Fjallað verður ítarlega um þetta fordæmalausa mál í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem verða í opinni dagskrá frá og með kvöldinu.
Á sama tíma og fylgi eins forsetaframbjóðanda tvöfaldast á milli kannana standa aðrir sterkir í stað. Nokkrar kannanir hafa verið birtar og Heimir Már Pétursson mætir í myndver og fer yfir stöðuna í beinni.
Íbúar á Akranesi vilja blása lífi í miðbæinn og skora á bæjaryfirvöld. Við verðum í beinni frá Skaganum og kynnum okkur málið. Þá skoðar Kristján Már Unnarsson þotu Icelandair sem hefur verið sérstaklega innréttuð fyrir forríka ferðamenn og við sjáum mjög krúttleg og nýborin lömb á Suðurlandi.
Í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Baldurs Þórhalls og svarar því hvort tími sé kominn fyrir hinsegin forseta.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 18:30.