Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 15:00 Ingibjörg Sigurðardóttir á hóteli landsliðsins í Reykjavík. vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira