Hættu við eftir símtal frá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 11:25 Joe Biden og Benjamín Netanjahú. AP Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. Í frétt New York Times er haft eftir tveimur ónafngreindum ísraelskum embættismönnum að meðlimir stríðsráðsins, sem myndað var eftir árásina á Ísrael þann 7. október, hafi lagt til viðbrögð við árás Írana í gærkvöldi. Hætt hafi verið við þau viðbrögð eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Heimildarmenn NYT vildu ekki segja nánar frá því hvað Netanjahú og Biden töluðu um. Biden hefur kallað eftir því að Ísraelar forðist frekari stigmögnun og hefur hann boðað leiðtoga G-7 ríkjanna á fund til að finna annarskonar leiðir til að bregðast við árás Írana. Einnig segja embættismennirnir að það hafi spilað inn í að nánast allir drónarnir og eldflaugarnar sem Íranar skutu að Ísrael hafi verið skotnar niður. Árás Írana hefur verið fordæmd víða á Vesturlöndum. Utanríkisráðherra Írans hefur kallað sendiherra Bretlands, Þýskalands og Frakklands, á teppið í Teheran í dag. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að sendiherrarnir hafi verið boðaðir á fund vegna „óábyrgrar afstöðu“ ríkjanna til árásar Írana. Eins of fram hefur komið skutu Íranar um þrjú hundruð sjálfsprengidrónum, stýriflaugum og skotflaugum að Ísrael í gærkvöldi. Það segjast ráðamenn í Íran hafa gert vegna loftárásar á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að gera. Tveir herforingjar úr íranska byltingarverðinum féllu í árásinni. Forsvarsmenn herafla Íran hafa lýst því yfir í morgun að málinu sé lokið af þeirra hálfu en segja að Íranar muni gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásinni í gærkvöldi. Íranar hafa einnig varað Bandaríkjamenn við því að koma Ísraelum til aðstoðar. Geri þeir það verði árásir gerðar á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Slíkar árásir frá vígahópum sem Íranar standa við bakið á hafa verið tíðar á undanförnum mánuðum. Bandarískur hermaður féll í þessum árásum í fyrra, sem leiddi til árása Bandaríkjamanna á hermenn byltingarvarðarins í Sýrlandi. Þá hafa hóparnir einnig skotið eldflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Baghdad í Írak. Ísrael Bandaríkin Íran Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Í frétt New York Times er haft eftir tveimur ónafngreindum ísraelskum embættismönnum að meðlimir stríðsráðsins, sem myndað var eftir árásina á Ísrael þann 7. október, hafi lagt til viðbrögð við árás Írana í gærkvöldi. Hætt hafi verið við þau viðbrögð eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Heimildarmenn NYT vildu ekki segja nánar frá því hvað Netanjahú og Biden töluðu um. Biden hefur kallað eftir því að Ísraelar forðist frekari stigmögnun og hefur hann boðað leiðtoga G-7 ríkjanna á fund til að finna annarskonar leiðir til að bregðast við árás Írana. Einnig segja embættismennirnir að það hafi spilað inn í að nánast allir drónarnir og eldflaugarnar sem Íranar skutu að Ísrael hafi verið skotnar niður. Árás Írana hefur verið fordæmd víða á Vesturlöndum. Utanríkisráðherra Írans hefur kallað sendiherra Bretlands, Þýskalands og Frakklands, á teppið í Teheran í dag. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að sendiherrarnir hafi verið boðaðir á fund vegna „óábyrgrar afstöðu“ ríkjanna til árásar Írana. Eins of fram hefur komið skutu Íranar um þrjú hundruð sjálfsprengidrónum, stýriflaugum og skotflaugum að Ísrael í gærkvöldi. Það segjast ráðamenn í Íran hafa gert vegna loftárásar á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í síðasta mánuði, sem Ísraelar hafa verið sakaðir um að gera. Tveir herforingjar úr íranska byltingarverðinum féllu í árásinni. Forsvarsmenn herafla Íran hafa lýst því yfir í morgun að málinu sé lokið af þeirra hálfu en segja að Íranar muni gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásinni í gærkvöldi. Íranar hafa einnig varað Bandaríkjamenn við því að koma Ísraelum til aðstoðar. Geri þeir það verði árásir gerðar á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Slíkar árásir frá vígahópum sem Íranar standa við bakið á hafa verið tíðar á undanförnum mánuðum. Bandarískur hermaður féll í þessum árásum í fyrra, sem leiddi til árása Bandaríkjamanna á hermenn byltingarvarðarins í Sýrlandi. Þá hafa hóparnir einnig skotið eldflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Baghdad í Írak.
Ísrael Bandaríkin Íran Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00