Hvar eru kjarasamningar öryrkja? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. apríl 2024 09:15 Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun