Góður smalahundur er toppurinn á tilverunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2024 20:31 Linn Kristín Flaten, kennari á námskeiðinu, sem mikil ánægja var með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fátt sem toppar það að eiga góðan smalahund segja þeir sauðfjárbændur, sem fóru með hundana sína á smalahundanámskeið hjá norskum smalahundaþjálfara á Hellu. Námskeiðið fór fram hér í Rangárhöllinni við Hellu. Það heppnaðist einstaklega vel enda stóðu hundarnir og eigendurnir sig afbragðs vel. Námskeiðið var haldið í samvinnu Landbúnaðarháskóla Íslands og Smalahundafélags Íslands en um tvö tveggja daga námskeið var að ræða í Rangárhöllinni. Leiðbeinandinn, Linn Kristin frá Noregi er einstaklega fær í sínu fagi. „Það er náttúrulegt eðli hundanna að umkringja fé og smala því til eiganda síns. Þeir hlaupa því til að sækja fé. Einnig reka þér fé á undan eiganda sínum. Það eru engin takmörk fyrir því, sem hundarnir geta gert,” segir Linn Kristin. Það er ótrúlegt að sjá hundana vinna, þeir gera það svo vel, ekkert gelt og ekkert vesen, bara gengið í verkið eftir skipunum eiganda síns. Það er fátt annað, sem toppar það hjá sauðfjáreigendum en að eiga góðan smalahund.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja var með námskeiðið. En fengu hundarnir einhver verðlaun fyrir góða frammistöðu á námskeiðinu eða? „Nei, en það eru verðlaun hjá þeim að fá að smala meira, það er alla jafna. Þeim finnst meira gaman að fá að smala heldur en að fá einhver sérstök verðlaun,” segir Elín Heiða Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð í Skaftártungu. „Þetta var frábært námskeið, mjög gott námskeið, bara gott að fá svona fólk til landsins til að halda fyrirlestra og námskeið fyrir okkur,” segir Kristinn Hákonarson, bóndi á Móseli í Landsveit. „Mér fannst þetta frábært námskeið, það er svo gaman að læra mismunandi aðferðir við að temja hunda,” segir María Weiss, bóndi í Vestur Meðalholtum í Flóahreppi. „Ég er rosalega ánægð með þetta námskeið og að hafa þetta aðgengi að komast á námskeið með hundinn ef maður ætlar að reyna að gera þetta rétt, þá skiptir það öllu máli,” segir Eva Björk Kristborgardóttir, sem er búsett á Selfossi. Hundarnir eru ótrúlega fljótir að læra að smala og taka við skipunum frá eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Hundar Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Námskeiðið fór fram hér í Rangárhöllinni við Hellu. Það heppnaðist einstaklega vel enda stóðu hundarnir og eigendurnir sig afbragðs vel. Námskeiðið var haldið í samvinnu Landbúnaðarháskóla Íslands og Smalahundafélags Íslands en um tvö tveggja daga námskeið var að ræða í Rangárhöllinni. Leiðbeinandinn, Linn Kristin frá Noregi er einstaklega fær í sínu fagi. „Það er náttúrulegt eðli hundanna að umkringja fé og smala því til eiganda síns. Þeir hlaupa því til að sækja fé. Einnig reka þér fé á undan eiganda sínum. Það eru engin takmörk fyrir því, sem hundarnir geta gert,” segir Linn Kristin. Það er ótrúlegt að sjá hundana vinna, þeir gera það svo vel, ekkert gelt og ekkert vesen, bara gengið í verkið eftir skipunum eiganda síns. Það er fátt annað, sem toppar það hjá sauðfjáreigendum en að eiga góðan smalahund.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja var með námskeiðið. En fengu hundarnir einhver verðlaun fyrir góða frammistöðu á námskeiðinu eða? „Nei, en það eru verðlaun hjá þeim að fá að smala meira, það er alla jafna. Þeim finnst meira gaman að fá að smala heldur en að fá einhver sérstök verðlaun,” segir Elín Heiða Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð í Skaftártungu. „Þetta var frábært námskeið, mjög gott námskeið, bara gott að fá svona fólk til landsins til að halda fyrirlestra og námskeið fyrir okkur,” segir Kristinn Hákonarson, bóndi á Móseli í Landsveit. „Mér fannst þetta frábært námskeið, það er svo gaman að læra mismunandi aðferðir við að temja hunda,” segir María Weiss, bóndi í Vestur Meðalholtum í Flóahreppi. „Ég er rosalega ánægð með þetta námskeið og að hafa þetta aðgengi að komast á námskeið með hundinn ef maður ætlar að reyna að gera þetta rétt, þá skiptir það öllu máli,” segir Eva Björk Kristborgardóttir, sem er búsett á Selfossi. Hundarnir eru ótrúlega fljótir að læra að smala og taka við skipunum frá eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Hundar Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira