Bjóst við tíu leikjum ekki tíu árum Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2024 08:00 Patrick Pedersen er kominn í 100 marka klúbbinn og stefnir á markamet Tryggva Guðmundssonar. Vísir/Einar Daninn Patrick Pedersen skoraði um helgina sitt hundraðasta mark í efstu deild hér á landi og er því kominn í fámennan hóp manna með þriggja stafa tölu. Hann stefnir á að verða markahæstur í sögu deildarinnar. Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira