Góðir skór og hlý föt mikilvægast í fuglaskoðun Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. apríl 2024 20:27 Hópur fólks lagði leið sína í Gróttu fyrr í kvöld. Vísir Fuglaskoðun Landverndar og Fuglaverndar fór fram í Gróttu á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld. Líffræðingur segir nokkrar vikur þar til allir farfuglarnir verði komnir til landsins. „Tilgangurinn með þessari ferð er að bjóða félögum okkar, bæði Landverndar og Fuglaverndar, upp á skemmtilega ferð í náttúruna að skoða fuglalífið,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir fræðslustjóri hjá Landvernd. „Þetta er mín fyrsta fuglaganga sjálf og fuglaskoðun. Og þetta er bara mjög spennandi,“ bætir Vigdís við. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur veit nærri allt um fugla. Aðspurður hvort allir farfuglarnir séu mættir til landsins segir hann svo ekki vera „Ég myndi nú ekki segja að þeir séu allir mættir. Þeir eru svona að tínast inn, lóur og andfuglar líka, helsingi og grágæs, og hitt og þetta. Allt byrjað að detta inn en það eru ennþá nokkrar vikur í að þeir verði allir komnir, hugsa ég.“ Honum skilst að farfuglarnir hafi komið til landsins á tiltölulega venjulegum tíma í ár. „Ég er búinn að sjá nokkra sendlinga, og tjald og æðarfugla. Stokkendur og hitt og þetta,“ segir Aron. „Og líka lóuna!“ bætir Vigdís við. Hér er fólk með kíki og myndavélar. Þarf maður að hafa góðan búnað í svona ferð? „Ég myndi segja að það sé fyrst og fremst klæðnaðurinn sem skiptir máli, svo að manni verði ekki kalt. Maður getur alveg séð fugla með einhverjum tiltölulega ódýrum sjónauka eða farið út í eitthvað dýrt. En það skiptir mestu máli að vera með góða skó og góðan fatnað,“ segir Aron. Hann segir kríurnar eiga að baki lengsta ferðalagið. Fuglarnir noti ýmsar leiðir til þess að vita hvenær sé kominn tími til að halda til Íslands, til dæmis lengd dagsins og segulsvið jarðar. Sumir séu líklega með einskonar innbyggt kort sem vísar þeim veginn. Fuglar Seltjarnarnes Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Tilgangurinn með þessari ferð er að bjóða félögum okkar, bæði Landverndar og Fuglaverndar, upp á skemmtilega ferð í náttúruna að skoða fuglalífið,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir fræðslustjóri hjá Landvernd. „Þetta er mín fyrsta fuglaganga sjálf og fuglaskoðun. Og þetta er bara mjög spennandi,“ bætir Vigdís við. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur veit nærri allt um fugla. Aðspurður hvort allir farfuglarnir séu mættir til landsins segir hann svo ekki vera „Ég myndi nú ekki segja að þeir séu allir mættir. Þeir eru svona að tínast inn, lóur og andfuglar líka, helsingi og grágæs, og hitt og þetta. Allt byrjað að detta inn en það eru ennþá nokkrar vikur í að þeir verði allir komnir, hugsa ég.“ Honum skilst að farfuglarnir hafi komið til landsins á tiltölulega venjulegum tíma í ár. „Ég er búinn að sjá nokkra sendlinga, og tjald og æðarfugla. Stokkendur og hitt og þetta,“ segir Aron. „Og líka lóuna!“ bætir Vigdís við. Hér er fólk með kíki og myndavélar. Þarf maður að hafa góðan búnað í svona ferð? „Ég myndi segja að það sé fyrst og fremst klæðnaðurinn sem skiptir máli, svo að manni verði ekki kalt. Maður getur alveg séð fugla með einhverjum tiltölulega ódýrum sjónauka eða farið út í eitthvað dýrt. En það skiptir mestu máli að vera með góða skó og góðan fatnað,“ segir Aron. Hann segir kríurnar eiga að baki lengsta ferðalagið. Fuglarnir noti ýmsar leiðir til þess að vita hvenær sé kominn tími til að halda til Íslands, til dæmis lengd dagsins og segulsvið jarðar. Sumir séu líklega með einskonar innbyggt kort sem vísar þeim veginn.
Fuglar Seltjarnarnes Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira