Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. apríl 2024 07:00 Hjónin Alexander Schepsky og Birgitta Ásgrímsdóttir stofnuðu Sea Growth með vinahjónum sínum, en fyrirtækið vann Gulleggið 2024. Sea Growth undirbýr nú framleiðslu á vistfiski, sem verður ræktaður úr frumum íslenska fisksins í tönkum þannig að úr verður fiskmeti með sama bragð og venjulegur fiskur. Vísir/Arnar Halldórsson „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. Alexander er doktor í lífvísindum en hin umrædda ljóshærða kona er Birgitta Ásgrímsdóttir eiginkona hans. Birgitta lauk MSc í sameindalíffræði í Þýskalandi þar sem hún og Alexander kynntust, en síðar lauk hún MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Alexander og Birgitta hafa lengi starfað í rekstri saman en nýverið hlutu þau Gulleggið 2024 sem forsprakkarar fyrirtækisins Sea Growth ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur og Martin Uetz, sem nú er að hefja undirbúning á rannsóknum og þróunarvinnu til þess að framleiða vistfisk. Það er oft hlegið og skellt uppúr í viðtalinu við Alexander og Birgittu, sem saman eignuðust þrjú börn á fjórum árum en telja nú gott svigrúm til að demba sér í frumkvöðlaumhverfið þar sem börnin eru orðin nokkuð stór. „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn. Því hún sér um reksturinn og utanumhaldið á meðan ég er ,,Þetta reddast“ gaurinn,“ segir Alexander og aftur er skellt uppúr. Hugmyndin: Hvað er vistfiskur? Í stuttu máli snýst hugmynd Sea Growth um það að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þannig að úr verður fiskmeti sem hægt er að nýta í alls kyns fiskrétti, fiskibollur, sushi og fleira. „Í staðinn fyrir að fiskmetið komi af fiskinum í sjónum, eru fiskfrumur úr íslenskum fiski ræktaðar í líftönkum þannig að úr verður kjötið sem við erum vön að fá af fiskinum,“ útskýrir Birgitta. Nema að í þetta sinn þarf hvorki að henda beinum, haus né sporði. Sú tækni sem notuð er til að framleiða vistfisk hefur verið í þróun síðastliðin 15 ár. Það telst þó ekki langur tími í heimi rannsókna og þróunar því í heiminum teljast frekar fá fyrirtæki vinna að þróun vistfisks, til samanburðar við um 150 fyrirtæki sem eru að þróa vistkjöt. Það sem gerist þegar svona vistfiskur er framleiddur er að fiskmetið er laust við alla mengun. Við fáum Omega3 og próteín eins og við erum vön en það sem fylgir oft fiski úr sjónum eru plasteindir, kvikasilfur og fleira en svona vistfiskur er alveg laus við. Við losnum líka við sýklalyfin en þau þarf að nota mikið í fiskeldisræktun til að losna við sjúkdóma þar,“ segir Birgitta. Hjónin segja vistfisk þó ekki vera matvæli sem muni koma í staðinn fyrir fisk. Það sé ekki það sem koma skal með hvorki kjöt né fisk. „Þetta er hins vegar viðbót. Sem skiptir miklu máli því í heiminum eru veiðar í sjónum löngu komnar á þolmörk og fyrirséð er að það verður ekki hægt að framleiða kjöt og fisk í framtíðinni til að dekka allan heiminn,“ segir Birgitta. „Það sem hefur samt oft háð framleiðslu á plöntugerðum matvælum er að það vantar bragðið. Þess vegna hefur plöntugert kjöt til dæmis ekki náð alveg markaðshlutdeild, fólk er gjarnt á að prófa plöntugert kjöt í nokkur skipti en færa sig aftur í kjöt vegna þess að bragðið vantar,“ segir Alexander og bætir við: „Vistfiskurinn okkar mun hins vegar nýtast í matvælaframleiðslu annarra aðila, sem vilja bæta við fiskibragðinu þannig að fiskréttirnir séu að smakkast eins og fiskur þótt framleiðslan sé öðruvísi.“ „Þetta er í rauninni ný nálgun, algjörlega ný hugsun hvernig staðið er að matvælaframleiðslu,“ segir Birgitta en eitt af því sem fylgir hugmyndinni er að í heiminum öllum er fæðuöryggi sívaxandi vandamál og vistfiskur Sea Growth að hluta til einnig ætlað að mæta því. „Þetta reddast“ Meðstofnendur Alexanders og Birgittu eru hjónin Sigrún Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og business coach og Martin Uetz, viðskiptafræðingur, en þau eru búsett í Sviss. Birgitta og Sigrún eru gamlar vinkonur og má segja að samsetning hópsins sé sú að Alexander og Birgitta séu vísindamennirnir á meðan Sigrún og Martin munu meira koma að fjárfestitengslum og sölu og dreifingu síðar meir. Þar sem Birgitta lauk MBA námi árið 2017 hefur hún þó alfarið séð um almennt utanumhald og rekstur, á meðan Alexander hefur meira einbeitt sér að vísindahliðinni. Það eru þó ekki hlutverkaskipti sem eru ný af nálinni því segja má að hjónin hafi fyrir löngu slípað það til að vinna saman í rekstri þar sem hlutverkin eru nokkuð skýr. Allt hófst þetta þó í Þýskalandi árið 1992 þar sem hjónin kynntust í námi. „Það voru svokallaðir mentorar sem sáu um að taka á móti nýnemum í skólanum og sýna okkur allt sem skipti máli, svo sem bókasafnið og fleira,“ segir Birgitta og vísar þá til eldri nemenda í Háskólanum í Kaiserslautern í Þýskalandi. Tíu nýnemar voru í hverjum hópi. „Og ég sá auðvitað til þess að lenda í hóp með henni,“ segir Alexander og hlær. Þegar námi lauk var ætlunin að búa á Íslandi um tíma, sem átti vel við á meðan Alexander var að vinna í doktorsverkefninu sínu. Það tók þó nokkuð lengri tíma en nú er algengt, því að sögn Alexanders þar sem hann var einn af fyrstu doktorsnemum við Háskóla Íslands og ferlarnir ekki alveg slípaðir. „Síðan er það bara þannig að það að flytja með ástríðufullan Íslending um þrítugt aftur heim er ekkert svo auðvelt. Því þótt hugmyndin hafi verið að flytja aftur út og búa á nokkrum stöðum í þrjú til fimm ár og svo framvegis, þá bara ílentumst við hér, komin með þrjú börn og allt það,“ segir Alexander. Elsti strákurinn fæddist árið 1998 en næstu tvö árin 2001 og 2002. „Ég segi alltaf að ég hafi fætt börnin í akkorði. Enda kunni ég ekkert annað, hafði unnið í frystihúsi öll sumur í menntaskóla,“ segir Birgitta og hlær. „Það voru líka bara tvær sjónvarpsstöðvar á þessum árum,“ bætir Alexander við og ljóst að alltaf er stutt í grínið hjá þeim hjónum. Stuttu eftir að hjónin fluttu fyrst til Íslands fór Alexander að vinna í doktorsnámi fyrir Eirík Steingrímsson, prófessor í lífefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands sem Alexander segir einn flottasta vísindamann Íslands. Á þessum tíma læri ég íslensku og auðvitað „þetta reddast“ dæmi,“ útskýrir Alexander. Hjón í nýsköpun: Alexander og Birgitta stofnuðu Sea Growth með vinahjónum sínum Sigrúnu Guðjónsdóttur og Martiz Uetz, en þau síðarnefndu búa í Sviss. Sigrún og Martin munu koma meira að fjárfestingum, sölu og dreifingu á meðan Alexander og Birgitta sinna meira vísindahliðinni. Vísir/Arnar Halldórsson Hjón með frumkvöðlagen Hjónin segjast bæði vera með ákveðið frumkvöðlagen í sér og þegar börnin voru lítil, fóru þau í fyrsta reksturinn sinn. Það var heildsala sem flutti inn vörur og seldi á rannsóknarstofur. „Við unnum þetta bara heima en síðan fór Alexander að vinna fyrir ORFOrf líftækni og þá seldum við þetta fyrirtæki frá okkur til Hátækni“ útskýrir Birgitta. Heildsalan var þó ekki eini reksturinn sem hjónin fóru í saman því síðar stofnuðu þau Reiðhjólaverzlunina Berlin. „Við vildum kenna Reykvíkingum að hjóla eins og Berlínarbúar. Í bara venjulegum fötum,“ útskýrir Birgitta. Venjulegum fötum? „Já það var svo skrýtið að í Reykjavík eru þessir fínu hjólreiðastígar en þegar maður sá fólk á hjólum þá var það alltaf í einhverjum spandex göllum. Sem er algjör óþarfi því að þegar þú ert að hjóla eins og í Berlín, Amsterdam, Kaupmannahöfn og þessum borgum, þá hjólar þú auðvitað bara í vinnuna í þeim fötum sem þú ert í vinnunni,“ útskýrir Alexander og bætir við: „Það er ekki hjólið sem á að ákveða fötin þín heldur áfangastaðurinn.“ Að ræða hjólamenninguna hlýtur samt að leiða samtalið að því, hversu raunhæft það sé fyrir Íslendinga að vera mikið hjólafólk. „Fólk miklar þetta fyrir sér. Hið rétta er að það eru bara örfáir dagar á ári sem eru ófærir. Flestir dagar eru ýmist snjólausir eða að það er búið að ryðja mjög fljótlega,“ útskýra hjónin nánast í kór. En aftur yfir í vistfiskinn: Hvers vegna að fara í þennan rekstur? Jú, hugmyndin er í rauninni sú að þar sem fyrirséð er að nýjar leiðir þarf til að fæða heiminn, sjá hjónin fyrir sér tækifæri í því að rækta vistfisk úr íslenskum fiskifrumum. „Þetta er hágæðavara og í raun má búast við því að fyrstu árin eftir að varan fer á markað, sé þetta vara sem fyrst og fremst matvælafyrirtæki kaupa, veisluþjónustur eða sambærilegir aðilar sem eru að framleiða eða framreiða mat og kjósa vistfisk í sína rétti,“ segir Birgitta. Því eins og oft er fyrstu árin í heimi nýsköpunar, eru vörurnar sem framleiddar eru ekki endilega á færi almennings að kaupa út úr búð. Að minnsta kosti ekki til að byrja með. Að vinna úr frumum er líka heimur sem hjónin þekkja bæði. Ekki aðeins vegna menntunar og fyrri starfa sinna heldur fjallaði doktorsverkefni Alexanders líka um húðkrabbamein og hvað væri að fara úrskeiðis í húðfrumum sem ylli því krabbameini. „Við sjáum mikil tækifæri í þessu á Íslandi því við erum með þessa ímynd að fólk tengir okkur við hreinar vörur, til dæmis gæðafisk. Við erum líka með græna orku sem skiptir miklu máli því svona líftankar kalla á mikið rafmagn,“ segir Birgitta. Fyrirtækið Sea Growth er skilgreint sem líftæknifyrirtæki og því sjá þau fyrir sér að þegar fram líða stundir verði þetta vinnustaður í hátæknigeiranum. Í augnablikinu snýst áskorunin um að koma frekari rannsóknum og þróunarvinnu af stað. „Daginn eftir að við unnum Gulleggið byrjuðum við að vinna í umsóknum fyrir rannsóknarstyrki hjá Rannís og Matvælasjóði og markmiðið okkar er líka að sækja um styrki í Evrópusjóði,“ segir Birgitta. Aðstöðu til rannsókna fengu þau hjá Lífvísindasetri Íslands og framundan er líka þátttaka í hraðli á vegum KLAK eins og Gulleggið var. „Það er rosalega verðmætt að taka þátt í svona keppnum eins og Gulleggið því þá er maður að fara í gegnum alls kyns verkefni og umræður, sem gefur manni færi á að slípa til hugmyndina og gera hana betri. Maður kemur kannski auga á fleiri atriði heldur en ella,“ segir Alexander. Til viðbótar við styrki og umsóknir, segjast hjónin líka búa vel að því að vera vel tengd í vísinda- og viðskiptaumhverfinu. Alexander sérstaklega erlendis, þar sem hann starfar núna hjá The Cultivated B, fyrirtæki sem þróar líftanka og aðrar vörur fyrir ræktun á vistmat (vantar fyrirtækið) en Birgitta á Íslandi. „Við þurfum samt auðvitað að fara að fá hann meira heim, þannig að styrkir til rannsókna munu skipta okkur miklu máli,“ segir Birgitta og brosir. Alexander lærði íslensku og ,,þetta reddast" dæmi fljótlega eftir að Birgitta og hann fluttu til Íslands. Hann segir Birgittu í raun Þjóðverjann í sambandinu, hún sjái um skipulag og utanumhald. Hjónin hafa slípað sín hlutverkaskpti vel í rekstri, enda hafa þau bæði rekið heildssölu og reiðhjólaverslun.Vísir/Arnar Halldórsson Hjónin segja vistmatvælaframleiðslu enn eiga eftir að þróast nokkuð mikið í heiminum. Það eigi sérstaklega við um vistfisk og því sé fyrirséð að Sea Growth muni brenna peningum í einhver tíma áður en reksturinn verður sjálfbær. „Fyrir heiminn skiptir þetta samt miklu máli því með vistfiski sem viðbót við annað sjávarfang, minnkar í rauninni pressan af fiskveiðum. Því þar er ofveiði mikil. Við Íslendingar erum svo sem í góðum málum en þegar kemur að fiskveiði víða erlendis þá er ofveiðin einfaldlega mjög mikil og margar fisktegundir einfaldlega í útrýmingarhættu,“ segir Birgitta. Og Alexander bætir við: „Með því að minnka pressuna á fiskveiðar í heiminum, gefst kannski fleiri þjóðum tækifæri til að draga aðeins úr veiðum á meðan verið er að styrkja stofna. Og eins líka að veiða kannski meira án þess að eyðileggja svona mikið eins og nú er víða gert, sérstaklega þar sem veiði með net ogbotnvörpur er mikil.“ Þá telja þau ákveðið forskot í vistfiskframleiðslu að vera íslensk. Þekking Íslendinga í sjávarútvegi er mjög mikil á heimsvísu, við erum svo tengd sjónum og má segja að Íslendingar séu einna bestu sérfræðingarnir þegar að þessum málum kemur. Til viðbótar erum við með græna orku og hágæða fisk. Þannig að sem viðbót við aðra fæðu, teljum við íslenskan vistfisk mjög líklegan til að ná árangri sem hágæðavara,“ segir Birgitta. „Vistfiskurinn er viðbót við aðra matarupplifun og þar skiptir miklu máli að fiskmetið sem við munum rækta úr frumunum framleiðir alvöru fiskmeti þannig að bragðið verður til staðar eins og þegar við borðum fisk,“ segir Alexander. Nýsköpun Sjávarútvegur Starfsframi Tengdar fréttir Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Sjá meira
Alexander er doktor í lífvísindum en hin umrædda ljóshærða kona er Birgitta Ásgrímsdóttir eiginkona hans. Birgitta lauk MSc í sameindalíffræði í Þýskalandi þar sem hún og Alexander kynntust, en síðar lauk hún MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Alexander og Birgitta hafa lengi starfað í rekstri saman en nýverið hlutu þau Gulleggið 2024 sem forsprakkarar fyrirtækisins Sea Growth ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur og Martin Uetz, sem nú er að hefja undirbúning á rannsóknum og þróunarvinnu til þess að framleiða vistfisk. Það er oft hlegið og skellt uppúr í viðtalinu við Alexander og Birgittu, sem saman eignuðust þrjú börn á fjórum árum en telja nú gott svigrúm til að demba sér í frumkvöðlaumhverfið þar sem börnin eru orðin nokkuð stór. „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn. Því hún sér um reksturinn og utanumhaldið á meðan ég er ,,Þetta reddast“ gaurinn,“ segir Alexander og aftur er skellt uppúr. Hugmyndin: Hvað er vistfiskur? Í stuttu máli snýst hugmynd Sea Growth um það að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þannig að úr verður fiskmeti sem hægt er að nýta í alls kyns fiskrétti, fiskibollur, sushi og fleira. „Í staðinn fyrir að fiskmetið komi af fiskinum í sjónum, eru fiskfrumur úr íslenskum fiski ræktaðar í líftönkum þannig að úr verður kjötið sem við erum vön að fá af fiskinum,“ útskýrir Birgitta. Nema að í þetta sinn þarf hvorki að henda beinum, haus né sporði. Sú tækni sem notuð er til að framleiða vistfisk hefur verið í þróun síðastliðin 15 ár. Það telst þó ekki langur tími í heimi rannsókna og þróunar því í heiminum teljast frekar fá fyrirtæki vinna að þróun vistfisks, til samanburðar við um 150 fyrirtæki sem eru að þróa vistkjöt. Það sem gerist þegar svona vistfiskur er framleiddur er að fiskmetið er laust við alla mengun. Við fáum Omega3 og próteín eins og við erum vön en það sem fylgir oft fiski úr sjónum eru plasteindir, kvikasilfur og fleira en svona vistfiskur er alveg laus við. Við losnum líka við sýklalyfin en þau þarf að nota mikið í fiskeldisræktun til að losna við sjúkdóma þar,“ segir Birgitta. Hjónin segja vistfisk þó ekki vera matvæli sem muni koma í staðinn fyrir fisk. Það sé ekki það sem koma skal með hvorki kjöt né fisk. „Þetta er hins vegar viðbót. Sem skiptir miklu máli því í heiminum eru veiðar í sjónum löngu komnar á þolmörk og fyrirséð er að það verður ekki hægt að framleiða kjöt og fisk í framtíðinni til að dekka allan heiminn,“ segir Birgitta. „Það sem hefur samt oft háð framleiðslu á plöntugerðum matvælum er að það vantar bragðið. Þess vegna hefur plöntugert kjöt til dæmis ekki náð alveg markaðshlutdeild, fólk er gjarnt á að prófa plöntugert kjöt í nokkur skipti en færa sig aftur í kjöt vegna þess að bragðið vantar,“ segir Alexander og bætir við: „Vistfiskurinn okkar mun hins vegar nýtast í matvælaframleiðslu annarra aðila, sem vilja bæta við fiskibragðinu þannig að fiskréttirnir séu að smakkast eins og fiskur þótt framleiðslan sé öðruvísi.“ „Þetta er í rauninni ný nálgun, algjörlega ný hugsun hvernig staðið er að matvælaframleiðslu,“ segir Birgitta en eitt af því sem fylgir hugmyndinni er að í heiminum öllum er fæðuöryggi sívaxandi vandamál og vistfiskur Sea Growth að hluta til einnig ætlað að mæta því. „Þetta reddast“ Meðstofnendur Alexanders og Birgittu eru hjónin Sigrún Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og business coach og Martin Uetz, viðskiptafræðingur, en þau eru búsett í Sviss. Birgitta og Sigrún eru gamlar vinkonur og má segja að samsetning hópsins sé sú að Alexander og Birgitta séu vísindamennirnir á meðan Sigrún og Martin munu meira koma að fjárfestitengslum og sölu og dreifingu síðar meir. Þar sem Birgitta lauk MBA námi árið 2017 hefur hún þó alfarið séð um almennt utanumhald og rekstur, á meðan Alexander hefur meira einbeitt sér að vísindahliðinni. Það eru þó ekki hlutverkaskipti sem eru ný af nálinni því segja má að hjónin hafi fyrir löngu slípað það til að vinna saman í rekstri þar sem hlutverkin eru nokkuð skýr. Allt hófst þetta þó í Þýskalandi árið 1992 þar sem hjónin kynntust í námi. „Það voru svokallaðir mentorar sem sáu um að taka á móti nýnemum í skólanum og sýna okkur allt sem skipti máli, svo sem bókasafnið og fleira,“ segir Birgitta og vísar þá til eldri nemenda í Háskólanum í Kaiserslautern í Þýskalandi. Tíu nýnemar voru í hverjum hópi. „Og ég sá auðvitað til þess að lenda í hóp með henni,“ segir Alexander og hlær. Þegar námi lauk var ætlunin að búa á Íslandi um tíma, sem átti vel við á meðan Alexander var að vinna í doktorsverkefninu sínu. Það tók þó nokkuð lengri tíma en nú er algengt, því að sögn Alexanders þar sem hann var einn af fyrstu doktorsnemum við Háskóla Íslands og ferlarnir ekki alveg slípaðir. „Síðan er það bara þannig að það að flytja með ástríðufullan Íslending um þrítugt aftur heim er ekkert svo auðvelt. Því þótt hugmyndin hafi verið að flytja aftur út og búa á nokkrum stöðum í þrjú til fimm ár og svo framvegis, þá bara ílentumst við hér, komin með þrjú börn og allt það,“ segir Alexander. Elsti strákurinn fæddist árið 1998 en næstu tvö árin 2001 og 2002. „Ég segi alltaf að ég hafi fætt börnin í akkorði. Enda kunni ég ekkert annað, hafði unnið í frystihúsi öll sumur í menntaskóla,“ segir Birgitta og hlær. „Það voru líka bara tvær sjónvarpsstöðvar á þessum árum,“ bætir Alexander við og ljóst að alltaf er stutt í grínið hjá þeim hjónum. Stuttu eftir að hjónin fluttu fyrst til Íslands fór Alexander að vinna í doktorsnámi fyrir Eirík Steingrímsson, prófessor í lífefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands sem Alexander segir einn flottasta vísindamann Íslands. Á þessum tíma læri ég íslensku og auðvitað „þetta reddast“ dæmi,“ útskýrir Alexander. Hjón í nýsköpun: Alexander og Birgitta stofnuðu Sea Growth með vinahjónum sínum Sigrúnu Guðjónsdóttur og Martiz Uetz, en þau síðarnefndu búa í Sviss. Sigrún og Martin munu koma meira að fjárfestingum, sölu og dreifingu á meðan Alexander og Birgitta sinna meira vísindahliðinni. Vísir/Arnar Halldórsson Hjón með frumkvöðlagen Hjónin segjast bæði vera með ákveðið frumkvöðlagen í sér og þegar börnin voru lítil, fóru þau í fyrsta reksturinn sinn. Það var heildsala sem flutti inn vörur og seldi á rannsóknarstofur. „Við unnum þetta bara heima en síðan fór Alexander að vinna fyrir ORFOrf líftækni og þá seldum við þetta fyrirtæki frá okkur til Hátækni“ útskýrir Birgitta. Heildsalan var þó ekki eini reksturinn sem hjónin fóru í saman því síðar stofnuðu þau Reiðhjólaverzlunina Berlin. „Við vildum kenna Reykvíkingum að hjóla eins og Berlínarbúar. Í bara venjulegum fötum,“ útskýrir Birgitta. Venjulegum fötum? „Já það var svo skrýtið að í Reykjavík eru þessir fínu hjólreiðastígar en þegar maður sá fólk á hjólum þá var það alltaf í einhverjum spandex göllum. Sem er algjör óþarfi því að þegar þú ert að hjóla eins og í Berlín, Amsterdam, Kaupmannahöfn og þessum borgum, þá hjólar þú auðvitað bara í vinnuna í þeim fötum sem þú ert í vinnunni,“ útskýrir Alexander og bætir við: „Það er ekki hjólið sem á að ákveða fötin þín heldur áfangastaðurinn.“ Að ræða hjólamenninguna hlýtur samt að leiða samtalið að því, hversu raunhæft það sé fyrir Íslendinga að vera mikið hjólafólk. „Fólk miklar þetta fyrir sér. Hið rétta er að það eru bara örfáir dagar á ári sem eru ófærir. Flestir dagar eru ýmist snjólausir eða að það er búið að ryðja mjög fljótlega,“ útskýra hjónin nánast í kór. En aftur yfir í vistfiskinn: Hvers vegna að fara í þennan rekstur? Jú, hugmyndin er í rauninni sú að þar sem fyrirséð er að nýjar leiðir þarf til að fæða heiminn, sjá hjónin fyrir sér tækifæri í því að rækta vistfisk úr íslenskum fiskifrumum. „Þetta er hágæðavara og í raun má búast við því að fyrstu árin eftir að varan fer á markað, sé þetta vara sem fyrst og fremst matvælafyrirtæki kaupa, veisluþjónustur eða sambærilegir aðilar sem eru að framleiða eða framreiða mat og kjósa vistfisk í sína rétti,“ segir Birgitta. Því eins og oft er fyrstu árin í heimi nýsköpunar, eru vörurnar sem framleiddar eru ekki endilega á færi almennings að kaupa út úr búð. Að minnsta kosti ekki til að byrja með. Að vinna úr frumum er líka heimur sem hjónin þekkja bæði. Ekki aðeins vegna menntunar og fyrri starfa sinna heldur fjallaði doktorsverkefni Alexanders líka um húðkrabbamein og hvað væri að fara úrskeiðis í húðfrumum sem ylli því krabbameini. „Við sjáum mikil tækifæri í þessu á Íslandi því við erum með þessa ímynd að fólk tengir okkur við hreinar vörur, til dæmis gæðafisk. Við erum líka með græna orku sem skiptir miklu máli því svona líftankar kalla á mikið rafmagn,“ segir Birgitta. Fyrirtækið Sea Growth er skilgreint sem líftæknifyrirtæki og því sjá þau fyrir sér að þegar fram líða stundir verði þetta vinnustaður í hátæknigeiranum. Í augnablikinu snýst áskorunin um að koma frekari rannsóknum og þróunarvinnu af stað. „Daginn eftir að við unnum Gulleggið byrjuðum við að vinna í umsóknum fyrir rannsóknarstyrki hjá Rannís og Matvælasjóði og markmiðið okkar er líka að sækja um styrki í Evrópusjóði,“ segir Birgitta. Aðstöðu til rannsókna fengu þau hjá Lífvísindasetri Íslands og framundan er líka þátttaka í hraðli á vegum KLAK eins og Gulleggið var. „Það er rosalega verðmætt að taka þátt í svona keppnum eins og Gulleggið því þá er maður að fara í gegnum alls kyns verkefni og umræður, sem gefur manni færi á að slípa til hugmyndina og gera hana betri. Maður kemur kannski auga á fleiri atriði heldur en ella,“ segir Alexander. Til viðbótar við styrki og umsóknir, segjast hjónin líka búa vel að því að vera vel tengd í vísinda- og viðskiptaumhverfinu. Alexander sérstaklega erlendis, þar sem hann starfar núna hjá The Cultivated B, fyrirtæki sem þróar líftanka og aðrar vörur fyrir ræktun á vistmat (vantar fyrirtækið) en Birgitta á Íslandi. „Við þurfum samt auðvitað að fara að fá hann meira heim, þannig að styrkir til rannsókna munu skipta okkur miklu máli,“ segir Birgitta og brosir. Alexander lærði íslensku og ,,þetta reddast" dæmi fljótlega eftir að Birgitta og hann fluttu til Íslands. Hann segir Birgittu í raun Þjóðverjann í sambandinu, hún sjái um skipulag og utanumhald. Hjónin hafa slípað sín hlutverkaskpti vel í rekstri, enda hafa þau bæði rekið heildssölu og reiðhjólaverslun.Vísir/Arnar Halldórsson Hjónin segja vistmatvælaframleiðslu enn eiga eftir að þróast nokkuð mikið í heiminum. Það eigi sérstaklega við um vistfisk og því sé fyrirséð að Sea Growth muni brenna peningum í einhver tíma áður en reksturinn verður sjálfbær. „Fyrir heiminn skiptir þetta samt miklu máli því með vistfiski sem viðbót við annað sjávarfang, minnkar í rauninni pressan af fiskveiðum. Því þar er ofveiði mikil. Við Íslendingar erum svo sem í góðum málum en þegar kemur að fiskveiði víða erlendis þá er ofveiðin einfaldlega mjög mikil og margar fisktegundir einfaldlega í útrýmingarhættu,“ segir Birgitta. Og Alexander bætir við: „Með því að minnka pressuna á fiskveiðar í heiminum, gefst kannski fleiri þjóðum tækifæri til að draga aðeins úr veiðum á meðan verið er að styrkja stofna. Og eins líka að veiða kannski meira án þess að eyðileggja svona mikið eins og nú er víða gert, sérstaklega þar sem veiði með net ogbotnvörpur er mikil.“ Þá telja þau ákveðið forskot í vistfiskframleiðslu að vera íslensk. Þekking Íslendinga í sjávarútvegi er mjög mikil á heimsvísu, við erum svo tengd sjónum og má segja að Íslendingar séu einna bestu sérfræðingarnir þegar að þessum málum kemur. Til viðbótar erum við með græna orku og hágæða fisk. Þannig að sem viðbót við aðra fæðu, teljum við íslenskan vistfisk mjög líklegan til að ná árangri sem hágæðavara,“ segir Birgitta. „Vistfiskurinn er viðbót við aðra matarupplifun og þar skiptir miklu máli að fiskmetið sem við munum rækta úr frumunum framleiðir alvöru fiskmeti þannig að bragðið verður til staðar eins og þegar við borðum fisk,“ segir Alexander.
Nýsköpun Sjávarútvegur Starfsframi Tengdar fréttir Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Sjá meira
Öll familían alltaf að tala um vinnuna, líka mamma og pabbi „Nei alls ekki,“ svarar Hrafnhildur Hermannsdóttir aðspurð um það hvort eiginmaðurinn Kristófer Júlíus Leifsson, annar stofnandi Eldum rétt, hafi þá strax verið svona góður í að elda. 27. nóvember 2023 07:01
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01
Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. 6. febrúar 2023 07:01
Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01