Verðskulduðum ekki að komast nær en við gerðum Gunnar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 22:04 Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði Hött hafa verðskuldað sigurinn í kvöld. „Fyrst og fremst var frammistaða Hattar töluvert betri en okkar í kvöld,“ svaraði hann aðspurður um hvað hefði ráðið úrslitum leiksins. „Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum