Trúir þessu einhver? María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. apríl 2024 10:30 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar