„Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. mars 2024 21:40 Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm HK vann fimm marka útisigur gegn Víkingi 21-26. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan leikinn en HK sigldi fram úr undir lokin. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar ánægður með varnarleik liðsins. „Við erum búnir að spila þessa vörn í þrjú ár. Stundum lítur hún vel út og stundum ekki eins og allar varnir gera. Á góðum degi er erfitt fyrir liðin að finna lausn á þessari vörn en sum betri lið hafa gæði til að leysa hana. Í dag höfðum við yfirhöndina en ég var alltaf að bíða eftir því að þeir spiluðu 7 á 6,“ sagði Sebastian Alexandersson í viðtali við Vísi eftir leik. Sebastian var afar ánægður með vörn HK sem að hans mati þvingaði Víkinga í tapaða bolta ásamt því skoruðu Víkingar aðeins 21 mark. „Ég get sagt það að ég myndi ekki vilja vera í sókn gegn þessari vörn á góðum degi. Þú ferð að flýta þér með boltann og það kallar á mistök.“ Í síðari hálfleik var staðan jöfn 16-16 en þá komu þrjú mörk í röð hjá HK sem Sebastian var ánægður með. „Við vissum hvað þessi leikur þýddi. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, við fáum engan bikarúrslitaleik og erum ekki að fara í úrslitakeppnina. Við erum ekkert sloppnir það eru enn þá fjögur stig í pottinum og við erum bara einu stigi á undan. Við þurfum að vera á tánum og vinna næsta leik líka til þess að bjarga okkur.“ Ungstirnin Ágúst Guðmundsson og Haukur Ingi Hauksson spiluðu mikið í kvöld og Sebastian var ánægður með þeirra frammistöðu en skaut á umræðuna þar sem búið var að kalla eftir að þessir leikmenn myndu spila meira. „Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum. Menn standa sig misjafnlega vel á æfingum. Haukur er búinn að vera inn og út úr hóp og það hefur verið stigandi hjá honum á æfingum. Sömuleiðis með Ágúst sem hefur spilað vel með U-liðinu og það var kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri.“ Þetta var annar sigur HK eftir að tilkynnt var að Sebastian myndi ekki halda áfram með liðið og Halldór Jóhann Sigfússon tæki við eftir tímabilið. Aðspurður hvernig það hefur verið fyrir hann að þjálfa liðið eftir þær breytingar sagði Sebastian að það væri erfiðara fyrir hann sem manneskju en þjálfara. „Sem þjálfara er hausinn á leikmönnum eina áskorunin. Fyrir mig sem manneskju var það ekkert spes en við erum ekki að ræða það hér heldur handbolta.“ „Það kom slæmur tími hjá okkur út af ýmsum ástæðum og það tók langann tíma að ná liðinu aftur á strik. Ég var jákvæður fyrir þennan leik þar sem við erum á uppleið aftur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum. HK Olís-deild karla Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
„Við erum búnir að spila þessa vörn í þrjú ár. Stundum lítur hún vel út og stundum ekki eins og allar varnir gera. Á góðum degi er erfitt fyrir liðin að finna lausn á þessari vörn en sum betri lið hafa gæði til að leysa hana. Í dag höfðum við yfirhöndina en ég var alltaf að bíða eftir því að þeir spiluðu 7 á 6,“ sagði Sebastian Alexandersson í viðtali við Vísi eftir leik. Sebastian var afar ánægður með vörn HK sem að hans mati þvingaði Víkinga í tapaða bolta ásamt því skoruðu Víkingar aðeins 21 mark. „Ég get sagt það að ég myndi ekki vilja vera í sókn gegn þessari vörn á góðum degi. Þú ferð að flýta þér með boltann og það kallar á mistök.“ Í síðari hálfleik var staðan jöfn 16-16 en þá komu þrjú mörk í röð hjá HK sem Sebastian var ánægður með. „Við vissum hvað þessi leikur þýddi. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, við fáum engan bikarúrslitaleik og erum ekki að fara í úrslitakeppnina. Við erum ekkert sloppnir það eru enn þá fjögur stig í pottinum og við erum bara einu stigi á undan. Við þurfum að vera á tánum og vinna næsta leik líka til þess að bjarga okkur.“ Ungstirnin Ágúst Guðmundsson og Haukur Ingi Hauksson spiluðu mikið í kvöld og Sebastian var ánægður með þeirra frammistöðu en skaut á umræðuna þar sem búið var að kalla eftir að þessir leikmenn myndu spila meira. „Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum. Menn standa sig misjafnlega vel á æfingum. Haukur er búinn að vera inn og út úr hóp og það hefur verið stigandi hjá honum á æfingum. Sömuleiðis með Ágúst sem hefur spilað vel með U-liðinu og það var kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri.“ Þetta var annar sigur HK eftir að tilkynnt var að Sebastian myndi ekki halda áfram með liðið og Halldór Jóhann Sigfússon tæki við eftir tímabilið. Aðspurður hvernig það hefur verið fyrir hann að þjálfa liðið eftir þær breytingar sagði Sebastian að það væri erfiðara fyrir hann sem manneskju en þjálfara. „Sem þjálfara er hausinn á leikmönnum eina áskorunin. Fyrir mig sem manneskju var það ekkert spes en við erum ekki að ræða það hér heldur handbolta.“ „Það kom slæmur tími hjá okkur út af ýmsum ástæðum og það tók langann tíma að ná liðinu aftur á strik. Ég var jákvæður fyrir þennan leik þar sem við erum á uppleið aftur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.
HK Olís-deild karla Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira