„Það er bara veisla framundan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 20:33 Óskar Bjarni var sáttur með sex marka sigur en vill sjá betri frammistöðu frá sínum mönnum. vísir / pawel Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum. Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira