Tólf áhorfendur dæmdir í fangelsi fyrir að syngja í Sádí Arabíu Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2024 09:00 Það er ekki alltaf góð stemming á völlunum í Sádí Arabíu vísir/Getty Mannréttindasamtök víða um heim hafa fordæmt yfirvöld í Sádí Arabíu eftir að tólf áhorfendur á leik Al Safa og Al Bukiryah í janúar voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir þær sakir að syngja söngva með trúarlegri tilvísun. Leikurinn fór fram í austurhluta Sádí Arabíu en Shía múslimar, sem eru í minnihluta í landinu, búa flestir á því svæði. Söngurinn var tekinn upp og dreift á samfélagsmiðlum en blaðamanni tókst þó ekki að hafa uppi á upptökunni. Tveir einstaklingar úr hópnum voru dæmdir í árs fangelsi og hinir tíu til sex mánaða fangelsisvistar og þá þurfa allir að greiða sektir en þær hæstu nema um 370 þúsund í íslenskum krónum talið. Alls voru 150 einstaklingar yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið. Áður en dómurinn var kveðinn upp kallaði Amnesty International eftir því að fólkinu yrði tafarlaust sleppt úr haldi og málið látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) vakti athygli á dómnum á fimmtudag og þeirri staðreynd að Sádí Arabía er eina landið sem sækist nú eftir því að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu varið milljörðum í að hvítþvo ímynd sína í gegnum íþróttir til að leiða athygli heimsins frá ítrekuðum mannréttindabrotum í landinu. „Sú staðreynd að áhorfendur á fótboltaleikjum séu fangelsaðir fyrir það eitt að syngja söngva er enn ein ástæða þess að sýndarferli FIFA við val á leikstað fyrir heimsmeistaramótið 2034 sem gerði það að verkum að Sádí Arabía er ein um hituna er ekki bara vandræðalegt heldur líka hættulegt“ - segir Joey Shea, sérfræðingur í málefnum Sádí Arabíu hjá Mannréttindavaktinni og bætir við: „Hvernig geta aðdáendur knattspyrnu upplifað öryggi í Sádí Arabíu ef það er hægt að dæma þá til fangelsisvistar fyrir ekkert annað en að syngja söngva sem eru stjórnvöldum á móti skapi?“ Fótbolti HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía FIFA Mannréttindi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Leikurinn fór fram í austurhluta Sádí Arabíu en Shía múslimar, sem eru í minnihluta í landinu, búa flestir á því svæði. Söngurinn var tekinn upp og dreift á samfélagsmiðlum en blaðamanni tókst þó ekki að hafa uppi á upptökunni. Tveir einstaklingar úr hópnum voru dæmdir í árs fangelsi og hinir tíu til sex mánaða fangelsisvistar og þá þurfa allir að greiða sektir en þær hæstu nema um 370 þúsund í íslenskum krónum talið. Alls voru 150 einstaklingar yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið. Áður en dómurinn var kveðinn upp kallaði Amnesty International eftir því að fólkinu yrði tafarlaust sleppt úr haldi og málið látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) vakti athygli á dómnum á fimmtudag og þeirri staðreynd að Sádí Arabía er eina landið sem sækist nú eftir því að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu varið milljörðum í að hvítþvo ímynd sína í gegnum íþróttir til að leiða athygli heimsins frá ítrekuðum mannréttindabrotum í landinu. „Sú staðreynd að áhorfendur á fótboltaleikjum séu fangelsaðir fyrir það eitt að syngja söngva er enn ein ástæða þess að sýndarferli FIFA við val á leikstað fyrir heimsmeistaramótið 2034 sem gerði það að verkum að Sádí Arabía er ein um hituna er ekki bara vandræðalegt heldur líka hættulegt“ - segir Joey Shea, sérfræðingur í málefnum Sádí Arabíu hjá Mannréttindavaktinni og bætir við: „Hvernig geta aðdáendur knattspyrnu upplifað öryggi í Sádí Arabíu ef það er hægt að dæma þá til fangelsisvistar fyrir ekkert annað en að syngja söngva sem eru stjórnvöldum á móti skapi?“
Fótbolti HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía FIFA Mannréttindi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira