Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 23:28 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir þörf á göngum víða um land. Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð. Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti. Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð.
Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti. Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira