75 ára afmæli friðarbandalags Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. apríl 2024 11:31 Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims. Fáeinum dögum áður hafði Alþingi samþykkt inngöngu Íslands í NATO. Mikill stuðningur var við aðildina í Sjálfstæðisflokknum sem þá sat í ríkisstjórn. Ekki voru þó allir sáttir við inngöngu Íslands í bandalagið. Henni var harðlega mótmælt , m.a. á Austurvelli daginn sem Alþingi samþykkti inngönguna. Á þeim 75 árum sem eru liðin hefur varnarbandalagið sannað gildi sitt, enda hefur friður haldist í aðildarlöndum þess allan þennan tíma. Mikill meirihluti Íslendinga er því skiljanlega fylgjandi aðild Íslands að NATO. Undanfarin tvö ár hafa þó sannkölluð óveðursský verið á lofti í öryggis- og varnarmálum í okkar heimshluta. Ólögmæt allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu er stærsta ógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sú staðreynd hefur leitt til gjörbreytts öryggismats í álfunni og til inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO. Inngöngu sem hafði áður þótt óhugsandi, en nýtur nú ríks stuðnings meðal þjóðanna og fulls skilnings okkar heimshluta að fáum undaskildum. Hér heyrast ennþá lágværar en fámennar furðuraddir sem mótmæla aðild Íslands að NATO. Þeim er að vísu gefið vægi með óskiptri athygli Ríkisútvarpsins, en e.t.v. eru starfsmenn þess eins hlessa og aðrir. Svokallaðir friðarsinnar kalla þannig eftir því af fullri alvöru, m.a. með skrifum hér í Vísi, að Ísland gangi úr NATO! (Rang)hugsunin er sú að aðild að varnarbandalagi geri okkur að skotmarki – varnalaust Ísland væri mun öruggara og ólíklegra skotmark stórvelda í vígahug. Í gegnum söguna hafa misvitrir menn talað fyrir ýmsum leiðum að friði. Þannig réttlætti Chamberlain „friðar“samningana í Munchen 1938. Við vitum hvernig það fór. Árum saman bugtuðu forystumenn í Evrópu sig fyrir ágengni Pútíns í von um frið. Við vitum hvernig það fór. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna. Ef það er eitthvað sem við getum lært af sögunni er það að það eina sem stöðvar framgang illra afla er hervald og öflugur fælingarmáttur. Samstaða lýðræðisríkja í þessu öflugasta varnarbandalagi sögunnar hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna í 75 ár og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárásir. Aðild Íslands að NATO er algjör lykilstoð í vörnum okkar. Við getum því verið stolt og þakklát á þessum tímamótum. Það er næsta víst að margir vildu vera í okkar sporum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims. Fáeinum dögum áður hafði Alþingi samþykkt inngöngu Íslands í NATO. Mikill stuðningur var við aðildina í Sjálfstæðisflokknum sem þá sat í ríkisstjórn. Ekki voru þó allir sáttir við inngöngu Íslands í bandalagið. Henni var harðlega mótmælt , m.a. á Austurvelli daginn sem Alþingi samþykkti inngönguna. Á þeim 75 árum sem eru liðin hefur varnarbandalagið sannað gildi sitt, enda hefur friður haldist í aðildarlöndum þess allan þennan tíma. Mikill meirihluti Íslendinga er því skiljanlega fylgjandi aðild Íslands að NATO. Undanfarin tvö ár hafa þó sannkölluð óveðursský verið á lofti í öryggis- og varnarmálum í okkar heimshluta. Ólögmæt allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu er stærsta ógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sú staðreynd hefur leitt til gjörbreytts öryggismats í álfunni og til inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO. Inngöngu sem hafði áður þótt óhugsandi, en nýtur nú ríks stuðnings meðal þjóðanna og fulls skilnings okkar heimshluta að fáum undaskildum. Hér heyrast ennþá lágværar en fámennar furðuraddir sem mótmæla aðild Íslands að NATO. Þeim er að vísu gefið vægi með óskiptri athygli Ríkisútvarpsins, en e.t.v. eru starfsmenn þess eins hlessa og aðrir. Svokallaðir friðarsinnar kalla þannig eftir því af fullri alvöru, m.a. með skrifum hér í Vísi, að Ísland gangi úr NATO! (Rang)hugsunin er sú að aðild að varnarbandalagi geri okkur að skotmarki – varnalaust Ísland væri mun öruggara og ólíklegra skotmark stórvelda í vígahug. Í gegnum söguna hafa misvitrir menn talað fyrir ýmsum leiðum að friði. Þannig réttlætti Chamberlain „friðar“samningana í Munchen 1938. Við vitum hvernig það fór. Árum saman bugtuðu forystumenn í Evrópu sig fyrir ágengni Pútíns í von um frið. Við vitum hvernig það fór. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna. Ef það er eitthvað sem við getum lært af sögunni er það að það eina sem stöðvar framgang illra afla er hervald og öflugur fælingarmáttur. Samstaða lýðræðisríkja í þessu öflugasta varnarbandalagi sögunnar hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna í 75 ár og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárásir. Aðild Íslands að NATO er algjör lykilstoð í vörnum okkar. Við getum því verið stolt og þakklát á þessum tímamótum. Það er næsta víst að margir vildu vera í okkar sporum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar