Krossfesting Jesú sett á svið í Filippseyjum Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. mars 2024 22:12 Hinn 63 ára Ruben Enaje grettir sig þegar nagli er fjarlægður úr hönd hans. Hann var krossfestur í 35. sinn í dag. AP/Gerard V. Carreon Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í dag þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir Krists. Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skiptið létu tíu menn bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Hundruð fylgdust með krossfestingunum í morgun og fólk kom víða að. Varað er við myndefninu í klippunni að neðan. „Við erum frá Póllandi sem er kaþólskt land. Við fögnum auðvitað líka páskunum en samt með öðrum hætti. Þó ekki með verri eða betri hætti. Við komum til að sjá hvaða merkingu páskar hafa í öðrum heimshluta,“ sagði Maciej Kruszewski, pólskur ferðamaður, sem var viðstaddur krossfestinguna. Lét krossfesta sig í 35. sinn Kaþólska kirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir þessi uppátæki og raunar fordæmt enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og fillipseyskri alþýðutrú á fórnir. Aðalleikarinn þetta árið er Ruben Enaje sem er 63 ára gamall en þetta er í 35. skiptið sem hann tekur þátt. „Líkami minn verður sífellt meira veikburða. Ég veit ekki hvort þetta er síðasta sinn, hvort ég geri þetta aftur eða hvort þetta er í allrasíðasta sinn,“ sagði Enaje í dag. Haldið upp á föstudaginn langa í Jerúsalem Það er þó aðeins fámennur hópur kristinna manna sem gengur jafnlangt og þessir til að tilbiðja guð sinn á þessum degi. Víðast hvar koma trúaðir menn saman í guðsþjónustum og þrátt fyrir spennu og átök í landinu helga var haldið upp á daginn í Jerúsalem. Pílagrímar gengu í morgun í gegnum gömlu borgina, leiðina sem Jesú er sagður hafa borið krossinn að Golgatahæð. Trúmál Filippseyjar Ísrael Páskar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Þetta er árviss viðburður á Filippseyjum og vekur ávallt heimsathygli. Í þetta skiptið létu tíu menn bæði húðstrýkja sig og krossfesta. Hundruð fylgdust með krossfestingunum í morgun og fólk kom víða að. Varað er við myndefninu í klippunni að neðan. „Við erum frá Póllandi sem er kaþólskt land. Við fögnum auðvitað líka páskunum en samt með öðrum hætti. Þó ekki með verri eða betri hætti. Við komum til að sjá hvaða merkingu páskar hafa í öðrum heimshluta,“ sagði Maciej Kruszewski, pólskur ferðamaður, sem var viðstaddur krossfestinguna. Lét krossfesta sig í 35. sinn Kaþólska kirkjan hefur ekki lagt blessun sína yfir þessi uppátæki og raunar fordæmt enda er hér um að ræða blöndu af bænagjörð kristinna manna og fillipseyskri alþýðutrú á fórnir. Aðalleikarinn þetta árið er Ruben Enaje sem er 63 ára gamall en þetta er í 35. skiptið sem hann tekur þátt. „Líkami minn verður sífellt meira veikburða. Ég veit ekki hvort þetta er síðasta sinn, hvort ég geri þetta aftur eða hvort þetta er í allrasíðasta sinn,“ sagði Enaje í dag. Haldið upp á föstudaginn langa í Jerúsalem Það er þó aðeins fámennur hópur kristinna manna sem gengur jafnlangt og þessir til að tilbiðja guð sinn á þessum degi. Víðast hvar koma trúaðir menn saman í guðsþjónustum og þrátt fyrir spennu og átök í landinu helga var haldið upp á daginn í Jerúsalem. Pílagrímar gengu í morgun í gegnum gömlu borgina, leiðina sem Jesú er sagður hafa borið krossinn að Golgatahæð.
Trúmál Filippseyjar Ísrael Páskar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira