Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauðárkróki Aron Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 15:30 Pétur Rúnar (til hægri) er einn af burðarásunum í liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls sem þurfa alvöru frammistöðu gegn Grindavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla Vísir/ Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu. Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu.
Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira