Mosfellsbær kom út í plús Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 17:44 Íbúar Mosfellsbæjar eru rúmlega þrettán þúsund talsins og gera sveitarfélagið það sjöunda fjölmennasta á landinu. Vísir/Vilhelm Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 nam 341 milljón króna. Þetta kom í ljós í dag þegar ársreikningur var lagður fram á fundi bæjarráðs. Í fréttatilkynningu kemur fram að reksturinn sé í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið hafi einkennst af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá hafi Mosfellsbær tekið yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa, þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721 milljónir og nemur framlegð því 2.684 milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.095 milljónum. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935 milljónir eða 9,5% af tekjum. Mestu varið í fræðslu- og uppeldismál Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Þá segir að fræðslu- og uppeldismál séu umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu hafi verið veittar 3.434 milljónir eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundarmál eru þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. Sýni sterka stöðu sveitarfélagsins Í tilkynningu segir að ársreikningurinn verði tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. apríl 2024 og gert sé ráð fyrir því að seinni umræða í bæjarstjórn fari fram þann 8. maí. „Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4 % í 94,5 % á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ er haft eftir Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Í fréttatilkynningu kemur fram að reksturinn sé í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið hafi einkennst af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá hafi Mosfellsbær tekið yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa, þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721 milljónir og nemur framlegð því 2.684 milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.095 milljónum. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935 milljónir eða 9,5% af tekjum. Mestu varið í fræðslu- og uppeldismál Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Þá segir að fræðslu- og uppeldismál séu umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu hafi verið veittar 3.434 milljónir eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundarmál eru þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. Sýni sterka stöðu sveitarfélagsins Í tilkynningu segir að ársreikningurinn verði tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. apríl 2024 og gert sé ráð fyrir því að seinni umræða í bæjarstjórn fari fram þann 8. maí. „Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4 % í 94,5 % á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ er haft eftir Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira