Mikill kálfadauði veldur kúabændum áhyggjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2024 16:05 Að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári. Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.” Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.”
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira