Neymar sagður hafa mætt fullur á æfingar PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 07:30 Neymar með Lionel Messi þegar þeir léku saman hjá Paris Saint-Germain. Getty/Tim Clayton Franska stórblaðið L'Equipe segir ekki fallegar sögur af hegðun brasilíska knattspyrnumannsins Neymars undir lok tíma hans hjá franska félaginu Paris Saint Germain. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Neymar hafi mætt fullur á æfingar franska liðsins. Neymar var í sex ár hjá Parísarfélaginu og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu. Hann fór til Al Hilal í Sádí Arabíu síðasta sumar en missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hafa slitið krossband í leik með landsliðinu. Blaðamaður L'Equipe segir að undir lok tíma hans hjá PSG hafi Neymar mætt undir áhrifum áfengis á æfingar. Hann er líka sagður hafa lent í slagsmálum við liðsfélaga sína. À son arrivée au PSG, Kylian Mbappé vouait une vraie admiration pour Neymar. Mais avec le temps, la situation a changé à Paris.Neymar, anatomie d'une chute : https://t.co/HHaUWxyyyh pic.twitter.com/PHy5WjO0Cu— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 13, 2024 Neymar er meðal annars sakaður um það í greininni að hafa slegið unglingaliðsleikmanninn Ismael Gharbi þegar hann lá í jörðinni. Samband Neymars og Kylian Mbappé er sagt hafa verið slæmt. „Í byrjun þá kunni Kylian vel við Neymar en eftir að þeir unnu saman á hverjum degi þá missti hann alla virðingu fyrir honum,“ sagði ónefndur starfsmaður Paris Saint Germain. Neymar lék 173 leiki fyrir PSG og var með 118 mörk og 77 stoðsendingar í þeim. Það eru fleiri mörk og stoðsendingar en hann afrekaði fyrir Barcelona í 186 leikjum (105 mörk og 76 stoðsendingar). Neymar var aðeins búinn að spila fimm leiki og skora eitt mark fyrir Al Hilal þegar hann meiddist. Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Neymar hafi mætt fullur á æfingar franska liðsins. Neymar var í sex ár hjá Parísarfélaginu og varð fimm sinnum franskur meistari með liðinu. Hann fór til Al Hilal í Sádí Arabíu síðasta sumar en missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hafa slitið krossband í leik með landsliðinu. Blaðamaður L'Equipe segir að undir lok tíma hans hjá PSG hafi Neymar mætt undir áhrifum áfengis á æfingar. Hann er líka sagður hafa lent í slagsmálum við liðsfélaga sína. À son arrivée au PSG, Kylian Mbappé vouait une vraie admiration pour Neymar. Mais avec le temps, la situation a changé à Paris.Neymar, anatomie d'une chute : https://t.co/HHaUWxyyyh pic.twitter.com/PHy5WjO0Cu— L'ÉQUIPE (@lequipe) April 13, 2024 Neymar er meðal annars sakaður um það í greininni að hafa slegið unglingaliðsleikmanninn Ismael Gharbi þegar hann lá í jörðinni. Samband Neymars og Kylian Mbappé er sagt hafa verið slæmt. „Í byrjun þá kunni Kylian vel við Neymar en eftir að þeir unnu saman á hverjum degi þá missti hann alla virðingu fyrir honum,“ sagði ónefndur starfsmaður Paris Saint Germain. Neymar lék 173 leiki fyrir PSG og var með 118 mörk og 77 stoðsendingar í þeim. Það eru fleiri mörk og stoðsendingar en hann afrekaði fyrir Barcelona í 186 leikjum (105 mörk og 76 stoðsendingar). Neymar var aðeins búinn að spila fimm leiki og skora eitt mark fyrir Al Hilal þegar hann meiddist.
Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira