Sjokkerandi tap gegn E-deildarliði en Óskar sér ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2024 10:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans menn í úrvalsdeildarliði Haugesund töpuðu gegn liði úr 4. deild, eða E-deild, í bikarkeppninni. Getty Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund urðu að sætta sig við afar óvænt tap gegn E-deildarliði Torvastad í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. „Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins. Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
„Það er auðvitað skelfileg tilfinning að tapa þessum leik,“ sagði Óskar við Haugesunds Avis eftir þennan fyrsta bikarleik sinn sem þjálfari í Noregi, eftir komuna frá Breiðabliki í vetur. Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu svo að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar reyndist tvítugur forfallakennari hetja Torvastad því markvörðurinn Jørgen Haldheim Grønningen varði allar fjórar spyrnur Haugesund í keppninni, þar á meðal eina frá Hlyni Frey Karlssyni, en sjá má vörslurnar hér að neðan. Watch as goalkeeper Jørgen Kaldheim Grønningen manages to save all 4 Haugesund penalties, and goes into the Torvastad history books! The magic of the cup @tv2sport https://t.co/MNw1UKCHfb pic.twitter.com/GvOxEtiRlC— Football Norway (@NorwayFooty) April 10, 2024 „Ekki þannig að við teldum Torvastad lélegt lið“ Óskar Hrafn var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og til að mynda tók Anton Logi Lúðvíksson ekki þátt, en þjálfarinn var spurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi: „Það er erfitt að segja. Mér fannst við vera með nógu gott lið og gera nóg til að vinna þennan leik. Við fengum færi í venjulegum leiktíma, og færi í framlengingunni, en þegar menn klúðra fjórum vítum þá eiga þeir ekki skilið að fara áfram. Fullt hrós og hamingjuóskir til Torvastad,“ sagði Óskar við HA. En hefði hann ekki átt að stilla upp sterkara liði? „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en mér fannst liðið sem ég stillti upp sýna að það var nógu gott til að vinna leikinn. Það var ekki þannig að við teldum Torvastad eitthvað lélegt lið. Við stilltum upp góðum leikmönnum sem berjast um sæti í byrjunarliði Haugesund, svo ég hafði fulla trú á að við myndum klára dæmið,“ sagði Óskar. Síminn að springa hjá hetjunni Grønningen, hetja Torvastad, segist aldrei hafa upplifað annað eins og að síminn hafi verið stútfullur af skilaboðum þegar hann opnaði hann eftir leik. TORVASTAD: Ingen tvil om hvem som var den store helten på Torvastad i kveld: Jørgen Kaldheim Grønningen (20), @Jorgen_KG #FKH https://t.co/j0sAFoOm1G pic.twitter.com/KiLhvEyWIK— Joakim Ellingsen (@JoakimEllingsen) April 10, 2024 „Þetta er súrrealískt. Algjörlega ótrúlegt. Ég veit ekki hvernig þetta er hægt. Ég komst í góðan takt eftir að ég varði fyrsta vítið, og svo hélt ég bara áfram eftir það,“ sagði Grønningen við Nettavisen og upplýsti að hann væri þegar búinn að fá símtal frá sjö fjölmiðlum til viðbótar. „Þetta er alveg sjúkt. Ég kom út úr búningsklefanum og opnaði símann… Ég hef aldrei séð svona margar tilkynningar í símanum! En það er alveg þess virði að fá símtöl frá fjölmiðlum fyrir svona upplifun,“ sagði markvörðurinn. Óskar og hans menn í Haugesund höfðu fengið draumabyrjun í norsku úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu 2-1 útisigur gegn Odd fyrir tveimur vikum. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta heimaleiknum, 2-0 gegn Lilleström, á sunnudaginn og eiga næst leik við Tromsö á útivelli um helgina. Haugesund bjargaði sér naumlega frá falli undir lok síðasta árs, áður en Óskar tók við stjórn liðsins.
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti