Fótbolti

Synir Messi og Suárez unnu bikar saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thiago Messi heldur á heomsbikarnum þegar Lionel Messi gengur um með konu sinni Antonella Roccuzzo og börnunum Thiago Messi, Mateo Messi og Ciro Messi.
Thiago Messi heldur á heomsbikarnum þegar Lionel Messi gengur um með konu sinni Antonella Roccuzzo og börnunum Thiago Messi, Mateo Messi og Ciro Messi. Getty/Marcelo Endelli

Thiago Messi og Benjamín Suárez eru liðsfélagar hjá unglingaliði Inter Miami og þeir eru byrjaðir að vinna bikara saman.

Strákarnir voru báðir í þrettán ára liði félagsins sem vann alþjóðlegt páskamót sem fór fram í Flórída. Mexíkóska félagið Monterrey hélt mótið og þar tóku þátt yfir þrjú hundruð félög þar af þrjátíu þeirra erlend.

Hinn ellefu ára gamli Thiago Messi lék í treyju tíu eins og faðir sinn og hann skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins í úrslitaleiknum.

Benjamín er einu ári yngri en var einnig með liðinu.

Luis Suárez er nýkominn til Flórída með fjölskyldu sinni en hann elti góðvin sinn Messi þangað.

Það gekk þó ekki eins vel hjá pöbbunum í gær því Inter Miami tapaði þá fyrri leiknum sínum á móti Monterrey í átta liða úrslitum í Meistaradeild Concacaf sambandsins. Messi gat ekki spilað vegna meiðsla en Suárez byrjaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×