Drögumst aftur úr vegna EES Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 09:00 Haft var eftir Sigríði Mogensen, nýjum formanni ráðgjafarnefndar EFTA, í Viðskiptablaðinu fyrr á árinu að íþyngjandi regluverk innan Evrópu hefði haft neikvæð áhrif á ríki álfunnar. Evrópa væri fyrir vikið að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í heiminum í iðnaði sem gæti haft slæm áhrif á lífskjör. Þar væri Ísland ekki undanskilið. Sérstök áherzla yrði lögð á samkeppnishæfni í formennsku hennar. „Það sem er að gerast er að Evrópa er að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í verðmætasköpun eða í landframsleiðslu á mann og þar með lífskjörum. Þetta er áhyggjuefni sem er mikið í umræðunni núna innan ESB og Ísland er þar ekki undanskilið. Við eigum alltaf að vera hugsa um hvernig regluverk, reglur og lög, sem er sett hefur áhrif á verðmætasköpun og samkeppnishæfni,“ sagði Sigríður enn fremur. Mestu skipti að auka samkeppnishæfni EFTA/EES-ríkjanna og innri markaðar Evrópusambandsins. „Af því við höfum í raun áhyggjur af skertri samkeppnishæfni og áhrifum íþyngjandi löggjafar á samkeppnishæfni ríkjanna.“ Þá væri enn fremur mikilvægt að taka á svonefndri gullhúðun. Það er þegar regluverk frá sambandinu í gegnum EES-samninginn er innleitt meira íþyngjandi hér á landi en það kemur þaðan. Endalok dýrðardaga Evrópusambandsins Forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært á undanförnum árum en að gangast við þeim veruleika að sambandið sé hnignandi markaður miðað við það sem er að gerast víðast hvar annars staðar og að regluverks þess sé iðulega afar íþyngjandi. Lausn þeirra hefur hins vegar allajafna verið meiri samruni innan Evrópusambandsins, meira framsal valds, meiri miðstýring – og meira regluverk. „Frá efnahagslegum sjónarhóli horfum við fram á endalok dýrðardaga Evrópusambandsins í samanburði við það sem aðrir eru að gera,“ sagði til að mynda Jean-Claude Juncker, þáverandi forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, í ræðu í Madrid, höfuðborg Spánar, í október 2015. „Evrópusambandinu gengur ekki mjög vel,“ sagði hann enn fremur. Þannig stæði sambandið frammi fyrir efnahagslegri hnignun. Vakti Juncker þannig athygli á því í ræðu sinni að hlutdeild Evrópusambandsins í hagvexti á heimsvísu færi minnkandi og yrði innan skamms einungis 15% á meðan 80% af hagvextinum yrði til í ríkjum utan þess. Hlutdeild sambandsins er í dag komin niður fyrir 15% en til samanburðar var hún tvöfalt meiri fyrir aldarfjórðungi síðan. Þá er gert ráð fyrir því að hlutdeild þess verði komin undir 10% fyrir árið 2050. Stærsta vandamálið er sjálft regluverkið Vaxandi umræða hefur farið fram hér á landi undanfarin ár um þau neikvæðu áhrif sem íþyngjandi regluverk hefur á atvinnulífið og lífskjör fólks. Bæði íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og þegar illt er gert verra með gullhúðun þess. Hins vegar er ljóst að stærsta vandamálið er ekki gullhúðunin, þó taka þurfi hana föstum tökum, heldur sjálft regluverkið úr smiðju sambandsins. Til að mynda kemur fram í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 að mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kæmi frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og að dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks hér á landi mætti einkum rekja til þess að slíkt regluverk kæmi aðallega þaðan. Þá hefði gullhúðun á regluverki frá sambandinu átt sér stað í þriðjungi tilvika. „Það er ekki um það að ræða að við getum einfaldað regluverkið upp á okkar eindæmi nema að litlu leyti meðan við erum aðili að EES-samningnum,“ hafði ViðskiptaMogginn eftir Guðrúnu Þorleifsdóttur, skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. nóvember síðastliðinn. Við getum þannig tekið á gullhúðuninni en ekki breytt innleiddri löggjöf frá Evrópusambandinu á meðan Ísland er aðili að samningnum. Regluverkið í gegnum EES orðið of flókið Fyrir vikið hafa þær aðgerðir, sem stjórnvöld hafa gripið til á liðnum árum til þess að einfalda regluverk, eingöngu snúið að regluverki sem heyrir ekki undir EES-samninginn. Til að mynda regluverk um sjávarútveg. Eins var að sama skapi tekið sérstaklega fram í samkeppnismati OECD fyrir ríkisstjórnina á regluverki um ferðaþjónustu og byggingariðnað árið 2020 að matið næði ekki til regluverks frá Evrópusambandinu. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Hliðstæð gagnrýni kom fram í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 þar sem hún sagði að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að sífellt meiri vinna færi í skriffinsku. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að það mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum í raun þannig í verstu mögulegu stöðu í þessum efnum fyrir utan inngöngu í Evrópusambandið þar sem allt regluverk þess væri undir og vægi Íslands færi aðallega eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er þannig að innleiða regluverk frá sambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur hérlend stjórnsýsla í reynd fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Talað er gjarnan um að EES-samningurinn þýði að íslenzkt atvinnulíf sé samkeppnishæft á við atvinnulíf annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins en nær er að segja að vegna hans sé hérlent atvinnulíf jafn ósamkeppnishæft og það. Markmiðið hlýtur að vera að hérlent atvinnulíf verði sem samkeppnishæfast og þar með til að mynda samkeppnishæfara en atvinnulíf annarra ríkja innan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum erum við Íslendingar þannig í vaxandi mæli bundnir á regluverksklafa hnignandi markaðar. Væri samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks frá Evrópusambandinu eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Haft var eftir Sigríði Mogensen, nýjum formanni ráðgjafarnefndar EFTA, í Viðskiptablaðinu fyrr á árinu að íþyngjandi regluverk innan Evrópu hefði haft neikvæð áhrif á ríki álfunnar. Evrópa væri fyrir vikið að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í heiminum í iðnaði sem gæti haft slæm áhrif á lífskjör. Þar væri Ísland ekki undanskilið. Sérstök áherzla yrði lögð á samkeppnishæfni í formennsku hennar. „Það sem er að gerast er að Evrópa er að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í verðmætasköpun eða í landframsleiðslu á mann og þar með lífskjörum. Þetta er áhyggjuefni sem er mikið í umræðunni núna innan ESB og Ísland er þar ekki undanskilið. Við eigum alltaf að vera hugsa um hvernig regluverk, reglur og lög, sem er sett hefur áhrif á verðmætasköpun og samkeppnishæfni,“ sagði Sigríður enn fremur. Mestu skipti að auka samkeppnishæfni EFTA/EES-ríkjanna og innri markaðar Evrópusambandsins. „Af því við höfum í raun áhyggjur af skertri samkeppnishæfni og áhrifum íþyngjandi löggjafar á samkeppnishæfni ríkjanna.“ Þá væri enn fremur mikilvægt að taka á svonefndri gullhúðun. Það er þegar regluverk frá sambandinu í gegnum EES-samninginn er innleitt meira íþyngjandi hér á landi en það kemur þaðan. Endalok dýrðardaga Evrópusambandsins Forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært á undanförnum árum en að gangast við þeim veruleika að sambandið sé hnignandi markaður miðað við það sem er að gerast víðast hvar annars staðar og að regluverks þess sé iðulega afar íþyngjandi. Lausn þeirra hefur hins vegar allajafna verið meiri samruni innan Evrópusambandsins, meira framsal valds, meiri miðstýring – og meira regluverk. „Frá efnahagslegum sjónarhóli horfum við fram á endalok dýrðardaga Evrópusambandsins í samanburði við það sem aðrir eru að gera,“ sagði til að mynda Jean-Claude Juncker, þáverandi forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, í ræðu í Madrid, höfuðborg Spánar, í október 2015. „Evrópusambandinu gengur ekki mjög vel,“ sagði hann enn fremur. Þannig stæði sambandið frammi fyrir efnahagslegri hnignun. Vakti Juncker þannig athygli á því í ræðu sinni að hlutdeild Evrópusambandsins í hagvexti á heimsvísu færi minnkandi og yrði innan skamms einungis 15% á meðan 80% af hagvextinum yrði til í ríkjum utan þess. Hlutdeild sambandsins er í dag komin niður fyrir 15% en til samanburðar var hún tvöfalt meiri fyrir aldarfjórðungi síðan. Þá er gert ráð fyrir því að hlutdeild þess verði komin undir 10% fyrir árið 2050. Stærsta vandamálið er sjálft regluverkið Vaxandi umræða hefur farið fram hér á landi undanfarin ár um þau neikvæðu áhrif sem íþyngjandi regluverk hefur á atvinnulífið og lífskjör fólks. Bæði íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og þegar illt er gert verra með gullhúðun þess. Hins vegar er ljóst að stærsta vandamálið er ekki gullhúðunin, þó taka þurfi hana föstum tökum, heldur sjálft regluverkið úr smiðju sambandsins. Til að mynda kemur fram í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 að mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kæmi frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og að dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks hér á landi mætti einkum rekja til þess að slíkt regluverk kæmi aðallega þaðan. Þá hefði gullhúðun á regluverki frá sambandinu átt sér stað í þriðjungi tilvika. „Það er ekki um það að ræða að við getum einfaldað regluverkið upp á okkar eindæmi nema að litlu leyti meðan við erum aðili að EES-samningnum,“ hafði ViðskiptaMogginn eftir Guðrúnu Þorleifsdóttur, skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. nóvember síðastliðinn. Við getum þannig tekið á gullhúðuninni en ekki breytt innleiddri löggjöf frá Evrópusambandinu á meðan Ísland er aðili að samningnum. Regluverkið í gegnum EES orðið of flókið Fyrir vikið hafa þær aðgerðir, sem stjórnvöld hafa gripið til á liðnum árum til þess að einfalda regluverk, eingöngu snúið að regluverki sem heyrir ekki undir EES-samninginn. Til að mynda regluverk um sjávarútveg. Eins var að sama skapi tekið sérstaklega fram í samkeppnismati OECD fyrir ríkisstjórnina á regluverki um ferðaþjónustu og byggingariðnað árið 2020 að matið næði ekki til regluverks frá Evrópusambandinu. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Hliðstæð gagnrýni kom fram í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 þar sem hún sagði að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að sífellt meiri vinna færi í skriffinsku. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að það mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum í raun þannig í verstu mögulegu stöðu í þessum efnum fyrir utan inngöngu í Evrópusambandið þar sem allt regluverk þess væri undir og vægi Íslands færi aðallega eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er þannig að innleiða regluverk frá sambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur hérlend stjórnsýsla í reynd fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Talað er gjarnan um að EES-samningurinn þýði að íslenzkt atvinnulíf sé samkeppnishæft á við atvinnulíf annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins en nær er að segja að vegna hans sé hérlent atvinnulíf jafn ósamkeppnishæft og það. Markmiðið hlýtur að vera að hérlent atvinnulíf verði sem samkeppnishæfast og þar með til að mynda samkeppnishæfara en atvinnulíf annarra ríkja innan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum erum við Íslendingar þannig í vaxandi mæli bundnir á regluverksklafa hnignandi markaðar. Væri samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks frá Evrópusambandinu eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun