Langur batavegur framundan: „Ég grenjaði bara af sársauka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. apríl 2024 07:31 Hallgrímur Mar Steingrímsson. Vísir/Hulda Margrét Fótboltamaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson verður frá um hríð vegna svæsinna veikinda sem herjuðu á hann á dögunum. Síðustu dagar hafa verið honum þungbærir. Að öðrum ólöstuðum hefur Hallgrímur verið besti leikmaður KA á Akureyri síðustu ár. Hann hafði nýlega jafnað sig á ökklameiðslum þegar hann fann fyrir óþægindum á mánudag í síðustu viku. „Ég veiktist eitthvað aðeins en fór á æfingu og ætlaði að spila við Þór á þriðjudeginum. En var svo allt í einu kominn með 39 stiga hita og á miðvikudeginum er ég að drepast í kringum brjóstið,“ segir Hallgrímur í samtali við Stöð 2. Hann var þá greindur með bólgur í gollurhúsi og fær lyf við því. Það hjálpaði lítið og hann var aðframkominn þegar hann leitaði aftur á sjúkrahús á fimmtudegi. „Þá greindist ég með inflúensu og lungnabólu í báðum lungum. Þessi fyrstu dagar voru algjör viðbjóður. Ég grenjaði bara af sársauka sko þessar tvær nætur,“ „Ég fór í einangrun því ég var með inflúensu svo ég var þar í tæpa viku,“ segir Hallgrímur. Fótboltinn fór í aftursætið Hallgrímur var þá á sýklalyfjum í æð í sjö daga og eftir það tók við tíu daga kúrs af töflum. Þá bætti ekki andlegt ástand Hallgríms, samhliða líkamlegu einkennum, að þurfa að dúsa í einangrun. „Þetta var mjög erfitt. Ég held ég hafi grátið tvisvar eða þrisvar inni á spítalanum, maður er ævintýralega lítill í sér þegar maður er svona lasinn. Síðan var stutt í mót, ég var nýkominn eftir ökklameiðslin en það fer allt í vaskinn. Þetta var bara mikill tilfinningarússibani,“ „Maður áttaði sig samt á því þegar maður var hvað veikastur. Þá hugsaði maður minna um fótboltann og hvað heilsan skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur hefur varla misst úr leik allan sinn feril en ljóst að þeir verða þónokkrir framan af þessari leiktíð. Líkast til er tæplega mánuður í að hann geti farið að skokka og þá þarf hann að vinna upp fyrri styrk áður en hann getur snúið aftur á völlinn. „Ég verð örugglega einhvern tíma að koma mér í form. Ég fann það líka bara þegar ég byrjaði að labba almennilega af einhverju viti í gær, verandi búinn að vera fastur í herbergi í sjö daga, þá fann ég að vöðvarnir eru aðeins búnir að rýrna. Þannig að þetta verður einhver vinna,“ segir Hallgrímur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45 „Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Að öðrum ólöstuðum hefur Hallgrímur verið besti leikmaður KA á Akureyri síðustu ár. Hann hafði nýlega jafnað sig á ökklameiðslum þegar hann fann fyrir óþægindum á mánudag í síðustu viku. „Ég veiktist eitthvað aðeins en fór á æfingu og ætlaði að spila við Þór á þriðjudeginum. En var svo allt í einu kominn með 39 stiga hita og á miðvikudeginum er ég að drepast í kringum brjóstið,“ segir Hallgrímur í samtali við Stöð 2. Hann var þá greindur með bólgur í gollurhúsi og fær lyf við því. Það hjálpaði lítið og hann var aðframkominn þegar hann leitaði aftur á sjúkrahús á fimmtudegi. „Þá greindist ég með inflúensu og lungnabólu í báðum lungum. Þessi fyrstu dagar voru algjör viðbjóður. Ég grenjaði bara af sársauka sko þessar tvær nætur,“ „Ég fór í einangrun því ég var með inflúensu svo ég var þar í tæpa viku,“ segir Hallgrímur. Fótboltinn fór í aftursætið Hallgrímur var þá á sýklalyfjum í æð í sjö daga og eftir það tók við tíu daga kúrs af töflum. Þá bætti ekki andlegt ástand Hallgríms, samhliða líkamlegu einkennum, að þurfa að dúsa í einangrun. „Þetta var mjög erfitt. Ég held ég hafi grátið tvisvar eða þrisvar inni á spítalanum, maður er ævintýralega lítill í sér þegar maður er svona lasinn. Síðan var stutt í mót, ég var nýkominn eftir ökklameiðslin en það fer allt í vaskinn. Þetta var bara mikill tilfinningarússibani,“ „Maður áttaði sig samt á því þegar maður var hvað veikastur. Þá hugsaði maður minna um fótboltann og hvað heilsan skiptir mestu máli,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur hefur varla misst úr leik allan sinn feril en ljóst að þeir verða þónokkrir framan af þessari leiktíð. Líkast til er tæplega mánuður í að hann geti farið að skokka og þá þarf hann að vinna upp fyrri styrk áður en hann getur snúið aftur á völlinn. „Ég verð örugglega einhvern tíma að koma mér í form. Ég fann það líka bara þegar ég byrjaði að labba almennilega af einhverju viti í gær, verandi búinn að vera fastur í herbergi í sjö daga, þá fann ég að vöðvarnir eru aðeins búnir að rýrna. Þannig að þetta verður einhver vinna,“ segir Hallgrímur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45 „Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Hallgrímur Mar ekki með í upphafi tímabils Hallgrímur Mar Steingrímsson verður ekki með KA þegar leikar hefjast í Bestu deild karla í knattspyrnu nú um helgina. Hann hefur verið að glíma við veikindi og verður ekki klár í fyrsta leik. 3. apríl 2024 17:45
„Af hverju tóku önnur lið ekki Viðar?“ Sérfræðingar Stúkunnar velta fyrir sér hverju koma Viðars Arnar Kjartanssonar muni breyta fyrir KA. 4. apríl 2024 09:30