Starfsmenn véltæknifyrirtækisins Héðins komu verkinu fyrir á sínum stað í gær. Listaverkið heitir allt leiddi til þessarar stundar og er eftir Kristinn Hrafnsson listamann. Gert var ráð fyrir verkinu þegar húsið var teiknað og það hangir nú í sérstöku skoti framan á byggingunni, sem vegfarendur um Tjarnargötu geta virt fyrir sér.
Verkið samanstendur af stórri málmskífu og miklum pinna sem gengur í gegnum hana, allt yfirbragð nokkuð pendúlslegt. Verkið er hreyfanlegt, eins og sést í innslaginu hér fyrir neðan sem sýnt var í fréttum Stöðvar 2 í gær.