Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 23:28 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir þörf á göngum víða um land. Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð. Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð.
Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira