Sjokkerandi tap gegn E-deildarliði en Óskar sér ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í úrvalsdeildarliði Haugesund töpuðu gegn liði úr 4. deild, eða E-deild, í bikarkeppninni. Getty Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund urðu að sætta sig við afar óvænt tap gegn E-deildarliði Torvastad í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. „Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins. Norski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins.
Norski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti