Handbolti

Óðinn Þór og fé­lagar í undan­úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Óðinn Þór og félagar fóru með sigur af hólmi.
Óðinn Þór og félagar fóru með sigur af hólmi. Kadetten

Kadetten Schaffhausen, lið Óðins Þórs Ríkharðssonar, er komið í undanúrslit svissnesku úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Wacker Thun. 

Kadetten vann fyrsta leik einvígisins en tapaði öðrum leiknum. Þeir unnu svo sjö marka sigur í síðasta leik, fjögurra marka sigur í dag og einvígið fór því 3-1. 

Í leik dagsins var Wacker Thun á heimavelli, jafnræði ríkti með liðunum fyrst um sinn en þegar líða fór á seinni hálfleikinn tók Kadetten forystuna og lokaði öruggum sigri. 

Kadetten Schaffhausen er ríkjandi meistari í Sviss og mætir Amicitia Zurich í undanúrslitum. Hinum megin eigast Winterthur og Kriens við. 

Auk þess spilar Kadetten úrslitaleik í bikarkeppninni við Basel þann 27. apríl. 


Tengdar fréttir

Óðinn Þór nálgast undanúrslitin í Sviss

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten unnu góðan sjö marka sigur á Wacker Thun í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum efstu deildar Sviss í handknattleik. Kadetten er einum sigri frá sæti í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×