Ofbeldismenning í ríkisstjórninni Margrét Rut Eddurdóttir skrifar 10. apríl 2024 22:00 Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ekki reið en staðráðin. Í gær var ég handtekin af lögreglunni á Bessastöðum af því í dag, eins og í gær, er ég ekki lengur meðvirk með gerendum þessarar þjóðar. Þegar ég sá fréttir af nýrri stöðu Bjarna Benediktssonar upplifði ég ofbeldi. Það er ofbeldi sem fær að viðgangast gagnvart þjóðinni að þessi maður fái að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur. Vantraust þjóðarinnar til Bjarna Benediktssonar er í sögulegu hámarki, ekki núna heldur hefur hann náð þeim titli að vera óvinsælasti og ótraustverðugasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda, og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðist blindaðir af ótta, meðvirkni og normalíseringu á þessu tiltekna ofbeldi. Við berum öll ábyrgð á meðvirkni okkar. Okkur ber að setja mörk og leyfa ofbeldinu ekki að leika lausum hala. En til þess að vinna okkur úr ofbeldismenningunni þurfum við að geta treyst hvort öðru. Traust er undirstaða alls og eina leiðin til þess að leiða þjóðina saman er að byggja traust. Án trausts höfum við ekkert samtal og með engu samtali verður meiri sorg, reiði og ofbeldi. Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk. Á mótmælum við Bessastaði í gær var fjölbreyttur hópur af fólki. Ég ásamt flest öðrum komum þarna á eigin vegum til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í Íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir. Mótmælin voru að öllu leyti friðsamleg. Hins vegar vorum við nokkur sem settumst niður í mótmælaskyni þar sem okkur var og er ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fær trekk í trekk að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Það sem þjóðin þarf núna er traust til ríkisstjórnarinnar. Það traust verður ekki unnið til baka á meðan Bjarni Benediktsson situr í ráðherrastól. Í lokin vil ég vísa í grein eftir Gunnar Smára Egilsson þar sem hann rekur feril Bjarna Benediktssonar í grófum dráttum. Greinin birtist á Vísi 28. apríl 2022. Mér ber að nefna að fyrir utan alla vafasama og siðlausu hegðun Bjarna í gegnum árin þá er það að mínu mati það allra versta sem hann hefur gert þjóðinni er að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA og hefur ennþá ekki stutt málsókn Suður Afríku fyrir alþjóðadómstólnum gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Síðast enn ekki síst hefur Bjarni Benediktsson ekki unnið að því að koma öllu því fólki á Gaza sem var búið að fá samþykkta vernd við fjölskyldusameiningu heim til Íslands. Ég vil persónulega þakka öllu því fólki sem lætur til sín taka í málefnum jaðarsettra í samfélaginu. Þetta er fólkið sem lögreglan ætti að vernda í stað þess að slá skjaldborg um auðvaldið. En það er efni í annan pistil. Kær og ómeðvirk kveðja,Magga Eddudóttir Höfundur er listakona.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar