Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:07 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands var til viðtals eftir 3-1 tap liðsins í Þýskalandi í kvöld Vísir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru. „Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
„Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira