Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 08:10 Swift er fyrst til að ná inn á listann vegna tekna af tónlist og engu öðru. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira