Ég er ánægð að vera hætt með Rapyd Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Leví skrifar 15. apríl 2024 09:00 Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza[1]. Ég kannaði málið og sá að þessi maður er skráður eigandi Rapyd á Íslandi. Ég gat ekki hugsað mér að tengjast fyrirtæki sem styður þessar hryllilegu árásir og við ákváðum að flytja viðskiptin annað. Það var hvorki flókið né tímafrekt að skipta um færsluhirði. Ég kannaði fyrst hvaða kostir væru í boði og hver bakgrunnur hinna fyrirtækjanna væri. Svo leitaði ég tilboða og landaði góðum samningi á stuttum tíma. Skiptin sjálf tóku einn dag, bæði í posa og netsölu - gat ekki verið einfaldara! Ég sá um daginn niðurstöður úr skoðanakönnun[2] þar sem kom fram að næstum 60% Íslendinga vilja ekki eiga viðskipti við fyrirtæki sem nota Rapyd og þá varð ég enn sáttari við okkar ákvörðun um að skipta. Ég held að þessi niðurstaða sýni að stór hluti þjóðarinnar tekur siðferðilega afstöðu gegn árásum á saklaust fólk, að miklu leyti börn. Mér finnst eðlilegt að ég sem fyrirtækjaeigandi bregðist við þessari afgerandi niðurstöðu með því að stunda ekki viðskipti við Rapyd. Ég vil hvetja eigendur annarra fyrirtækja til að hætta með Rapyd og taka þannig skýra afstöðu gegn þessum hörmulegu árásum. Þannig getum við líka sýnt samfélagslega ábyrgð í verki, sem mér finnst mikilvægt. Sniðganga eins og þessi er friðsöm og góð leið til að hafa áhrif. Það er fljótlegt að skipta um færsluhirði og það er mikill léttir að fyrirtækið okkar sé ekki tengt fyrirtæki sem hefur sýnt stuðning við stríðsrekstur. Höfundur er ferðamálafræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20232491504d/haettum-vidskiptum-vid-rapyd-sem-stydur-mord-a-saklausu-folki [2] https://www.visir.is/g/20242543289d/riflega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun