverulega og þá hafi félagsskiptum frá félaginu fjölgað. „Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leið aftur til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar,“ „Þessi ákvörðun var mjög erfið en í raun búið að taka hana fyrir okkur með síminnkandi æfingasókn,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jafnframt er tekið fram að starf 3. og 2. flokks haldi áfram og boðað hefur verið til foreldrafundar til að ræða næstu skref eftir páska. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild UMFG (@umfgfotbolti) Úr 160 í 80 á skotstundu Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu yngri flokkastarfs félagsins. Hann fer þar yfir stöðu mála síðustu mánuði en aðeins níu dögum eftir eldgosið sem hófst 10. nóvember var starf komið á fullt. „19.nóvember eða rúmri viku eftir rýmingu hefjast æfingar hjá öllum yngri flokkunum okkar sem er ótrúlegt afrek og sannaði hvað Grindavík sem klúbbur er gríðalega heppinn með fólkið sem er í kringum knattspyrnuhreyfinguna hjá okkur.“ „Við náðum að halda úti starfi þar sem um 160 iðkendur voru að sækja æfingar hjá okkur og sá maður gleðina hjá börnunum okkar við það að æfa sem Grindavík og spila sem Grindavík.“ Eftir mannskætt slys í bænum og eldgos innanbæjar í janúar hafi hlutirnir aftur á móti breyst hratt. „Árið sem byrjaði með 160 iðkendum eru komnir niður í 80 og enn fækkar hratt. Félagsskipti farin að eiga sér stað og fólk farið að færa sig um lið, nær sinni búsetu og fleira. Staðan í dag er sú að búið er að taka ákvörðun í samráði við UMFG og Grindavíkurbær að í lok apríl erum við knúin til að hætta starfsemi yngri flokkana frá 4. flokk og niður,“ segir Þorfinnur. Fleira kemur fram í færslu hans sem má sjá að neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
„Það er með mikilli sorg sem við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5., og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí nk.“ segir í yfirlýsingunni. Rýming Grindavíkurbæjar sökum eldgoss skýri niðurstöðuna. Frá áramótum hafi æfingasókn dalað allverulega og þá hafi félagsskiptum frá félaginu fjölgað. „Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leið aftur til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar,“ „Þessi ákvörðun var mjög erfið en í raun búið að taka hana fyrir okkur með síminnkandi æfingasókn,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jafnframt er tekið fram að starf 3. og 2. flokks haldi áfram og boðað hefur verið til foreldrafundar til að ræða næstu skref eftir páska. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild UMFG (@umfgfotbolti) Úr 160 í 80 á skotstundu Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu yngri flokkastarfs félagsins. Hann fer þar yfir stöðu mála síðustu mánuði en aðeins níu dögum eftir eldgosið sem hófst 10. nóvember var starf komið á fullt. „19.nóvember eða rúmri viku eftir rýmingu hefjast æfingar hjá öllum yngri flokkunum okkar sem er ótrúlegt afrek og sannaði hvað Grindavík sem klúbbur er gríðalega heppinn með fólkið sem er í kringum knattspyrnuhreyfinguna hjá okkur.“ „Við náðum að halda úti starfi þar sem um 160 iðkendur voru að sækja æfingar hjá okkur og sá maður gleðina hjá börnunum okkar við það að æfa sem Grindavík og spila sem Grindavík.“ Eftir mannskætt slys í bænum og eldgos innanbæjar í janúar hafi hlutirnir aftur á móti breyst hratt. „Árið sem byrjaði með 160 iðkendum eru komnir niður í 80 og enn fækkar hratt. Félagsskipti farin að eiga sér stað og fólk farið að færa sig um lið, nær sinni búsetu og fleira. Staðan í dag er sú að búið er að taka ákvörðun í samráði við UMFG og Grindavíkurbær að í lok apríl erum við knúin til að hætta starfsemi yngri flokkana frá 4. flokk og niður,“ segir Þorfinnur. Fleira kemur fram í færslu hans sem má sjá að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki