„Lífið með honum staðfesti mikilvægi þess að geta séð liðin augnablik á ljósmyndum og við fórum sjálf í svona myndatöku með hann úti á Mallorca þegar hann var eins árs og þegar við fengum þær myndir í hendurnar þá bara vissum við að þetta væri eitthvað sem okkur langaði til að bjóða öðrum fjölskyldum upp á,“ útskýrir Kim.

Myndirnar fóru upp á vegg heima hjá Kim og Daníel og vöktu gríðarlega athygli vina þeirra og vandamanna. Þá spratt upp sú hugmynd að bjóða fjölskyldum úti á Tene upp á að varðveita minningarnar úr fríinu. Þeim hafi alltaf langað til þess að bæta við myndum úr
„Okkur fannst þetta líka svo frábær hugmynd því okkur þótti sjálfum þessar myndir svo ómetanlegar. Þetta er ekki bara minningin um myndatökuna, heldur bara allt. Eins og fyrir okkur þá var þetta fyrsta sólarlandafríið með syni okkar og þetta var svo góð minning um það. Hvernig hann lék sér, myndir af tásum í sjónum og söndugum puttum. Þetta er svo dýrmætt.“

Gleðin við völd
Kim og Daníel nýttu fyrstu dagana á suðurhluta Tenerife til að skoða álitlega tökustaði. „Svo völdum við þá staði sem okkur leist á með tilliti til sólseturs,“ útskýrir Kim.
Hún segir flestar myndatökur hafa farið fram á Playa del Duque ströndinni rétt norðan við Adeje. Þau hafi í mesta lagi búist við að mynda hugsanlega um tíu fjölskyldur en þær hafi endað á að vera tólf.
„Við vorum ótrúlega ánægð með mótttökurnar. Það eru líka allir einhvern veginn svo glaðir og finnst þetta svo mikil snilld, fullt af fólki sem hafði ætlað í myndatöku heillengi með fjölskylduna en aldrei gefist tími í það fyrr en nú.“
Kim segir marga auk þess hafa verið fegna að sleppa frá pressunni yfir því að fanga minningar úr fríinu. „Það eru allir svo léttir og ferskir, með smá sól á sér og líður vel, bara að leika og hafa gaman á ströndinni.“
