Kane fær ekki að spila á Króknum Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 13:06 DeAndre Kane verður ekki með Grindavík á mánudaginn og það er vatn á myllu Tindastóls. vísir/Vilhelm Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. Bann hefur vofað yfir Kane allt frá því að hann þótti láta illa í garð dómara leiksins við Stjörnuna í Garðabæ fyrir hálfum mánuði, í næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaða í málinu tafðist hins vegar vegna þess að Grindvíkingum var ekki veittur kostur á að andmæla kæru, því tölvupóstur til þeirra fór ekki á rétt netfang. Upphaflega átti Kane að fara í tveggja leikja bann en nú þegar málið hefur dregist, og Grindvíkingar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, er niðurstaðan eins leiks bann. Vegna þess að niðurstaða var ekki komin í málið í gær gat Kane spilað með Grindavík í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni, þegar það vann afar öruggan sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls í Smáranum. Kane var atkvæðamikill með 21 stig, sex stoðsendingar og fimm fráköst í leiknum. Kane verður hins vegar ekki með í leik tvö í einvíginu, á Sauðárkróki á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslit. Mögulega mætir hann því á Krókinn í leik fjögur. Samkvæmt reglum KKÍ geta Grindvíkingar ekki áfrýjað úrskurðinum, þar sem að bannið er styttra en þrír leikir. Kane var gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan, eftir að hann taldi á sér brotið án þess að villa væri dæmd. Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík tapaði leiknum gegn Stjörnunni, 91-90, og er það eina tap liðsins í Subway-deildinni síðan í desember. Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Sjá meira
Bann hefur vofað yfir Kane allt frá því að hann þótti láta illa í garð dómara leiksins við Stjörnuna í Garðabæ fyrir hálfum mánuði, í næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaða í málinu tafðist hins vegar vegna þess að Grindvíkingum var ekki veittur kostur á að andmæla kæru, því tölvupóstur til þeirra fór ekki á rétt netfang. Upphaflega átti Kane að fara í tveggja leikja bann en nú þegar málið hefur dregist, og Grindvíkingar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, er niðurstaðan eins leiks bann. Vegna þess að niðurstaða var ekki komin í málið í gær gat Kane spilað með Grindavík í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni, þegar það vann afar öruggan sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls í Smáranum. Kane var atkvæðamikill með 21 stig, sex stoðsendingar og fimm fráköst í leiknum. Kane verður hins vegar ekki með í leik tvö í einvíginu, á Sauðárkróki á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslit. Mögulega mætir hann því á Krókinn í leik fjögur. Samkvæmt reglum KKÍ geta Grindvíkingar ekki áfrýjað úrskurðinum, þar sem að bannið er styttra en þrír leikir. Kane var gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan, eftir að hann taldi á sér brotið án þess að villa væri dæmd. Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík tapaði leiknum gegn Stjörnunni, 91-90, og er það eina tap liðsins í Subway-deildinni síðan í desember.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Sjá meira
„Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01
„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30