„Ég er frosinn á tánum“ Sverrir Mar Smárason skrifar 6. apríl 2024 21:48 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga var gríðarlega sáttur eftir 2-0 sigur síns liðs í fyrsta leik Bestu deildar karla í kvöld. “Mér fannst við bara vera með hlutina under control og vorum þroskaðari en þeir. Við vorum að stjórna leiknum að stórum hluta í fyrri hálfleik. Hann var mjög góður þegar við náðum tökum á uppspilinu okkar. Við komum þeim svolítið á óvart með því að fjölmenna hægra megin og Davíð fékk mikið frelsi. Við nýttum krossana ekki nægilega vel en fínt að fá mark fyrir lokin á fyrri,” sagði Arnar og hélt áfram. “Seinni hálfleikur var erfiður. Vindurinn var erfiður og Stjarnan lá á okkur en við nýttum okkar skyndisóknir mjög vel. Ég er hrikalega ánægður með þennan leik. Ég er frosinn á tánum í þessum erfiðu aðstæðum. Leikmenn þurftu að grafa djúpt á móti góðu liði.” Arnar var svo spurður um byrjunina á tímabilinu. “Að byrja svona, nákvæmlega eins og í fyrra á móti sama liði, það veit á gott. Mér finnst liðið í góðum takti. Höfum átt góðan og hljóðlátan vetur. Búnir að skerpa á nokkrum hlutum og erum að bíða eftir því að fá stóra pósta úr meiðslum. Á meðan svo er þá eru hinir að gera vel. Við erum með góðan strúktúr og getum leyft okkur að breyta til. Strákarnir eru ótrúlega duglegir að hlusta alltaf á bullið í mér alveg sama hvað ég kem þeim á óvart,” sagði hann. Hvað er langt í þessa stóru pósta? “Viktor var á bekknum núna, Aron kannski 2-3 vikur og Jón Guðni kannski 3-4 vikur. Þetta verður hausverkur og við erum samt með fyrirliðann okkar, Viktor Örlyg og Ara Sigurpáls og fleiri á bekknum en svona er þetta. Þetta verður hópverkefni í sumar,” sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
“Mér fannst við bara vera með hlutina under control og vorum þroskaðari en þeir. Við vorum að stjórna leiknum að stórum hluta í fyrri hálfleik. Hann var mjög góður þegar við náðum tökum á uppspilinu okkar. Við komum þeim svolítið á óvart með því að fjölmenna hægra megin og Davíð fékk mikið frelsi. Við nýttum krossana ekki nægilega vel en fínt að fá mark fyrir lokin á fyrri,” sagði Arnar og hélt áfram. “Seinni hálfleikur var erfiður. Vindurinn var erfiður og Stjarnan lá á okkur en við nýttum okkar skyndisóknir mjög vel. Ég er hrikalega ánægður með þennan leik. Ég er frosinn á tánum í þessum erfiðu aðstæðum. Leikmenn þurftu að grafa djúpt á móti góðu liði.” Arnar var svo spurður um byrjunina á tímabilinu. “Að byrja svona, nákvæmlega eins og í fyrra á móti sama liði, það veit á gott. Mér finnst liðið í góðum takti. Höfum átt góðan og hljóðlátan vetur. Búnir að skerpa á nokkrum hlutum og erum að bíða eftir því að fá stóra pósta úr meiðslum. Á meðan svo er þá eru hinir að gera vel. Við erum með góðan strúktúr og getum leyft okkur að breyta til. Strákarnir eru ótrúlega duglegir að hlusta alltaf á bullið í mér alveg sama hvað ég kem þeim á óvart,” sagði hann. Hvað er langt í þessa stóru pósta? “Viktor var á bekknum núna, Aron kannski 2-3 vikur og Jón Guðni kannski 3-4 vikur. Þetta verður hausverkur og við erum samt með fyrirliðann okkar, Viktor Örlyg og Ara Sigurpáls og fleiri á bekknum en svona er þetta. Þetta verður hópverkefni í sumar,” sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13