„Veit að þetta er löng og ströng sería og við erum yfir eins og er“ Stefán Marteinn skrifar 10. apríl 2024 22:23 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík lagði Þór Þ. af velli 87-73 í Ljónagryfjunni þegar liðin mættust í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðana í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. „Við vorum yfir eftir fyrsta leikhluta þannig þetta er bara rétt að byrja. Það eru engar svakalegar tilfinningar í gangi. Maður veit að þetta er löng og ströng sería en við erum yfir eins og er en þetta er fljótt að breytast.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Njarðvíkingar tóku forystuna í leiknum strax í fyrsta leikhluta og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks en Benedikt vildi þó ekki meina að þetta hafi verið þægilegur sigur. „Mér leið ekki þannig að það væri einhver lítil hætta því þegar við erum komnir hérna yfir í 20+ hérna í byrjun þriðja þá bara hættum við. Þetta var orðið bara á svona 30% hraða þannig ég var virkilega óánægður með mína leiðtoga að allt í einu hætta að gera það sem var að virka og þeir minnka þetta í tíu stig en maður á ekki að sleppa tökunum svona þegar maður er kominn með þau og ég er ósáttur með það en sáttur með margt líka.“ Benedikt Guðmundsson var eins og gefur að skilja ekki nógu ánægður með þá værukærð sem liðið sýndi í seinni hálfleik. „Ef það hefði verið smá værukærð þá hefði þetta aldrei verið svona slæmt hjá okkur á þessum kafla en það var hellings værukærð og þetta er ekki í fyrsta skipti sem að ég tala um þetta við bæði liðið mitt og ég hef nefnt þetta í viðtölum áður. Um leið og við erum komnir með eitthvað þægilegt forskot þá er eins og sjálfstraustið verði of mikið og við förum að vera ‘sloppy’ og það bara gengur ekki.“ Það stakk kannski í augun að sjá Chaz Williams bara með fimm stig en hann skilaði þó sextán stoðsendingum sem þjálfarinn sagði réttilega að væri ekki á hvers manns færi. „Chaz var með 11 stoðsendingar í hálfleik og stýrði þessum leik hérna en ég var ekki jafn ánægður með hann hérna í seinni hálfleik og sagði honum það að hann yrði að halda áfram og gæti ekki verið að fara vera drippla of mikið og við yrðum að halda áfram með það sem virkar en heilt yfir þá var hann góður þó hann hafi bara verið með fimm stig. Ég meina 16 stoðsendingar er ekkert á hvers manns færi.“ Hverju má búast við frá Njarðvíkurliðinu í leik tvö? „Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum inn í þennan leik og það var grimmd í liðinu og mikil orka. Við þurfum að gera það aftur nákvæmlega eins í næsta leik en það verður miklu erfiðara í Þorlákshöfn vegna þess að það er erfitt að spila þar. Þeir skora oftast meira en sjötíu og eitthvað stig á heimavelli, meira heldur en að þeir gerðu hér í kvöld þannig við þurfum að vera enn þá betri ef að við ætlum að vinna þann leik. “ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Við vorum yfir eftir fyrsta leikhluta þannig þetta er bara rétt að byrja. Það eru engar svakalegar tilfinningar í gangi. Maður veit að þetta er löng og ströng sería en við erum yfir eins og er en þetta er fljótt að breytast.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Njarðvíkingar tóku forystuna í leiknum strax í fyrsta leikhluta og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks en Benedikt vildi þó ekki meina að þetta hafi verið þægilegur sigur. „Mér leið ekki þannig að það væri einhver lítil hætta því þegar við erum komnir hérna yfir í 20+ hérna í byrjun þriðja þá bara hættum við. Þetta var orðið bara á svona 30% hraða þannig ég var virkilega óánægður með mína leiðtoga að allt í einu hætta að gera það sem var að virka og þeir minnka þetta í tíu stig en maður á ekki að sleppa tökunum svona þegar maður er kominn með þau og ég er ósáttur með það en sáttur með margt líka.“ Benedikt Guðmundsson var eins og gefur að skilja ekki nógu ánægður með þá værukærð sem liðið sýndi í seinni hálfleik. „Ef það hefði verið smá værukærð þá hefði þetta aldrei verið svona slæmt hjá okkur á þessum kafla en það var hellings værukærð og þetta er ekki í fyrsta skipti sem að ég tala um þetta við bæði liðið mitt og ég hef nefnt þetta í viðtölum áður. Um leið og við erum komnir með eitthvað þægilegt forskot þá er eins og sjálfstraustið verði of mikið og við förum að vera ‘sloppy’ og það bara gengur ekki.“ Það stakk kannski í augun að sjá Chaz Williams bara með fimm stig en hann skilaði þó sextán stoðsendingum sem þjálfarinn sagði réttilega að væri ekki á hvers manns færi. „Chaz var með 11 stoðsendingar í hálfleik og stýrði þessum leik hérna en ég var ekki jafn ánægður með hann hérna í seinni hálfleik og sagði honum það að hann yrði að halda áfram og gæti ekki verið að fara vera drippla of mikið og við yrðum að halda áfram með það sem virkar en heilt yfir þá var hann góður þó hann hafi bara verið með fimm stig. Ég meina 16 stoðsendingar er ekkert á hvers manns færi.“ Hverju má búast við frá Njarðvíkurliðinu í leik tvö? „Ég er mjög ánægður með það hvernig við komum inn í þennan leik og það var grimmd í liðinu og mikil orka. Við þurfum að gera það aftur nákvæmlega eins í næsta leik en það verður miklu erfiðara í Þorlákshöfn vegna þess að það er erfitt að spila þar. Þeir skora oftast meira en sjötíu og eitthvað stig á heimavelli, meira heldur en að þeir gerðu hér í kvöld þannig við þurfum að vera enn þá betri ef að við ætlum að vinna þann leik. “
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira