Trúir þessu einhver? María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. apríl 2024 10:30 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun