Þarf að afhenda reikninga lögmannsstofunnar sem hefur malað gull Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2024 17:00 Sigurður Valtýsson, til vinstri, er forsvarsmaður Frigusar II. Steinar Þór Guðgeirsson er annar eigandi Íslaga og verjandi ríkisins í máli Frigusar á hendur því. Hinn eigandinn er Ástríður Gísladóttir, eiginkona Steinars Þórs. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gert að afhenda Frigusi II, sem lengi hefur staðið í stappi við ríkið í Lindarhvolsmálinu svokallaða, reikninga frá lögmannsstofunni Íslögum án yfirstrikana. Frá ársbyrjun 2018 hefur ráðuneytið greitt stofunni áttatíu milljónir króna. Þetta var niðurstaða Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úrskurð í málinu þann 21. mars en birti í dag. Þar segir að með erindi dagsettu þann 14. mars 2023 hafi forsvarsmaður Frigusar, Sigurður Valtýsson, kært synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn. Mikið að gera í ráðuneytinu „Ég fagna niðurstöðunni að sjálfsögðu,“ segir Sigurður Valtýsson hjá Frigusi II í samtali við Vísi. Hann segir að nú komi í ljós hvers konar vinnubrögð hafi verið stunduð í fjármálaráðuneytinu hvað varðar upplýsingagjöf. Þetta verði þá þriðja eða fjórða útgáfa. „Við erum ekki komnir með reikningana í hendurnar enn þá. Þeir lofuðu þessu um miðjan apríl. Það er víst svo mikið að gera í ráðuneytinu.“ Hafði þegar fengið reikningana yfirstrikaða Í úrskurði nefndarinnar segir að hinnnn 15. febrúar 2023 hafi Sigurður óskað eftir aðgangi að öllum reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið, sem honum hefðu verið afhentir með útstrikunum, án þess að nokkrar upplýsingar í þeim væru afmáðar. Ráðuneytið hafi hafnað beiðninni hinn 21. febrúar sama ár með vísan til þess að lýsing á vinnu Íslaga sem kæmi fram í reikningunum væru upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í kærunni hafi Sigurður gert kröfu um að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda alla reikninga vegna vinnu Íslaga fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til loka janúar 2023. Samkvæmt upplýsingum á vefnum Opnir reikningar greiddi ráðuneytið Íslögum 79.190.138 krónur á tímabilinu. Augljósir hagsmunir almennings að vita hvað áttatíu milljónir kaupa ríkinu Í kærunni hafi verið tilgreint að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu varði reikningarnir annars vegar vinnu fyrirtækisins vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna og fleira. Þóknanir úr ríkissjóði til Íslaga undanfarin ár hafi numið gríðarlegum fjárhæðum, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Þá hafi vinna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Hagsmunir almennings að fá aðgang að upplýsingum um hvað sé verið að greiða fyrir séu augljósir. Ríkið hafi aftur á móti borið fyrir sig að upplýsingar í þeim reikningum sem synjað hafi verið um aðgang að varði virka viðskipta- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og lögaðila, sem og mikilvæga hagsmuni ríkisins sem tengist úrvinnslu stöðugleikaeigna. Stöðugleikaeignir hafi verið mótteknar af Seðlabanka Íslands fyrir hönd ríkissjóðs og upplýsingar um umsýslu þeirra falli því að mati ráðuneytisins undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Vinnu Íslaga lýst með almennum hætti Í niðurstöðukafla úrskurðarnefndarinnar segir að nefndin hafi farið yfir þá reikninga sem Frigusi var synjað um aðgang að. Í þeim sé vinnu Íslaga lýst með mjög almennum hætti. Að því leyti sem ákveðin verkefni eru tilgreind í lýsingunni séu það að langstærstum hluta upplýsingar sem teljast ekki vera viðkvæmar samkvæmt almennum sjónarmiðum eða séu opinberlega aðgengilegar. Ráðuneytið hafi að engu leyti rökstutt með hvaða hætti afhending upplýsinganna gæti verið til þess fallin að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Þótt upplýsingarnar varði fjár- og efnahagsmál ríkisins telji úrskurðarnefndin vandséð að afhending þeirra myndi raska þeim hagsmunum sem ákvæði laga upplýsingalaga er ætlað að standa vörð um. Að mati nefndarinnar stendur ákvæðið ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna. Engin þagnarskylda til staðar Í niðurstöðunni segir að ráðuneytið hafi vísað til þess í umsögn til nefndarinnar að í reikningunum séu upplýsingar sem varði fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila. Þá falli upplýsingar um umsýslu stöðugleikaeigna undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Nefndin hafi farið yfir þá reikninga sem deilt er um aðgang að. Það sé mat nefndarinnar að upplýsingar í þeim um stöðugleikaeignir, sem kunni að varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi laga um fjármálafyrirtæki séu ekki undirorpnar þagnarskyldu þar sem þær eru opinberlega aðgengilegar. Þrjár yfirstrikanir leyfðar Þrátt fyrir þessar niðurstöður nefndarinnar segir í úrskurðinum að í þremur reikninganna sé að finna upplýsingar um útburðarmál sem varða tiltekna fasteign sem var hluti af stöðugleikaframlagi slitabús fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin telji að þær upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Þá virðist upplýsingarnar ekki vera aðgengilegar opinberlega. Ráðuneytinu sé því óheimilt að veita Frigusi aðgang að upplýsingunum. Með vísan til þessa beri ráðuneytinu að yfirstrika heiti fasteigna í þremur reikninganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar sé ekki að öðru leyti að finna upplýsingar í reikningunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Í reikningunum sé að finna upplýsingar um lögaðila, sem að mati nefndarinnar teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt þar sem þær séu ýmist opinberlega aðgengilegar og/eða séu ekki til þess fallnar að valda lögaðilunum tjóni. Því komi ákvæði upplýsingalaga ekki í veg fyrir afhendingu reikninganna. Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Lögmennska Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Segir sýknudóm vonbrigði Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka. 17. mars 2023 19:47 Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta var niðurstaða Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úrskurð í málinu þann 21. mars en birti í dag. Þar segir að með erindi dagsettu þann 14. mars 2023 hafi forsvarsmaður Frigusar, Sigurður Valtýsson, kært synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn. Mikið að gera í ráðuneytinu „Ég fagna niðurstöðunni að sjálfsögðu,“ segir Sigurður Valtýsson hjá Frigusi II í samtali við Vísi. Hann segir að nú komi í ljós hvers konar vinnubrögð hafi verið stunduð í fjármálaráðuneytinu hvað varðar upplýsingagjöf. Þetta verði þá þriðja eða fjórða útgáfa. „Við erum ekki komnir með reikningana í hendurnar enn þá. Þeir lofuðu þessu um miðjan apríl. Það er víst svo mikið að gera í ráðuneytinu.“ Hafði þegar fengið reikningana yfirstrikaða Í úrskurði nefndarinnar segir að hinnnn 15. febrúar 2023 hafi Sigurður óskað eftir aðgangi að öllum reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið, sem honum hefðu verið afhentir með útstrikunum, án þess að nokkrar upplýsingar í þeim væru afmáðar. Ráðuneytið hafi hafnað beiðninni hinn 21. febrúar sama ár með vísan til þess að lýsing á vinnu Íslaga sem kæmi fram í reikningunum væru upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í kærunni hafi Sigurður gert kröfu um að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda alla reikninga vegna vinnu Íslaga fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til loka janúar 2023. Samkvæmt upplýsingum á vefnum Opnir reikningar greiddi ráðuneytið Íslögum 79.190.138 krónur á tímabilinu. Augljósir hagsmunir almennings að vita hvað áttatíu milljónir kaupa ríkinu Í kærunni hafi verið tilgreint að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu varði reikningarnir annars vegar vinnu fyrirtækisins vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna og fleira. Þóknanir úr ríkissjóði til Íslaga undanfarin ár hafi numið gríðarlegum fjárhæðum, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Þá hafi vinna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Hagsmunir almennings að fá aðgang að upplýsingum um hvað sé verið að greiða fyrir séu augljósir. Ríkið hafi aftur á móti borið fyrir sig að upplýsingar í þeim reikningum sem synjað hafi verið um aðgang að varði virka viðskipta- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og lögaðila, sem og mikilvæga hagsmuni ríkisins sem tengist úrvinnslu stöðugleikaeigna. Stöðugleikaeignir hafi verið mótteknar af Seðlabanka Íslands fyrir hönd ríkissjóðs og upplýsingar um umsýslu þeirra falli því að mati ráðuneytisins undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Vinnu Íslaga lýst með almennum hætti Í niðurstöðukafla úrskurðarnefndarinnar segir að nefndin hafi farið yfir þá reikninga sem Frigusi var synjað um aðgang að. Í þeim sé vinnu Íslaga lýst með mjög almennum hætti. Að því leyti sem ákveðin verkefni eru tilgreind í lýsingunni séu það að langstærstum hluta upplýsingar sem teljast ekki vera viðkvæmar samkvæmt almennum sjónarmiðum eða séu opinberlega aðgengilegar. Ráðuneytið hafi að engu leyti rökstutt með hvaða hætti afhending upplýsinganna gæti verið til þess fallin að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Þótt upplýsingarnar varði fjár- og efnahagsmál ríkisins telji úrskurðarnefndin vandséð að afhending þeirra myndi raska þeim hagsmunum sem ákvæði laga upplýsingalaga er ætlað að standa vörð um. Að mati nefndarinnar stendur ákvæðið ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna. Engin þagnarskylda til staðar Í niðurstöðunni segir að ráðuneytið hafi vísað til þess í umsögn til nefndarinnar að í reikningunum séu upplýsingar sem varði fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila. Þá falli upplýsingar um umsýslu stöðugleikaeigna undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Nefndin hafi farið yfir þá reikninga sem deilt er um aðgang að. Það sé mat nefndarinnar að upplýsingar í þeim um stöðugleikaeignir, sem kunni að varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi laga um fjármálafyrirtæki séu ekki undirorpnar þagnarskyldu þar sem þær eru opinberlega aðgengilegar. Þrjár yfirstrikanir leyfðar Þrátt fyrir þessar niðurstöður nefndarinnar segir í úrskurðinum að í þremur reikninganna sé að finna upplýsingar um útburðarmál sem varða tiltekna fasteign sem var hluti af stöðugleikaframlagi slitabús fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin telji að þær upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Þá virðist upplýsingarnar ekki vera aðgengilegar opinberlega. Ráðuneytinu sé því óheimilt að veita Frigusi aðgang að upplýsingunum. Með vísan til þessa beri ráðuneytinu að yfirstrika heiti fasteigna í þremur reikninganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar sé ekki að öðru leyti að finna upplýsingar í reikningunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Í reikningunum sé að finna upplýsingar um lögaðila, sem að mati nefndarinnar teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt þar sem þær séu ýmist opinberlega aðgengilegar og/eða séu ekki til þess fallnar að valda lögaðilunum tjóni. Því komi ákvæði upplýsingalaga ekki í veg fyrir afhendingu reikninganna.
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Lögmennska Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 Segir sýknudóm vonbrigði Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka. 17. mars 2023 19:47 Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Greinargerðin birt á vef Alþingis og mál forsætisnefndar fellt niður Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt í gær á vef Alþingis. Forseti Alþingis neitaði mánuðum saman að birta hana. Þingflokksformaður Pírata gerði það í sumar. Forsætisnefnd hefur því mál tengd greinargerðinni ekki lengur til skoðunar. 16. september 2023 09:04
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
Segir sýknudóm vonbrigði Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka. 17. mars 2023 19:47
Lindarhvoll og ríkið sýknað af kröfum Frigusar Héraðsdómur Reyjavíkur hefur sýknað Lindarhvol og ríkið af kröfum Frigusar II ehf. Dómur féll í málinu nú fyrir stundu. Málskostnaður fellur niður. 17. mars 2023 11:04