Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar 9. apríl 2024 07:00 Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Ástæðan sem Gísli gefur upp fyrir ákvörðun sinni er sú að honum ofbýður bæði framganga Ísraels á Gaza og skortur á viðbrögðum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva við henni. Hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki þá fellur ákvörðun Gísla undir menningarlega sniðgöngu. Gísli bætist því í vaxandi hóp fólks sem tekur afstöðu gegn árásum Ísraelshers á íbúa Gaza og kýs að beita þeirri friðsamlegu aðferð sem sniðganga er. Menningarleg sniðganga er hluti af aðferðum BDS (BoycottDivestSanction) hreyfingarinnar, sem var stofnuð af palestínskum samtökum árið 2005. Hreyfingin leitast við að hafa áhrif á ísraelsk stjórnvöld með alþjóðlegri sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptaþvingunum. Sá hluti sniðgöngunnar sem snýr að menningu reynir meðal annars að koma í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld noti menningarviðburði á borð við Söngvakeppnina til að hvítþvo, og í tilfelli Eurovision bæði hvít- og bleikþvo, ímynd sína á alþjóðavettvangi. Í tilkynningunni, sem Gísli Marteinn sendi frá sér á samskiptamiðlinum Instagram tekur hann einnig fram að fyrir honum snúist Söngvakeppnin um stemningu og gleði en hann finni fyrir hvorugu í keppninni í ár. Sá hluti yfirlýsingarinnar er afar skiljanlegur því hvernig er hægt að finna gleði og stemningu þegar 13.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísraelsher á hálfu ári? Á dögunum komust tónlistargagnrýnendur hjá Norska Ríkisútvarpinu, NRK og tónlistarfræðingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen, að sömu niðurstöðu og Gísli og tilkynntu að þau myndu ekki með neinu móti fjalla um Söngvakeppnina 2024, heldur sniðganga keppnina vegna þjóðarmorðs ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Einnig hefur gengið erfiðlega hjá aðstandendum keppninnar að fá tónlistarfólk til að troða upp í Eurovision-þorpinu í Malmö í ár því fjöldi sænskra hljómsveita neitar að taka þátt af sömu ástæðum. Engan þarf að undra viðbrögð norsku og íslensku gagnrýnendanna, sænska tónlistarfólksins og Gísla, enda ætti ekkert að vera eðlilegra en að láta réttlætis- og siðferðiskennd ráða för þegar fólk tekur ákvarðanir. Viðbrögðin eru þó, ótrúlegt en satt, eins og vin í eyðimörkinni því fólk og stofnanir forðast að taka afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Það er til að mynda hæsta máta undarlegt að stjórnendur RÚV hafi á engum tímapunkti hugsað með sér: „Er ekki kaldranalegt að taka þátt í stærsta glimmerpartýi Evrópu á sama tíma og ein keppnisþjóðanna murkar líf úr heilli þjóð. Ættum við kannski að sleppa því í þetta sinn?” Það er ofar mínum skilningi hvernig þátttaka okkar í Eurovision í ár var réttlætt. Sér í lagi þar sem við höfum mjög skýrt dæmi um hvernig hægt er að bregðast við þegar ein keppnisþjóð ræðst á aðra: Rússland hefur ekki fengið að vera með í Eurovision síðan ríkið réðst inn í Úkraínu 2022. Keppnin rúllaði þó áfram, Rússlandslaus, og í ofanálag kusu áhorfendur Úkraínu sem sigurvegara. Einfalt mál, búið, bless. Í kjölfarið var Rússland einnig útilokað frá helstu íþrótta- og menningarviðburðum um alla Evrópu. Rauðum samstöðudregli hefur verið rúllað um stofnanir og borgir og úkraínski fáninn blaktir við himininn hvert sem litið er. Þegar stuðning við Palestínu ber hins vegar á góma þá verður málið skyndilega svo flókið að meira að segja yfirlýsta friðarborgin Reykjavík getur ekki flaggað palestínska fánanum - og RÚV neitar að taka afstöðu. Það er því kærkomið þegar fólk eins og Gísli stendur upp og segir stopp, og því ber að fagna. Með yfirlýsingu sinni býr hann til skjól fyrir næstu manneskju og auðveldar henni að taka afstöðu og þannig, koll af kolli, verður til umhverfi þar sem fólk getur tekið lýst yfir afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til þeirra sem eru í mögulega í þeirri aðstöðu að fylla í skarð Gísla og lýsa keppninni í ár: Hvernig myndirðu réttlæta þá ákvörðun ef manneskja frá Gaza myndi spyrja þig út í hana? Höfundur er tónlistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Ástæðan sem Gísli gefur upp fyrir ákvörðun sinni er sú að honum ofbýður bæði framganga Ísraels á Gaza og skortur á viðbrögðum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva við henni. Hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki þá fellur ákvörðun Gísla undir menningarlega sniðgöngu. Gísli bætist því í vaxandi hóp fólks sem tekur afstöðu gegn árásum Ísraelshers á íbúa Gaza og kýs að beita þeirri friðsamlegu aðferð sem sniðganga er. Menningarleg sniðganga er hluti af aðferðum BDS (BoycottDivestSanction) hreyfingarinnar, sem var stofnuð af palestínskum samtökum árið 2005. Hreyfingin leitast við að hafa áhrif á ísraelsk stjórnvöld með alþjóðlegri sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptaþvingunum. Sá hluti sniðgöngunnar sem snýr að menningu reynir meðal annars að koma í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld noti menningarviðburði á borð við Söngvakeppnina til að hvítþvo, og í tilfelli Eurovision bæði hvít- og bleikþvo, ímynd sína á alþjóðavettvangi. Í tilkynningunni, sem Gísli Marteinn sendi frá sér á samskiptamiðlinum Instagram tekur hann einnig fram að fyrir honum snúist Söngvakeppnin um stemningu og gleði en hann finni fyrir hvorugu í keppninni í ár. Sá hluti yfirlýsingarinnar er afar skiljanlegur því hvernig er hægt að finna gleði og stemningu þegar 13.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísraelsher á hálfu ári? Á dögunum komust tónlistargagnrýnendur hjá Norska Ríkisútvarpinu, NRK og tónlistarfræðingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen, að sömu niðurstöðu og Gísli og tilkynntu að þau myndu ekki með neinu móti fjalla um Söngvakeppnina 2024, heldur sniðganga keppnina vegna þjóðarmorðs ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Einnig hefur gengið erfiðlega hjá aðstandendum keppninnar að fá tónlistarfólk til að troða upp í Eurovision-þorpinu í Malmö í ár því fjöldi sænskra hljómsveita neitar að taka þátt af sömu ástæðum. Engan þarf að undra viðbrögð norsku og íslensku gagnrýnendanna, sænska tónlistarfólksins og Gísla, enda ætti ekkert að vera eðlilegra en að láta réttlætis- og siðferðiskennd ráða för þegar fólk tekur ákvarðanir. Viðbrögðin eru þó, ótrúlegt en satt, eins og vin í eyðimörkinni því fólk og stofnanir forðast að taka afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Það er til að mynda hæsta máta undarlegt að stjórnendur RÚV hafi á engum tímapunkti hugsað með sér: „Er ekki kaldranalegt að taka þátt í stærsta glimmerpartýi Evrópu á sama tíma og ein keppnisþjóðanna murkar líf úr heilli þjóð. Ættum við kannski að sleppa því í þetta sinn?” Það er ofar mínum skilningi hvernig þátttaka okkar í Eurovision í ár var réttlætt. Sér í lagi þar sem við höfum mjög skýrt dæmi um hvernig hægt er að bregðast við þegar ein keppnisþjóð ræðst á aðra: Rússland hefur ekki fengið að vera með í Eurovision síðan ríkið réðst inn í Úkraínu 2022. Keppnin rúllaði þó áfram, Rússlandslaus, og í ofanálag kusu áhorfendur Úkraínu sem sigurvegara. Einfalt mál, búið, bless. Í kjölfarið var Rússland einnig útilokað frá helstu íþrótta- og menningarviðburðum um alla Evrópu. Rauðum samstöðudregli hefur verið rúllað um stofnanir og borgir og úkraínski fáninn blaktir við himininn hvert sem litið er. Þegar stuðning við Palestínu ber hins vegar á góma þá verður málið skyndilega svo flókið að meira að segja yfirlýsta friðarborgin Reykjavík getur ekki flaggað palestínska fánanum - og RÚV neitar að taka afstöðu. Það er því kærkomið þegar fólk eins og Gísli stendur upp og segir stopp, og því ber að fagna. Með yfirlýsingu sinni býr hann til skjól fyrir næstu manneskju og auðveldar henni að taka afstöðu og þannig, koll af kolli, verður til umhverfi þar sem fólk getur tekið lýst yfir afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til þeirra sem eru í mögulega í þeirri aðstöðu að fylla í skarð Gísla og lýsa keppninni í ár: Hvernig myndirðu réttlæta þá ákvörðun ef manneskja frá Gaza myndi spyrja þig út í hana? Höfundur er tónlistakona.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar