Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 10:28 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er spennt að segja landsmönnum fréttir í opinni dagskrá á ný. vísir/vilhelm Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fagnar opnun fréttatímans. „Það er mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála. Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að efla samtalið við fólkið í landinu og viljum heyra sem mest í því – þannig að ég minni á að það er hægt að senda okkur ábendingar af öllum toga á ritstjorn@visir.is,“ segir Erla Björg. Kvöldfréttir verða eftir sem áður á sínum stað á Bylgjunni auk þess að vera í beinni útsendingu á Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.Eyþór „Við erum gríðarlega stolt af kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamönnum okkar sem hafa undanfarna áratugi sýnt mikinn styrk í framleiðslu á fréttatengdu efni. Rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og við höfum þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú hefur skapast tækifæri til að gera sjónvarpsfréttirnar aftur aðgengilegar landsmönnum sem er sérlega ánægjulegt,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur markvisst aukið við framleiðslu á íslensku efni síðustu ár. Á efnisveitunni Stöð 2+ eru 257 íslenskar þáttaraðir og á fimmta tug talsettra barnaþáttaraða í bland við úrval af erlendu gæðaefni og hundruð kvikmynda. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fagnar opnun fréttatímans. „Það er mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála. Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar. Við leggjum mikla áherslu á að efla samtalið við fólkið í landinu og viljum heyra sem mest í því – þannig að ég minni á að það er hægt að senda okkur ábendingar af öllum toga á ritstjorn@visir.is,“ segir Erla Björg. Kvöldfréttir verða eftir sem áður á sínum stað á Bylgjunni auk þess að vera í beinni útsendingu á Vísi. Eva Georgs Ásudóttir er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.Eyþór „Við erum gríðarlega stolt af kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamönnum okkar sem hafa undanfarna áratugi sýnt mikinn styrk í framleiðslu á fréttatengdu efni. Rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og við höfum þurft að laga okkur að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú hefur skapast tækifæri til að gera sjónvarpsfréttirnar aftur aðgengilegar landsmönnum sem er sérlega ánægjulegt,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 hefur markvisst aukið við framleiðslu á íslensku efni síðustu ár. Á efnisveitunni Stöð 2+ eru 257 íslenskar þáttaraðir og á fimmta tug talsettra barnaþáttaraða í bland við úrval af erlendu gæðaefni og hundruð kvikmynda.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira