Tólf áhorfendur dæmdir í fangelsi fyrir að syngja í Sádí Arabíu Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2024 09:00 Það er ekki alltaf góð stemming á völlunum í Sádí Arabíu vísir/Getty Mannréttindasamtök víða um heim hafa fordæmt yfirvöld í Sádí Arabíu eftir að tólf áhorfendur á leik Al Safa og Al Bukiryah í janúar voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir þær sakir að syngja söngva með trúarlegri tilvísun. Leikurinn fór fram í austurhluta Sádí Arabíu en Shía múslimar, sem eru í minnihluta í landinu, búa flestir á því svæði. Söngurinn var tekinn upp og dreift á samfélagsmiðlum en blaðamanni tókst þó ekki að hafa uppi á upptökunni. Tveir einstaklingar úr hópnum voru dæmdir í árs fangelsi og hinir tíu til sex mánaða fangelsisvistar og þá þurfa allir að greiða sektir en þær hæstu nema um 370 þúsund í íslenskum krónum talið. Alls voru 150 einstaklingar yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið. Áður en dómurinn var kveðinn upp kallaði Amnesty International eftir því að fólkinu yrði tafarlaust sleppt úr haldi og málið látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) vakti athygli á dómnum á fimmtudag og þeirri staðreynd að Sádí Arabía er eina landið sem sækist nú eftir því að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu varið milljörðum í að hvítþvo ímynd sína í gegnum íþróttir til að leiða athygli heimsins frá ítrekuðum mannréttindabrotum í landinu. „Sú staðreynd að áhorfendur á fótboltaleikjum séu fangelsaðir fyrir það eitt að syngja söngva er enn ein ástæða þess að sýndarferli FIFA við val á leikstað fyrir heimsmeistaramótið 2034 sem gerði það að verkum að Sádí Arabía er ein um hituna er ekki bara vandræðalegt heldur líka hættulegt“ - segir Joey Shea, sérfræðingur í málefnum Sádí Arabíu hjá Mannréttindavaktinni og bætir við: „Hvernig geta aðdáendur knattspyrnu upplifað öryggi í Sádí Arabíu ef það er hægt að dæma þá til fangelsisvistar fyrir ekkert annað en að syngja söngva sem eru stjórnvöldum á móti skapi?“ Fótbolti HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía FIFA Mannréttindi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Leikurinn fór fram í austurhluta Sádí Arabíu en Shía múslimar, sem eru í minnihluta í landinu, búa flestir á því svæði. Söngurinn var tekinn upp og dreift á samfélagsmiðlum en blaðamanni tókst þó ekki að hafa uppi á upptökunni. Tveir einstaklingar úr hópnum voru dæmdir í árs fangelsi og hinir tíu til sex mánaða fangelsisvistar og þá þurfa allir að greiða sektir en þær hæstu nema um 370 þúsund í íslenskum krónum talið. Alls voru 150 einstaklingar yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið. Áður en dómurinn var kveðinn upp kallaði Amnesty International eftir því að fólkinu yrði tafarlaust sleppt úr haldi og málið látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) vakti athygli á dómnum á fimmtudag og þeirri staðreynd að Sádí Arabía er eina landið sem sækist nú eftir því að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu varið milljörðum í að hvítþvo ímynd sína í gegnum íþróttir til að leiða athygli heimsins frá ítrekuðum mannréttindabrotum í landinu. „Sú staðreynd að áhorfendur á fótboltaleikjum séu fangelsaðir fyrir það eitt að syngja söngva er enn ein ástæða þess að sýndarferli FIFA við val á leikstað fyrir heimsmeistaramótið 2034 sem gerði það að verkum að Sádí Arabía er ein um hituna er ekki bara vandræðalegt heldur líka hættulegt“ - segir Joey Shea, sérfræðingur í málefnum Sádí Arabíu hjá Mannréttindavaktinni og bætir við: „Hvernig geta aðdáendur knattspyrnu upplifað öryggi í Sádí Arabíu ef það er hægt að dæma þá til fangelsisvistar fyrir ekkert annað en að syngja söngva sem eru stjórnvöldum á móti skapi?“
Fótbolti HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía FIFA Mannréttindi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira