Hulunni svipt af nýrri treyju íslenska landsliðsins Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 08:13 Hákon Arnar Haraldsson og Glódís Perla Viggósdóttir, flottir fulltrúar Íslands í nýju landsliðstreyjunni Mynd: KSÍ PUMA og KSÍ hafa í dag opinberað nýjar treyjur landsliða Íslands í knattspyrnu. Í tilkynningu frá KSÍ segir að nýju treyjurnar séu hannaðar með framsækni og sjálfbærni í huga. Keppnistreyjan sjálf (authentic version), sem leikmenn klæðast í leikjum með landsliðinu, er sköpuð með hinni nýju og framsæknu tækni PUMA – ULTRAWEAVE. Fislétt og sérunnið efnið í treyjunni gerir hana að léttustu landsliðstreyju í sögu PUMA. Glódís Perla Viggósdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir munu frumsýna treyjuna í komandi landsleik gegn Póllandi í undankeppni EMMynd:KSÍ Treyjan sem fer í almenna sölu (replica jersey) er hönnuð og sniðin með RE:FIBRE tækni PUMA. Með RE:FIBRE er lögð áhersla á að vinna gegn sóun með því að endurnýta og endurvinna fataefni sem þegar hefur verið unnið með til að skapa nýtt efni til vinnslu. Hið endurunna efni er hægt að endurnýta aftur og aftur án þess að það tapi gæðum – sem gerir RE:FIBRE að sannri langtímalausn með því að endurvinna fataefni sem hefði annars verið fargað. Þetta er því umhverfisvænasta landsliðstreyja í sögu KSÍ. Alfons Sampsted, Hákon Arnar Haraldsson og Arnór Sigurðsson skarta hér nýjum útgáfum af heima- og útivallartreyjum ÍslandsMynd: KSÍ Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands. Fyrsti leikur landsliðanna okkar í nýju treyjunni verðu á Kópavogsvelli þann 5. apríl þegar A landslið kvenna tekur á móti Póllandi í undankeppni EM 2025. Treyjurnar eru fáanlegar nú þegar á fyririsland.is og væntanlegar í betri sportvöruverslanir mjög fljótlega. Mynd: KSÍ Mynd: KSÍ Mynd: KSÍ Mynd: KSÍ KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Keppnistreyjan sjálf (authentic version), sem leikmenn klæðast í leikjum með landsliðinu, er sköpuð með hinni nýju og framsæknu tækni PUMA – ULTRAWEAVE. Fislétt og sérunnið efnið í treyjunni gerir hana að léttustu landsliðstreyju í sögu PUMA. Glódís Perla Viggósdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir munu frumsýna treyjuna í komandi landsleik gegn Póllandi í undankeppni EMMynd:KSÍ Treyjan sem fer í almenna sölu (replica jersey) er hönnuð og sniðin með RE:FIBRE tækni PUMA. Með RE:FIBRE er lögð áhersla á að vinna gegn sóun með því að endurnýta og endurvinna fataefni sem þegar hefur verið unnið með til að skapa nýtt efni til vinnslu. Hið endurunna efni er hægt að endurnýta aftur og aftur án þess að það tapi gæðum – sem gerir RE:FIBRE að sannri langtímalausn með því að endurvinna fataefni sem hefði annars verið fargað. Þetta er því umhverfisvænasta landsliðstreyja í sögu KSÍ. Alfons Sampsted, Hákon Arnar Haraldsson og Arnór Sigurðsson skarta hér nýjum útgáfum af heima- og útivallartreyjum ÍslandsMynd: KSÍ Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands. Fyrsti leikur landsliðanna okkar í nýju treyjunni verðu á Kópavogsvelli þann 5. apríl þegar A landslið kvenna tekur á móti Póllandi í undankeppni EM 2025. Treyjurnar eru fáanlegar nú þegar á fyririsland.is og væntanlegar í betri sportvöruverslanir mjög fljótlega. Mynd: KSÍ Mynd: KSÍ Mynd: KSÍ Mynd: KSÍ
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira