Óvíst hvort heiðin opni í dag og illfært um Tröllaskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 11:36 Hér má sjá útsýni vefmyndavélari Vegagerðarinnar til vesturs á Öxnadalsheiði klukkan hálf tólf í dag. Vegagerðin Hringvegurinn er lokaður um Öxnadalsheiði, sem og Möðrudal- og Mývatnsöræfi, og óvist hvort hægt verður að opna hann í dag. Vegir á Tröllaskaga eru opnir en illa færir, og því skiptir búnaður og reynsla ökumanna sem ætla að fara þar um öllu máli Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi. Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins stefna eflaust að heimferð utan af landi í dag. Færð á vegum á norðanverðu landinu er víða slæm, til að mynda er Öxnadalsheiði lokuð. Því þurfa ferðalangar að fara aðrar leiðir til sinna heima. Samskiptastjóri Vegagerðarinnar segir ekki víst að Öxnadalsheiði verði opnuð í dag. „Það er verið að vinna í því. Það er blint og töluvert mikill snjór. Við reiknum frekar með því að hún opni, en ég vil ekki lofa neinu,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Fólk sem hyggi á suðurferð geti farið aðrar leiðir, en verði að kanna aðstæður vel. „Það er náttúrulega fært um Tröllaskagann. Það er verið að vinna á Siglufjarðarvegi og hann er opinn. En það er ekki sérlega gott færi þar og ekki mikið ferðaveður.“ Myndirðu frekar ráða fólki gegn því að fara þá leið og bíða frekar? „Fólk verður aðallega að skoða aðstæður á Umferðin.is eða hringja í 17 77 og fylgjast vel með hvað er að gerast. Fólk verður náttúrulega að meta það sjálft, það skiptir öllu máli hvernig þú ert útbúinn og hvað þú ert vanur að keyra að vetri til.“ Útlit sé fyrir að ökumenn á verr búnum bílum gætu lent í vandræðum. „Þannig að það er um að gera að frekar bíða af sér veðrið ef það er mögulegt.“ Breytt spá setur strik í reikninginn Menn hafi átt von á að veðrið á norðanverðu landinu skánaði fyrr en raun ber vitni. „En nú er spáin að breytast, þannig að það er reiknað með að það lægi ekkert fyrr en í nótt og ástandið skáni ekkert fyrr en þá.“ Hringvegurinn er um Möðrudals- og Mývatnsöræfi var lokaður fyrr í dag, en hefur verið opnaður. „Við vinnum að fullu í þessu en veðrið ræður náttúrulega mjög miklu, og ef það heldur áfram þá er erfiðara við það að eiga.“ Fréttin var uppfærð klukkan 13:00 með upplýsingum um opnun vega um Möðrudals- og Mývatnsöræfi.
Færð á vegum Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. 1. apríl 2024 11:23
Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. 1. apríl 2024 09:21