Margföldun raforkuverðs Högni Elfar Gylfason skrifar 16. apríl 2024 07:01 Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Orkumál Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Líkt og áður hefur verið bent á er Ísland á hraðri leið í ógöngur í raforkumálum líkt og löndin á meginlandi Evrópu þar sem almenningur hefur á stundum varla efni á að greiða fyrir orkuna. Eftir upptöku 3.orkupakka ESB hér á landi þvert gegn alvarlegum og ítrekuðum viðvörunum þingflokks Miðflokksins hafa viðvörunarorðin verið að raungerast eitt af öðru. Líkt og flestir vita hafa nú þegar bæst við margir nýir milliliðir í smásölu raforku til neytenda og fyrirtækja hér á landi. Í kjölfarið hafa fleiri en einn þeirra farið að bjóða upp á sérstakan “afslátt” af rafmagni á nóttunni og þá gegn kröfu um uppsetningu nýrra raforkumæla sem gera það mögulegt að breyta verðinu eins oft og söluaðilarnir hafa hugmyndaflug til. Þannig styttist óðfluga í að stöðugar verðbreytingar muni dynja á fólki og fyrirtækjum. Þær verða fegraðar með orðum um allskyns afslætti, en allar munu þær hafa það raunverulega markmið að hækka arðsemi sölufyrirtækjanna sem eins og allir vita verður best gert með hækkaðri álagningu. Þegar þangað verður komið mun ástandið líkjast því sem verið hefur í Noregi og víðar þar sem raforkuverð hefur margfaldast og það er látið sveiflast mikið til að villa mönnum sýn. Þannig er það til dæmis kallað afsláttur að hafa verð lægra þegar fáir þurfa á rafmagni að halda líkt og á nóttunni, en einhver önnur orð munu höfð um miklu hærri verð á álagstímum líkt og þegar kalt er í veðri eða þegar flestir eru að elda kvöldmatinn. Jólasteikin verður svo elduð á hæsta mögulega verði vegna afleiðinga orkupakka sem ríkisstjórnarflokkarnir sögðu að myndu engin áhrif hafa hér á landi. Nýjustu afleiðingar orkustefnu eða stefnuleysi ríkisstjórnarflokkanna eru að líta dagsins ljós, en það er gangsetning uppboðsmarkaða fyrir raforku hér á landi, svonefndra “raforkukauphalla”. Þar mun raforka ganga kaupum og sölu á heildsölumarkaði með uppboðsfyrirkomulagi, sem mun ef að líkum lætur leiða til mikilla sveiflna í raforkuverði til notenda sem þó leitast helst við að fara upp fremur en niður líkt og tilhneigingin er á öðrum uppboðsmörkuðum. Þá mun stöðutaka stjórnarflokkanna síðustu tæplega sjö árin gegn aukinni framleiðslu raforku valda því að verð á slíkum uppboðum munu verða verulega hærri en ella, en lögmálið um framboð og eftirspurn skýrir allt sem skýra þarf í þeim efnum. Það er nauðsynlegt að ná utan um stöðuna í orkumálum hér á landi, en það verður best gert með því að taka málaflokkinn til baka undir yfirráð eigenda orkuauðlinda landsins, sumsé íslendinga sjálfra. Sífelld eftirgjöf og undirgefni íslenskra stjórnmálamanna við erlent stofnanavald mun á endanum leiða landið í miklar ógöngur. Það er tímabært að þingmenn á Alþingi fari að taka þá ábyrgð sem þeir eru kosnir til af landsmönnum öllum og fari að standa í lappirnar gegn ásælni erlendra stofnana, ríkja og ríkjasambanda í íslenskar auðlindir og íslenska hagsmuni. Ef ekkert verður að gert mun raforkuverð til heimila og fyrirtækja margfaldast í náinni framtíð. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun